Fresta Metoo-ráðstefnu Sveinn Arnarsson skrifar 16. janúar 2019 08:15 Þingmenn Miðflokksins á fundi í desember. Fréttablaðið/Anton brink Metoo-ráðstefnu stjórnmálaflokka á Alþingi hefur verið frestað. Hún átti að fara fram á þingsetningardegi. Miðflokkurinn vildi ekki vera með, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Framkvæmdastjórar flokka sem eiga sæti á þingi hafa undanfarið unnið við skipulagningu fundarins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vildi Miðflokkurinn ekki halda fundinn á þessum tímapunkti. Úr varð að honum var frestað um nokkrar vikur og reynt að fá alla að borðinu síðar meir. „Framkvæmdastjórar ákváðu að verða við ósk sem fram kom eftir að ljóst varð að ekki var samstaða allra flokka um að halda ráðstefnuna 21. janúar eins og áætlað hafði verið,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG. „Rök framkvæmdastjóra fyrir frestun eru þau að Metoo-ráðstefna á þingsetningardegi gæti beint athyglinni að óútkljáðum málum einstaklinga í tveimur flokkum á Alþingi, frekar en því stóra samfélagslega vandamáli sem við erum að glíma við. Ráðstefnan er áfram á dagskrá en henni er aðeins frestað um nokkrar vikur,“ undirstrikar Björg Eva. Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, svara fyrir af hverju Miðflokkurinn hafi ekki viljað halda fundinn á þessum tíma. Ekki náðist í Sigmund við vinnslu fréttarinnar. Allt frá því í lok nóvember, þegar upptökur af þingmönnum á Klaustri bar voru gerðar upptækar, hafa bæði Miðflokkur og Samfylking tekist á við mál innan sinna raða. Ekki er enn vitað hvort Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins sem fóru í frí vegna málsins, mæti til þingsetningar 21. janúar eða hvort varamenn þeirra verði enn við störf.Uppfært klukkan 10:41Í fyrirsögn fréttar Fréttablaðsins sagði að ráðstefnunni hefði verið frestað að ósk Miðflokksins. Það er rangt og hefur verið leiðrétt. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Metoo-ráðstefnu stjórnmálaflokka á Alþingi hefur verið frestað. Hún átti að fara fram á þingsetningardegi. Miðflokkurinn vildi ekki vera með, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Framkvæmdastjórar flokka sem eiga sæti á þingi hafa undanfarið unnið við skipulagningu fundarins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vildi Miðflokkurinn ekki halda fundinn á þessum tímapunkti. Úr varð að honum var frestað um nokkrar vikur og reynt að fá alla að borðinu síðar meir. „Framkvæmdastjórar ákváðu að verða við ósk sem fram kom eftir að ljóst varð að ekki var samstaða allra flokka um að halda ráðstefnuna 21. janúar eins og áætlað hafði verið,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG. „Rök framkvæmdastjóra fyrir frestun eru þau að Metoo-ráðstefna á þingsetningardegi gæti beint athyglinni að óútkljáðum málum einstaklinga í tveimur flokkum á Alþingi, frekar en því stóra samfélagslega vandamáli sem við erum að glíma við. Ráðstefnan er áfram á dagskrá en henni er aðeins frestað um nokkrar vikur,“ undirstrikar Björg Eva. Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, svara fyrir af hverju Miðflokkurinn hafi ekki viljað halda fundinn á þessum tíma. Ekki náðist í Sigmund við vinnslu fréttarinnar. Allt frá því í lok nóvember, þegar upptökur af þingmönnum á Klaustri bar voru gerðar upptækar, hafa bæði Miðflokkur og Samfylking tekist á við mál innan sinna raða. Ekki er enn vitað hvort Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins sem fóru í frí vegna málsins, mæti til þingsetningar 21. janúar eða hvort varamenn þeirra verði enn við störf.Uppfært klukkan 10:41Í fyrirsögn fréttar Fréttablaðsins sagði að ráðstefnunni hefði verið frestað að ósk Miðflokksins. Það er rangt og hefur verið leiðrétt.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira