Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Sylvía Hall skrifar 15. janúar 2019 21:52 Gabbard hefur setið á þingi frá árinu 2013. Vísir/Getty Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. Gabbard tilkynnti á dögunum að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. Eftir tilkynningu Gabbard um helgina gagnrýndu margir þingmanninn fyrir störf hennar fyrir samtök föður síns sem voru mótfallin samkynja hjónaböndum og töluðu fyrir meðferð sem ætlað var að „lækna“ fólk af samkynhneigð. Gabbard, sem er þingmaður fyrir Havaí, hefur áður beðist afsökunar á afstöðu sinni og segist sjá eftir orðum sínum í garð hinsegin fólks. Hún sé þakklát þeim meðlimum hinsegin félagsins sem hafa deilt reynslu sinni með sér og gefið henni aðra sýn á málin. „Undanfarin sex ár á þingi hef ég verið svo lánsöm að hafa fengið tækifæri til að hjálpa til við lagasetningu sem tryggja jafnan rétt og vernd hinsegin fólks,“ segir Gabbard í yfirlýsingu til CNN. „Ég mun halda áfram að berjast fyrir jöfnum rétti allra.“Gabbard var áður varaformaður landsnefndar Demókrataflokksins. Hún afsalaði sæti sínu árið 2016 til þess að gerast opinber stuðningsmaður Bernie Sanders.Vísir/GettySegir Gabbard vera „metnaðarfullt andlegt skipsbrot“ Demókratinn Howard Dean, ríkisstjóri Vermont á árunum 1991 til 2003, tjáir sig um þessi ummæli Gabbard á Twitter-síðu sinni þar sem hann minnist þess að hafa verið á öndverðum meiði um málið. Hann segir Gabbard vera hræðilegan frambjóðanda. „Hún er ekki einu sinni Demókrati og hún er svo sannarlega ekki framsækin. Hún er metnaðarfullt andlegt skipsbrot,“ skrifar Dean á Twitter.Another reason she is an atrocious candidate. I was on the other side of this argument wearing a bulletproof vest while she was saying this. She is not even a Democrat and she certainly isn’t progressive. She is an ambitious moral shipwreck. https://t.co/b8doDPIANH — Howard Dean (@GovHowardDean) 12 January 2019 Mörg dæmi um andstöðu Gabbard hafa verið dregin upp nýlega, til að mynda ummæli hennar um „blekkingar og hatur“ í garð móður hennar þegar hún ákvað að bjóða sig fram í skólanefnd ríkisins. Þá var umsögn hennar um frumvarp um staðfesta samvist hinsegin fólks frá árinu 2004 einnig fundin þar sem hún sagði það óheiðarlegt að láta sem munur væri á staðfestri samvist og hjónaböndum. „Að láta sem það sé munur á milli staðfestrar samvistar og hjónabands er óheiðarlegt, heigulsháttur og ótrúlega mikil vanvirðing í garð fólksins á Havaí,“ sagði Gabbard í umsögn sinni. „Sem Demókratar ættum við að koma fram skoðunum fólksins, ekki fárra róttækra samkynhneigðra.“ Líkt og áður sagði segist hún hafa breytt afstöðu sinni til þessara mála og hún sjái eftir þeim. Hún baðst opinberlega afsökunar árið 2012 þegar hún bauð sig fram til Bandaríkjaþings. Hún sagði þá að hún hafi alist upp á íhaldssömu heimili sem þó fagni fjölbreyttum skoðunum. „Ég hafði skoðanir þegar ég var yngri sem ég hef ekki í dag.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. Gabbard tilkynnti á dögunum að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. Eftir tilkynningu Gabbard um helgina gagnrýndu margir þingmanninn fyrir störf hennar fyrir samtök föður síns sem voru mótfallin samkynja hjónaböndum og töluðu fyrir meðferð sem ætlað var að „lækna“ fólk af samkynhneigð. Gabbard, sem er þingmaður fyrir Havaí, hefur áður beðist afsökunar á afstöðu sinni og segist sjá eftir orðum sínum í garð hinsegin fólks. Hún sé þakklát þeim meðlimum hinsegin félagsins sem hafa deilt reynslu sinni með sér og gefið henni aðra sýn á málin. „Undanfarin sex ár á þingi hef ég verið svo lánsöm að hafa fengið tækifæri til að hjálpa til við lagasetningu sem tryggja jafnan rétt og vernd hinsegin fólks,“ segir Gabbard í yfirlýsingu til CNN. „Ég mun halda áfram að berjast fyrir jöfnum rétti allra.“Gabbard var áður varaformaður landsnefndar Demókrataflokksins. Hún afsalaði sæti sínu árið 2016 til þess að gerast opinber stuðningsmaður Bernie Sanders.Vísir/GettySegir Gabbard vera „metnaðarfullt andlegt skipsbrot“ Demókratinn Howard Dean, ríkisstjóri Vermont á árunum 1991 til 2003, tjáir sig um þessi ummæli Gabbard á Twitter-síðu sinni þar sem hann minnist þess að hafa verið á öndverðum meiði um málið. Hann segir Gabbard vera hræðilegan frambjóðanda. „Hún er ekki einu sinni Demókrati og hún er svo sannarlega ekki framsækin. Hún er metnaðarfullt andlegt skipsbrot,“ skrifar Dean á Twitter.Another reason she is an atrocious candidate. I was on the other side of this argument wearing a bulletproof vest while she was saying this. She is not even a Democrat and she certainly isn’t progressive. She is an ambitious moral shipwreck. https://t.co/b8doDPIANH — Howard Dean (@GovHowardDean) 12 January 2019 Mörg dæmi um andstöðu Gabbard hafa verið dregin upp nýlega, til að mynda ummæli hennar um „blekkingar og hatur“ í garð móður hennar þegar hún ákvað að bjóða sig fram í skólanefnd ríkisins. Þá var umsögn hennar um frumvarp um staðfesta samvist hinsegin fólks frá árinu 2004 einnig fundin þar sem hún sagði það óheiðarlegt að láta sem munur væri á staðfestri samvist og hjónaböndum. „Að láta sem það sé munur á milli staðfestrar samvistar og hjónabands er óheiðarlegt, heigulsháttur og ótrúlega mikil vanvirðing í garð fólksins á Havaí,“ sagði Gabbard í umsögn sinni. „Sem Demókratar ættum við að koma fram skoðunum fólksins, ekki fárra róttækra samkynhneigðra.“ Líkt og áður sagði segist hún hafa breytt afstöðu sinni til þessara mála og hún sjái eftir þeim. Hún baðst opinberlega afsökunar árið 2012 þegar hún bauð sig fram til Bandaríkjaþings. Hún sagði þá að hún hafi alist upp á íhaldssömu heimili sem þó fagni fjölbreyttum skoðunum. „Ég hafði skoðanir þegar ég var yngri sem ég hef ekki í dag.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45
Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09