Stofna greiðslufyrirtæki í Litháen Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. janúar 2019 07:30 Jóhannes Ingi Kolbeinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Stofnendur og fyrrverandi stjórnendur Kortaþjónustunnar hafa stofnað greiðslufyrirtæki í Litháen og hyggjast á næstu tveimur árum ráða til sín allt að þrjátíu starfsmenn. Virginijus Sinkevicius, ráðherra efnahagsmála og nýsköpunar í Litháen, fagnar framtakinu og bendir á að fyrirtækið sé þriðja íslenska tæknifyrirtækið á aðeins fáeinum árum til þess að hefja starfsemi í landinu. Jóhannes Ingi Kolbeinsson og Gunnar Már Gunnarsson standa að baki greiðslufyrirtækinu, sem ber nafnið Paystra, en haft er eftir þeim í frétt á vef litháíska fréttamiðilsins Lrtyas að fyrirtækið muni meðal annars nýta sér fjártækni, sjálfvirkni og gervigreind til þess að þróa greiðslulausnir fyrir evrópska kaupmenn. Fyrirtækið hefur opnað skrifstofu í Vilníus, höfuðborg Litháens, og hyggst á þessu ári ráða til sín á bilinu fimmtán til tuttugu starfsmenn. Í frétt Lrtyas segir að stofnendurnir hafi jafnframt skoðað að opna höfuðstöðvar í Lúxemborg, Lundúnum og Reykjavík en mikil gróska í fjártæknigeiranum, samkeppnishæft rekstrarumhverfi, hátt menntastig og jákvætt viðmót seðlabanka Litháens átti meðal annars þátt í því að Vilníus varð fyrir valinu. Sem kunnugt er keypti Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna af félögum í eigu Jóhannesar Inga og Gunnars Más á eina krónu síðla árs 2017 og lögðu færsluhirðingarfyrirtækinu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Fyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Hlutafé Kortaþjónustunnar var aukið um 1.050 milljónir króna í síðasta mánuði, eins og greint var frá í Markaðinum, og tók Jakob Már Ásmundsson um leið við forstjórastarfinu. Jóhannes Ingi, sem var ásamt eiginkonu sinni, Andreu Kristínu Jónsdóttur, stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar, stýrði áður færsluhirðingarfyrirtækinu en Gunnar Már fór fyrir hugbúnaðarsviði fyrirtækisins. Birtist í Fréttablaðinu Litháen Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjá meira
Stofnendur og fyrrverandi stjórnendur Kortaþjónustunnar hafa stofnað greiðslufyrirtæki í Litháen og hyggjast á næstu tveimur árum ráða til sín allt að þrjátíu starfsmenn. Virginijus Sinkevicius, ráðherra efnahagsmála og nýsköpunar í Litháen, fagnar framtakinu og bendir á að fyrirtækið sé þriðja íslenska tæknifyrirtækið á aðeins fáeinum árum til þess að hefja starfsemi í landinu. Jóhannes Ingi Kolbeinsson og Gunnar Már Gunnarsson standa að baki greiðslufyrirtækinu, sem ber nafnið Paystra, en haft er eftir þeim í frétt á vef litháíska fréttamiðilsins Lrtyas að fyrirtækið muni meðal annars nýta sér fjártækni, sjálfvirkni og gervigreind til þess að þróa greiðslulausnir fyrir evrópska kaupmenn. Fyrirtækið hefur opnað skrifstofu í Vilníus, höfuðborg Litháens, og hyggst á þessu ári ráða til sín á bilinu fimmtán til tuttugu starfsmenn. Í frétt Lrtyas segir að stofnendurnir hafi jafnframt skoðað að opna höfuðstöðvar í Lúxemborg, Lundúnum og Reykjavík en mikil gróska í fjártæknigeiranum, samkeppnishæft rekstrarumhverfi, hátt menntastig og jákvætt viðmót seðlabanka Litháens átti meðal annars þátt í því að Vilníus varð fyrir valinu. Sem kunnugt er keypti Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna af félögum í eigu Jóhannesar Inga og Gunnars Más á eina krónu síðla árs 2017 og lögðu færsluhirðingarfyrirtækinu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Fyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Hlutafé Kortaþjónustunnar var aukið um 1.050 milljónir króna í síðasta mánuði, eins og greint var frá í Markaðinum, og tók Jakob Már Ásmundsson um leið við forstjórastarfinu. Jóhannes Ingi, sem var ásamt eiginkonu sinni, Andreu Kristínu Jónsdóttur, stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar, stýrði áður færsluhirðingarfyrirtækinu en Gunnar Már fór fyrir hugbúnaðarsviði fyrirtækisins.
Birtist í Fréttablaðinu Litháen Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent