Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. janúar 2019 06:45 Mótmæli eru tíð í Katalóníu og sögð ástæða handtakanna. Nordicphotos/AFP Bæjarstjórar tveggja bæja í Girona-héraði Katalóníu, Vergas og Celra, voru handteknir í gær, sakaðir um að hafa valdið glundroða á almannafæri. Fjórtán aðgerðasinnar voru einnig handteknir. Benet Salellas, lögmaður CUP, flokks aðskilnaðarsinna sem bæjarstjórarnir tilheyra, sagði að handtökurnar væru óréttlátar og úr samhengi við brotið. Samkvæmt Salellas tengjast handtökurnar mótmælum sem fóru fram í Girona þann 6. desember. Er Salellas kom á ríkislögreglustöðina í Girona þar sem bæjarstjórunum var haldið var honum meinaður inngangur. „Mér var sagt að ég fengi ekki að fara inn fyrr en ég talaði spænsku. Þetta var árás á fjöltyngi og sömuleiðis réttindi skjólstæðinga minna,“ sagði Salellas. Þess ber að geta að katalónska er opinbert tungumál í sjálfsstjórnarhéraðinu og á Spáni í heild. Flokkar aðskilnaðarsinna á katalónska héraðsþinginu sniðgengu nefndarfundi í gærmorgun til þess að mótmæla handtökunum. Roger Torrent, forseti þingsins, sagðist styðja bæjarstjórana. „Við vonum að þeir verði tafarlaust leystir úr haldi. Hættið þessari kúgun. Það er komið nóg af því að mótmæli séu bæld niður.“ Deila Katalóna og stjórnvalda í Madríd er í sömu pattstöðu og hún hefur verið frá sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu októbermánaðar 2017. Í febrúar fer fyrir dóm mál þeirra níu katalónsku stjórnmálamanna og aðgerðasinna sem Spánverjar hafa haldið í varðhaldi í rúmt ár og ákært fyrir meðal annars uppreisn gegn spænska ríkinu. Carme Forcadell, ákærði fyrrverandi þingforsetinn, sendi frá sér yfirlýsingu um málsvörn sína í gær þar sem hún sagði málið pólitískt. Hún kvaðst ávallt hafa fylgt reglum þingsins. Forseti Alþingis hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu Forcadell en hún á yfir höfði sér sautján ára fangelsisdóm. Santi Vila, fyrrverandi viðskiptaráðherra héraðsins, gaf út sams konar yfirlýsingu. Sagði að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið fjármögnuð með skattfé. Birtist í Fréttablaðinu Spánn Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Bæjarstjórar tveggja bæja í Girona-héraði Katalóníu, Vergas og Celra, voru handteknir í gær, sakaðir um að hafa valdið glundroða á almannafæri. Fjórtán aðgerðasinnar voru einnig handteknir. Benet Salellas, lögmaður CUP, flokks aðskilnaðarsinna sem bæjarstjórarnir tilheyra, sagði að handtökurnar væru óréttlátar og úr samhengi við brotið. Samkvæmt Salellas tengjast handtökurnar mótmælum sem fóru fram í Girona þann 6. desember. Er Salellas kom á ríkislögreglustöðina í Girona þar sem bæjarstjórunum var haldið var honum meinaður inngangur. „Mér var sagt að ég fengi ekki að fara inn fyrr en ég talaði spænsku. Þetta var árás á fjöltyngi og sömuleiðis réttindi skjólstæðinga minna,“ sagði Salellas. Þess ber að geta að katalónska er opinbert tungumál í sjálfsstjórnarhéraðinu og á Spáni í heild. Flokkar aðskilnaðarsinna á katalónska héraðsþinginu sniðgengu nefndarfundi í gærmorgun til þess að mótmæla handtökunum. Roger Torrent, forseti þingsins, sagðist styðja bæjarstjórana. „Við vonum að þeir verði tafarlaust leystir úr haldi. Hættið þessari kúgun. Það er komið nóg af því að mótmæli séu bæld niður.“ Deila Katalóna og stjórnvalda í Madríd er í sömu pattstöðu og hún hefur verið frá sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu októbermánaðar 2017. Í febrúar fer fyrir dóm mál þeirra níu katalónsku stjórnmálamanna og aðgerðasinna sem Spánverjar hafa haldið í varðhaldi í rúmt ár og ákært fyrir meðal annars uppreisn gegn spænska ríkinu. Carme Forcadell, ákærði fyrrverandi þingforsetinn, sendi frá sér yfirlýsingu um málsvörn sína í gær þar sem hún sagði málið pólitískt. Hún kvaðst ávallt hafa fylgt reglum þingsins. Forseti Alþingis hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu Forcadell en hún á yfir höfði sér sautján ára fangelsisdóm. Santi Vila, fyrrverandi viðskiptaráðherra héraðsins, gaf út sams konar yfirlýsingu. Sagði að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið fjármögnuð með skattfé.
Birtist í Fréttablaðinu Spánn Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira