Þetta vitum við um landslið Japans sem mætir Íslandi á HM í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2019 11:00 Japanar fagna á HM í ár. Getty/ TF-Images Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. Japanar hafa tapað þremur fyrstu leikjum sínum á mótinu en þeir stóðu vel í Spánverjum í síðasta leik og voru þá með frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn.Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um landslið Japan og má finna þær hér fyrir neðan.- Svona komst Japan á HM 2019 - Japan fékk sérstakt aukasæti á mótinu þar sem Japanar munu halda næstu Ólympíuleika sem fara fram í Tókýó á næsta ári. Ný Wildcard-regla hjá Alþjóðahandknattleikssambandinu gerir ráð fyrir því að næstu gestgjafar á Ólympíuleikum verði alltaf með sæti í úrslitakeppni HM. Þessi ákvörðun var tekin í maí 2018 en í janúarmánuði sama ár hafði japanska landsliðinu ekki tekist að komast í undanúrslitin í Asíukeppninni. Japan endaði í sjötta sæti eftir tap á móti Íran í leiknum um fimmta sætið. Katar, Barein, Suður-Kórea og Sádí Arabía voru öll fyrir ofan Japan og tryggðu sér með því sæti á heimsmeistaramótinu. Japan missti því að HM-sætinu en fékk það á silfurfati frá IHF nokkrum mánuðum síðar.Markvörðurinn Akihito Kai.Getty/TF-Images- Gengi Japana á HM í handbolta í gegnum tíðina - Þetta er fjórtánda heimsmeistaramótið í sögu handboltalandsliðs Japans en þeir voru fyrst með á HM í Vestur-Þýskalandi árið 1961. Japanr enduðu þá í 12. og neðsta sæti á meðan íslenska landsliðið tók sjötta sætið. Besti árangur Japana á HM er 10. sætið sem þeir náðu á HM í Frakklandi árið 1970 en Japan vann þá Ísland 20-19 í einum af leikjunum um 9. til 12. sætið og endaði einu sæti fyrir ofan Ísland á því móti. Japanir urðu í 15. sæti á HM á heimavelli árið 1997 (Kumamoto) sem er besti árangur þeirra á HM undanfarna þrjá áratugi.- Síðasta stórmót Japan - Japanir voru með á heimsmeistaramótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum síðan og enduðu þá í 22. sæti. Þá voru aðeins Barein og Angóla sen voru fyrir neðan þá. Japan vann 37-26 sigur á Angóla í baráttunni um 21. til 24. sætið en tapaði síðan á móti Síle, 29-35, í leiknum um 21. sætið. Japan átti það sameiginlegt með íslenska landsliðinu að sigurinn á Angóla var eini sigurleikur liðsins á mótinu. Japan komst ekki í undanúrslit í síðustu Asíukeppni og varð þá að sætta sig við sjötta sætið en liðið komst aftur á móti í undanúrslitin á Asíuleikunum í Indónesíu í ágúst og endaði þá í 4. sæti eftir naumt tap á móti Suður-Kóreu í leiknum um þriðja sætið.Frá leik Íslands og Japan á HM í Kumamoto 1997.Getty/The Asahi Shimbun- Gengið á móti Íslandi á stórmótum - Íslenska handboltalandsliðið hefur fimm sinnum mætt Japan á stórmóti þar af hafa þrír af leikjunum farið fram á heimsmeistaramóti. Japan vann tvo fyrstu leiki þjóðanna og báða með einu marki. Fyrst 20-19 á HM 1970 og svo 19-18 á Ólympíuleikunum í München 1972. Íslenska landsliðið hefur aftur á móti unnið þrjár síðustu viðureignir sínar á móti Japan þar af vannst fjórtán marka sigur á Japan í síðasta leik á stórmóti sem var HM 2011 í Svíþjóð. Guðmundur Guðmundsson var þá líka þjálfari íslenska landsliðsins og leikurinn vannst 36-22. Guðmundur spilaði líka leikinn á ÓL í Los Angeles 1984 sem var fyrsti sigur Íslands á Japan á stórmóti. Guðmundur skoraði þá 2 mörk en markahæstur í íslenska liðinu var Kristján Arason með 7 mörk. Kristján er einmitt faðir Gísla Þorgeirs núverandi leikmanns íslenska liðsins.Shinnosuke Tokuda.Getty/Carsten Harz- Stærstu stjörnurnar í liði Japans - Hægri skyttan Shinnosuke Tokuda er stærsta stjarna japanska liðsins en hann leikur með liði Dabas VSE KC í Ungverjalandi. Tokuda skoraði sjö mörk á móti Spáni og er langmarkahæsti leikmaður liðsins á HM til þessa með fimmtán mörk. Markvörðurinn Akihito Kai sló í gegn á móti Spáni þar sem hann varði 15 skot og var valinn maður leiksins. Hann er orðinn 31 árs gamall og spilar með Toyota Auto Body í Japan. Skyttan Jin Watanabe og leikstjórnandinn Yuto Agarie eru báðir með yfir 56 prósent skotnýtingu á mótinu og liðinu mikivægir eins og vinstri skyttan Hiroki Shida sem hefur skorað flest mörk fyrir utan. Annars er Dagur að rúlla vel á liði sínu og tólf leikmenn hafa spilað í meira en klukkutíma í fyrstu þremur leikjunum.Dagur Sigurðsson.Getty/TF-Images- Þjálfari Japana á HM 2019 - Þjálfari Japana er okkur góðu kunnur enda er þar á ferðinni Valsmaðurinn Dagur Sigurðsson. Dagur gerði frábæra hluti með þýska handboltalandsliðið sem unnu Evrópugull og Ólympíubrons undir hans stjórn. Árið 2016 var ótrúlegt fyrir Dag en vængbrotið lið Þjóðverja varð Evrópumeistari í byrjun árs og tók síðan bronsið á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Það bjóst enginn við að Dagur ætti aðeins eftir að stýra þýska landsliðinu á einu stórmóti til viðbótar en svo varð raunin. Dagur ákvað að hætta með þýska landsliðið eftir HM 2017 í Frakklandi og tók þess í stað að sér mjög krefjandi verkefni sem þjálfari Japana sem eru undirbúa sig fyrir að spila á heimavelli á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári. Japan er þriðja landsliðið sem Dagur fer með á stórmót því undir hans stjórn náðu Austurríkismenn níunda sæti á Evrópumótinu 2010 sem var jafnframt fyrsta stórmót austurríska landsliðsins í sautján ár. Japanar hafa verið í framför undir stjórn Dags eins og hefur sést á leikjum liðsins á þessu heimsmeistaramóti. Liðið var lengi yfir á móti Spánverjum í síðasta leik og stríddi þar Evrópumeisturunum verulega. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Nú er komið að leik fjögur hjá íslenska handboltalandsliðinu á HM 2019 í München og mótherjinn að þessu sinni er landslið Japan sem eins og flestir vita spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Dags Sigurðssonar. Japanar hafa tapað þremur fyrstu leikjum sínum á mótinu en þeir stóðu vel í Spánverjum í síðasta leik og voru þá með frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn.Vísir hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um landslið Japan og má finna þær hér fyrir neðan.- Svona komst Japan á HM 2019 - Japan fékk sérstakt aukasæti á mótinu þar sem Japanar munu halda næstu Ólympíuleika sem fara fram í Tókýó á næsta ári. Ný Wildcard-regla hjá Alþjóðahandknattleikssambandinu gerir ráð fyrir því að næstu gestgjafar á Ólympíuleikum verði alltaf með sæti í úrslitakeppni HM. Þessi ákvörðun var tekin í maí 2018 en í janúarmánuði sama ár hafði japanska landsliðinu ekki tekist að komast í undanúrslitin í Asíukeppninni. Japan endaði í sjötta sæti eftir tap á móti Íran í leiknum um fimmta sætið. Katar, Barein, Suður-Kórea og Sádí Arabía voru öll fyrir ofan Japan og tryggðu sér með því sæti á heimsmeistaramótinu. Japan missti því að HM-sætinu en fékk það á silfurfati frá IHF nokkrum mánuðum síðar.Markvörðurinn Akihito Kai.Getty/TF-Images- Gengi Japana á HM í handbolta í gegnum tíðina - Þetta er fjórtánda heimsmeistaramótið í sögu handboltalandsliðs Japans en þeir voru fyrst með á HM í Vestur-Þýskalandi árið 1961. Japanr enduðu þá í 12. og neðsta sæti á meðan íslenska landsliðið tók sjötta sætið. Besti árangur Japana á HM er 10. sætið sem þeir náðu á HM í Frakklandi árið 1970 en Japan vann þá Ísland 20-19 í einum af leikjunum um 9. til 12. sætið og endaði einu sæti fyrir ofan Ísland á því móti. Japanir urðu í 15. sæti á HM á heimavelli árið 1997 (Kumamoto) sem er besti árangur þeirra á HM undanfarna þrjá áratugi.- Síðasta stórmót Japan - Japanir voru með á heimsmeistaramótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum síðan og enduðu þá í 22. sæti. Þá voru aðeins Barein og Angóla sen voru fyrir neðan þá. Japan vann 37-26 sigur á Angóla í baráttunni um 21. til 24. sætið en tapaði síðan á móti Síle, 29-35, í leiknum um 21. sætið. Japan átti það sameiginlegt með íslenska landsliðinu að sigurinn á Angóla var eini sigurleikur liðsins á mótinu. Japan komst ekki í undanúrslit í síðustu Asíukeppni og varð þá að sætta sig við sjötta sætið en liðið komst aftur á móti í undanúrslitin á Asíuleikunum í Indónesíu í ágúst og endaði þá í 4. sæti eftir naumt tap á móti Suður-Kóreu í leiknum um þriðja sætið.Frá leik Íslands og Japan á HM í Kumamoto 1997.Getty/The Asahi Shimbun- Gengið á móti Íslandi á stórmótum - Íslenska handboltalandsliðið hefur fimm sinnum mætt Japan á stórmóti þar af hafa þrír af leikjunum farið fram á heimsmeistaramóti. Japan vann tvo fyrstu leiki þjóðanna og báða með einu marki. Fyrst 20-19 á HM 1970 og svo 19-18 á Ólympíuleikunum í München 1972. Íslenska landsliðið hefur aftur á móti unnið þrjár síðustu viðureignir sínar á móti Japan þar af vannst fjórtán marka sigur á Japan í síðasta leik á stórmóti sem var HM 2011 í Svíþjóð. Guðmundur Guðmundsson var þá líka þjálfari íslenska landsliðsins og leikurinn vannst 36-22. Guðmundur spilaði líka leikinn á ÓL í Los Angeles 1984 sem var fyrsti sigur Íslands á Japan á stórmóti. Guðmundur skoraði þá 2 mörk en markahæstur í íslenska liðinu var Kristján Arason með 7 mörk. Kristján er einmitt faðir Gísla Þorgeirs núverandi leikmanns íslenska liðsins.Shinnosuke Tokuda.Getty/Carsten Harz- Stærstu stjörnurnar í liði Japans - Hægri skyttan Shinnosuke Tokuda er stærsta stjarna japanska liðsins en hann leikur með liði Dabas VSE KC í Ungverjalandi. Tokuda skoraði sjö mörk á móti Spáni og er langmarkahæsti leikmaður liðsins á HM til þessa með fimmtán mörk. Markvörðurinn Akihito Kai sló í gegn á móti Spáni þar sem hann varði 15 skot og var valinn maður leiksins. Hann er orðinn 31 árs gamall og spilar með Toyota Auto Body í Japan. Skyttan Jin Watanabe og leikstjórnandinn Yuto Agarie eru báðir með yfir 56 prósent skotnýtingu á mótinu og liðinu mikivægir eins og vinstri skyttan Hiroki Shida sem hefur skorað flest mörk fyrir utan. Annars er Dagur að rúlla vel á liði sínu og tólf leikmenn hafa spilað í meira en klukkutíma í fyrstu þremur leikjunum.Dagur Sigurðsson.Getty/TF-Images- Þjálfari Japana á HM 2019 - Þjálfari Japana er okkur góðu kunnur enda er þar á ferðinni Valsmaðurinn Dagur Sigurðsson. Dagur gerði frábæra hluti með þýska handboltalandsliðið sem unnu Evrópugull og Ólympíubrons undir hans stjórn. Árið 2016 var ótrúlegt fyrir Dag en vængbrotið lið Þjóðverja varð Evrópumeistari í byrjun árs og tók síðan bronsið á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Það bjóst enginn við að Dagur ætti aðeins eftir að stýra þýska landsliðinu á einu stórmóti til viðbótar en svo varð raunin. Dagur ákvað að hætta með þýska landsliðið eftir HM 2017 í Frakklandi og tók þess í stað að sér mjög krefjandi verkefni sem þjálfari Japana sem eru undirbúa sig fyrir að spila á heimavelli á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári. Japan er þriðja landsliðið sem Dagur fer með á stórmót því undir hans stjórn náðu Austurríkismenn níunda sæti á Evrópumótinu 2010 sem var jafnframt fyrsta stórmót austurríska landsliðsins í sautján ár. Japanar hafa verið í framför undir stjórn Dags eins og hefur sést á leikjum liðsins á þessu heimsmeistaramóti. Liðið var lengi yfir á móti Spánverjum í síðasta leik og stríddi þar Evrópumeisturunum verulega.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira