Viktor lagði mikinn metnað í bónorðið og lét verða af því eftir að velta fyrir sér hvort hann myndi þora að gera þetta fyrir framan alla í höllinni fyrir leik.
„Ég endaði á að senda mótshöldurum tölvupóst og þeir tóku bara vel í þetta,“ segir Viktor en Vísir hitti ástfangna parið í hálfleik. Þau eru með þriggja ára gamla dóttur sína, Ylfu Dís, á sínu fyrsta stórmóti.
„Hann sagði við mig að við værum að fara að kynna inn þjóðsönginn. Ég ætlaði ekki að fara fyrst en lét svo verða af því. Mig grunaði ekki neitt,“ segir Heiðrún en hvernig leið Viktori þegar að hann fór á skeljarnar?
„Þetta var eins og að vera nýbúinn að hlaupa hundrað metra hlaup. En, ég hafði engar áhyggjur að hún myndi segja nei,“ segir Viktor Lekve, nýtrúlofaður.
Viðtalið við parið má sjá hér að neðan.