Sveitarstjórnarmenn báðu alþingismenn um veggjöld Kristján Már Unnarsson skrifar 15. janúar 2019 20:15 Frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag. Njáll Trausti Friðbertssson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson. Hanna Katrín Friðriksson er fremst og horfir til Ara. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Veggjöld! Veggjöld! Þetta voru skilaboðin sem alþingismenn fengu frá sveitarstjórnarmönnum af landsbyggðinni á þingnefndarfundi í dag, en þeir vilja meira fjármagn í jarðgöng og til að malbika sveitavegi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Umhverfis- og samgöngunefnd, með Ara Trausta Guðmundsson sem starfandi formann um þessar mundir, ræðir þessa vikuna við fulltrúa landshlutasamtaka sveitarfélaga um veggjöld. Við sýndum nefndina á fundi með bæjarráði Seyðisfjarðar og fulltrúum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi en á undan þeim komu fulltrúar höfuðborgarsvæðsins fyrir nefndina.Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við vildum ræða við þá um veggjöld, eða gjöld til þess að flýta fyrir framkvæmdum við Fjarðarheiðargöng. Við erum að berjast fyrir Fjarðarheiðargöngum og erum búin að gera það í fjörutíu ár, þakka þér fyrir,“ sagði Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar, eftir fundinn. Fulltrúar Norðurlands vestra, þau Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, og Þorleifur Karl Eggertsson, formaður samtakanna og oddviti Húnaþings vestra, færðu þingnefndinni þau skilaboð að meira fé þyrfti í vegi eins og Skagastrandarveg og Vatnsnesveg.Fulltrúar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Þorleifur Karl Eggertsson, á biðstofu nefndasviðs Alþingis.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Norðurland vestra er með eitt hæsta hlutfall malarvega á þessum stofn- og tengivegum á landinu,“ segir Unnur Valborg. -Þannig að þið viljið meira malbik? „Meira malbik,“ svarar hún. Stefnt er að því að Alþingi klári samgönguáætlun eftir tvær vikur en aðalviðfangsefni þingnefndarinnar er að heyra afstöðu sveitarstjórnarmanna til veggjalda. Frá Fjarðarheiði en um hana liggur þjóðvegurinn til Seyðisfjarðar.Mynd/Stöð 2.Skilaboðin sem Austfirðingar sendu eru að þeir styðja veggjöld. „Já, við gerum það, algjörlega.“ -Og þá til þess að fá Fjarðarheiðargöng? „Já, meðal annars. Og samgöngubætur í landinu. Það þarf náttúrlega að halda byggð í öllu landinu, ekki satt?,“ svarar Aðalheiður. Frá Vatnsnesvegi norðan Hvammstanga. Til hægri eru bærinn Geitafell og fjallið sem hann dregur nafn sitt af.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En hver er afstaða fulltrúa Norðurlands vestra til veggjalda? „Það er alveg ljóst að það þarf að gera stórátak í samgöngumálum bara á landinu öllu. Auðvitað er enginn hrifinn af auknum álögum, - það segir sig sjálft. En hins vegar ef það verður til þess að við náum að hraða samgönguframkvæmdum þá er það eitthvað sem maður verður að taka jákvætt í. Við getum í raun ekki sagt annað,“ svarar Unnur Valborg.Séð niður til Seyðisfjarðar af Fjarðarheiði.Mynd/Stöð 2.Á samgönguáætlun næstu fimm ára eru engir fjármunir til að grafa Fjarðarheiðargöng. „Nei, við fengum ekki Fjarðarheiðargöng á silfurfati, því miður. En það er einhver svona smáglufa. Við erum alltaf vongóð og hættum ekkert að berjast,“ segir bæjarstjóri Seyðisfjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki útilokað veggjöld að sögn borgarstjóra Stjórn samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki útilokað veggjöld í höfuðborginni og fær kynningu á útfærslu þeirra í næstu viku að sögn borgarstjóra. Nauðsynlegt sé að fá fjármagn í níutíu milljarða uppbyggingu á stofnbrautum og Borgarlínu í borginni. 12. janúar 2019 18:38 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. 28. desember 2018 21:15 Bæjarstjórar fagna „leið út úr óboðlegu ástandi“ Vísir setti sig í samband við bæjarstjóra sem voru spurðir hvernig hugmyndir um vegtolla leggjast í þá og hvernig umræðan um þær hafa þróast í þeirra bæjarfélögum. 20. desember 2018 09:00 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Veggjöld! Veggjöld! Þetta voru skilaboðin sem alþingismenn fengu frá sveitarstjórnarmönnum af landsbyggðinni á þingnefndarfundi í dag, en þeir vilja meira fjármagn í jarðgöng og til að malbika sveitavegi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Umhverfis- og samgöngunefnd, með Ara Trausta Guðmundsson sem starfandi formann um þessar mundir, ræðir þessa vikuna við fulltrúa landshlutasamtaka sveitarfélaga um veggjöld. Við sýndum nefndina á fundi með bæjarráði Seyðisfjarðar og fulltrúum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi en á undan þeim komu fulltrúar höfuðborgarsvæðsins fyrir nefndina.Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við vildum ræða við þá um veggjöld, eða gjöld til þess að flýta fyrir framkvæmdum við Fjarðarheiðargöng. Við erum að berjast fyrir Fjarðarheiðargöngum og erum búin að gera það í fjörutíu ár, þakka þér fyrir,“ sagði Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar, eftir fundinn. Fulltrúar Norðurlands vestra, þau Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, og Þorleifur Karl Eggertsson, formaður samtakanna og oddviti Húnaþings vestra, færðu þingnefndinni þau skilaboð að meira fé þyrfti í vegi eins og Skagastrandarveg og Vatnsnesveg.Fulltrúar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Þorleifur Karl Eggertsson, á biðstofu nefndasviðs Alþingis.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Norðurland vestra er með eitt hæsta hlutfall malarvega á þessum stofn- og tengivegum á landinu,“ segir Unnur Valborg. -Þannig að þið viljið meira malbik? „Meira malbik,“ svarar hún. Stefnt er að því að Alþingi klári samgönguáætlun eftir tvær vikur en aðalviðfangsefni þingnefndarinnar er að heyra afstöðu sveitarstjórnarmanna til veggjalda. Frá Fjarðarheiði en um hana liggur þjóðvegurinn til Seyðisfjarðar.Mynd/Stöð 2.Skilaboðin sem Austfirðingar sendu eru að þeir styðja veggjöld. „Já, við gerum það, algjörlega.“ -Og þá til þess að fá Fjarðarheiðargöng? „Já, meðal annars. Og samgöngubætur í landinu. Það þarf náttúrlega að halda byggð í öllu landinu, ekki satt?,“ svarar Aðalheiður. Frá Vatnsnesvegi norðan Hvammstanga. Til hægri eru bærinn Geitafell og fjallið sem hann dregur nafn sitt af.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En hver er afstaða fulltrúa Norðurlands vestra til veggjalda? „Það er alveg ljóst að það þarf að gera stórátak í samgöngumálum bara á landinu öllu. Auðvitað er enginn hrifinn af auknum álögum, - það segir sig sjálft. En hins vegar ef það verður til þess að við náum að hraða samgönguframkvæmdum þá er það eitthvað sem maður verður að taka jákvætt í. Við getum í raun ekki sagt annað,“ svarar Unnur Valborg.Séð niður til Seyðisfjarðar af Fjarðarheiði.Mynd/Stöð 2.Á samgönguáætlun næstu fimm ára eru engir fjármunir til að grafa Fjarðarheiðargöng. „Nei, við fengum ekki Fjarðarheiðargöng á silfurfati, því miður. En það er einhver svona smáglufa. Við erum alltaf vongóð og hættum ekkert að berjast,“ segir bæjarstjóri Seyðisfjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki útilokað veggjöld að sögn borgarstjóra Stjórn samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki útilokað veggjöld í höfuðborginni og fær kynningu á útfærslu þeirra í næstu viku að sögn borgarstjóra. Nauðsynlegt sé að fá fjármagn í níutíu milljarða uppbyggingu á stofnbrautum og Borgarlínu í borginni. 12. janúar 2019 18:38 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. 28. desember 2018 21:15 Bæjarstjórar fagna „leið út úr óboðlegu ástandi“ Vísir setti sig í samband við bæjarstjóra sem voru spurðir hvernig hugmyndir um vegtolla leggjast í þá og hvernig umræðan um þær hafa þróast í þeirra bæjarfélögum. 20. desember 2018 09:00 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki útilokað veggjöld að sögn borgarstjóra Stjórn samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki útilokað veggjöld í höfuðborginni og fær kynningu á útfærslu þeirra í næstu viku að sögn borgarstjóra. Nauðsynlegt sé að fá fjármagn í níutíu milljarða uppbyggingu á stofnbrautum og Borgarlínu í borginni. 12. janúar 2019 18:38
Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00
Kynnir jarðgöng undir Setberg í Hafnarfirði Samgönguráðherra hefur kynnt þann möguleika að setja Reykjanesbraut í Hafnarfirði að hluta í jarðgöng undir Setbergshamar. Göngin yrðu um fjórtánhundruð metra löng og talin kosta tólf milljarða króna. 28. desember 2018 21:15
Bæjarstjórar fagna „leið út úr óboðlegu ástandi“ Vísir setti sig í samband við bæjarstjóra sem voru spurðir hvernig hugmyndir um vegtolla leggjast í þá og hvernig umræðan um þær hafa þróast í þeirra bæjarfélögum. 20. desember 2018 09:00
Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15