Arnar Freyr: Hef ekki verið að finna mig í sóknarleiknum Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 15. janúar 2019 14:15 Arnar Freyr Arnarsson á mikið inni í sóknarleiknum að eigin sögn. vísir/getty Arnar Freyr Arnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, fagnar hvíldardeginum sem strákarnir eiga í dag en þeir eru að hlaða batteríin fyrir tvo mikilvæga leiki á móti Japan á morgun og Makedóníu á fimmtudaginn. Strákarnir eru búnir að spila þrjá hörku leiki á fjórum dögum og eiga nú tvo leiki á tveimur dögum áður en kemur að baráttunni í milliriðlinum í Köln, það er að segja ef okkar menn komast þangað. „Þetta eru rosalega kærkomnir dagar. Það er gott að fá aðeins að hvíla. Það er gott aðeins að geta andað,“ segir Arnar Freyr, en hversu erfitt er það að spila svona þétt? „Það er frekar klikkað að spila tvo leiki í röð og það var ekki sólarhringur á milli leikja. Þetta er smá klikkun en svona er þetta og maður verður bara að fíla það,“ segir hann. Handbolti er ekki auðveldasta íþrótt í heimi. Menn láta vel finna fyrir sér og þurfa mikið að hlaupa og djöflast en hvar safnast mestu eymslin fyrir?Arnar Freyr stekkur inn af línunni.vísir/gettyVill gera betur í sóknarleiknum „Maður verður bara þreyttur í löppunum og svona. Þetta eru mikil átök og það er alltaf verið að ýta manni. Maður verður létt þreyttur alls staðar en við erum með gott sjúkrateymi sem hugsar vel um mann. Það er allt gert til að koma okkur í 100 prósent stand fyrir næsta leik,“ segir Arnar Freyr. Línumaðurinn stóri og sterki er aðeins búinn að skora þrjú mörk á mótinu og þurfti til þess sex skot. Hann kom boltanum aldrei í netið á móti Barein og fer ekkert í felur með að hann getur betur. „Mér finnst ég eiga meira inni, sérstaklega í sóknarleiknum. Ég er ekki alveg búinn að vera að finna mig en ég veit ekki hvers vegna það er. Ég vona bara að það fari að koma sem fyrst. Maður gerir allt til að leggja sitt fram til þess að hjálpa liðinu enn meira,“ segir Arnar Freyr. „Það kom ekkert af línunni í gær en það er kannski skiljanlegt. Þetta var þannig leikur. Skytturnar hittu á sinn dag. Í sókninni mætti koma meira af línunni,“ segir Arnar Freyr Arnarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Arnar Freyr - Kærkominn hvíldardagur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ólafur var í rangri treyju rétt áður en leikurinn við Barein hófst Ólafur Gústafsson þurfti að senda fjölmiðlafulltrúa HSÍ á eftir keppnistreyjunni. 15. janúar 2019 13:42 Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30 Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í München Strákarnir okkar fóru yfir málin fyrir síðustu tvo leikina í riðlakeppni HM 2019. 15. janúar 2019 11:30 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Arnar Freyr Arnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, fagnar hvíldardeginum sem strákarnir eiga í dag en þeir eru að hlaða batteríin fyrir tvo mikilvæga leiki á móti Japan á morgun og Makedóníu á fimmtudaginn. Strákarnir eru búnir að spila þrjá hörku leiki á fjórum dögum og eiga nú tvo leiki á tveimur dögum áður en kemur að baráttunni í milliriðlinum í Köln, það er að segja ef okkar menn komast þangað. „Þetta eru rosalega kærkomnir dagar. Það er gott að fá aðeins að hvíla. Það er gott aðeins að geta andað,“ segir Arnar Freyr, en hversu erfitt er það að spila svona þétt? „Það er frekar klikkað að spila tvo leiki í röð og það var ekki sólarhringur á milli leikja. Þetta er smá klikkun en svona er þetta og maður verður bara að fíla það,“ segir hann. Handbolti er ekki auðveldasta íþrótt í heimi. Menn láta vel finna fyrir sér og þurfa mikið að hlaupa og djöflast en hvar safnast mestu eymslin fyrir?Arnar Freyr stekkur inn af línunni.vísir/gettyVill gera betur í sóknarleiknum „Maður verður bara þreyttur í löppunum og svona. Þetta eru mikil átök og það er alltaf verið að ýta manni. Maður verður létt þreyttur alls staðar en við erum með gott sjúkrateymi sem hugsar vel um mann. Það er allt gert til að koma okkur í 100 prósent stand fyrir næsta leik,“ segir Arnar Freyr. Línumaðurinn stóri og sterki er aðeins búinn að skora þrjú mörk á mótinu og þurfti til þess sex skot. Hann kom boltanum aldrei í netið á móti Barein og fer ekkert í felur með að hann getur betur. „Mér finnst ég eiga meira inni, sérstaklega í sóknarleiknum. Ég er ekki alveg búinn að vera að finna mig en ég veit ekki hvers vegna það er. Ég vona bara að það fari að koma sem fyrst. Maður gerir allt til að leggja sitt fram til þess að hjálpa liðinu enn meira,“ segir Arnar Freyr. „Það kom ekkert af línunni í gær en það er kannski skiljanlegt. Þetta var þannig leikur. Skytturnar hittu á sinn dag. Í sókninni mætti koma meira af línunni,“ segir Arnar Freyr Arnarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Arnar Freyr - Kærkominn hvíldardagur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ólafur var í rangri treyju rétt áður en leikurinn við Barein hófst Ólafur Gústafsson þurfti að senda fjölmiðlafulltrúa HSÍ á eftir keppnistreyjunni. 15. janúar 2019 13:42 Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30 Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í München Strákarnir okkar fóru yfir málin fyrir síðustu tvo leikina í riðlakeppni HM 2019. 15. janúar 2019 11:30 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Ólafur var í rangri treyju rétt áður en leikurinn við Barein hófst Ólafur Gústafsson þurfti að senda fjölmiðlafulltrúa HSÍ á eftir keppnistreyjunni. 15. janúar 2019 13:42
Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30
Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í München Strákarnir okkar fóru yfir málin fyrir síðustu tvo leikina í riðlakeppni HM 2019. 15. janúar 2019 11:30