Mannfjölgun í Malaví 35% á átta árum Heimsljós kynnir 15. janúar 2019 11:00 Frá manntalsgerðinni í september. ÁG Íbúum Malaví hefur fjölgað um 35% á síðustu átta árum. Í manntali sem tekið var síðastliðið haust kom í ljós að íbúafjöldinn stendur í rúmlega 17,5 milljónum en var rétt um 13 milljónir við síðasta manntal þar á undan, árið 2008. Til samanburðar fjölgaði Íslendingum á sama tíma um rúmlega 10%. Hagstofan í Malaví leiddi framkvæmd manntalsins í samstarfi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) með tæknilegum stuðningi Manntalsskrifstofu Bandaríkjanna. Sjötta manntalið sem tekið er í Malaví fór fram í september á síðasta ári. Um var að ræða fyrsta stafræna manntalið þar sem spjaldtölvur með þar til gerðum hugbúnaði voru notaðar í stað pappírs og skriffæra og tölur sendar rafrænt gegnum netið. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) færði stjórnvöldum 15 þúsund spjaldtölvur að gjöf skömmu áður en manntalið fór fram síðastliðið haust en manntalsgerðin tók rúmar þrjár vikur. Langflestir íbúanna eru með búsetu í sveitum, en niðurstöður manntalsins sýna að 84% íbúanna eru í dreifbýli og 16% í þéttbýli. Konur eru talsvert fleiri en karlar, 51,5% á móti 48,5%. Líkt og meðal annarra þjóða í sunnanverðri Afríku er Malaví ung þjóð, meirihluti þjóðarinnar er yngri en átján ára, þar af ungmenni á aldrinum 10 til 19 ára 26%. Konur á barneignaaldri eru 47,2% þjóðarinnar og 4,4 einstaklingar að meðaltali á hverju heimili.Won Young hong yfirmaður UNFPA í Malaví og Ágústa Gísladóttir forstöðumaður íslenska sendiráðsins eftir undirritun samkomulags um fjárstuðning frá Íslandi.Stuðningur við manntalsgerðina og úrvinnslu gagnaKostnaðaráætlun fyrir manntalið og úrvinnslu gagna nemur um 22,5 milljónum Bandaríkjadala. Ísland er meðal margra framlagsríkja og stofnana sem lögðust á árarnar til að þessi umfangsmikla aðgerð tækist sem best. Íslensk stjórnvöld leggja fram tæpar eitt hundrað milljónir króna og sá stuðningur mun einkum nýtast við úrvinnslu gagna og uppsetningu gagnamiðlunarkerfis. Aðrar þjóðir sem veittu fjárstuðning til manntalsgerðarinnar voru Bretland, Bandaríkin, Noregur, Írland, Kína og Þýskaland.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Íbúum Malaví hefur fjölgað um 35% á síðustu átta árum. Í manntali sem tekið var síðastliðið haust kom í ljós að íbúafjöldinn stendur í rúmlega 17,5 milljónum en var rétt um 13 milljónir við síðasta manntal þar á undan, árið 2008. Til samanburðar fjölgaði Íslendingum á sama tíma um rúmlega 10%. Hagstofan í Malaví leiddi framkvæmd manntalsins í samstarfi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) með tæknilegum stuðningi Manntalsskrifstofu Bandaríkjanna. Sjötta manntalið sem tekið er í Malaví fór fram í september á síðasta ári. Um var að ræða fyrsta stafræna manntalið þar sem spjaldtölvur með þar til gerðum hugbúnaði voru notaðar í stað pappírs og skriffæra og tölur sendar rafrænt gegnum netið. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) færði stjórnvöldum 15 þúsund spjaldtölvur að gjöf skömmu áður en manntalið fór fram síðastliðið haust en manntalsgerðin tók rúmar þrjár vikur. Langflestir íbúanna eru með búsetu í sveitum, en niðurstöður manntalsins sýna að 84% íbúanna eru í dreifbýli og 16% í þéttbýli. Konur eru talsvert fleiri en karlar, 51,5% á móti 48,5%. Líkt og meðal annarra þjóða í sunnanverðri Afríku er Malaví ung þjóð, meirihluti þjóðarinnar er yngri en átján ára, þar af ungmenni á aldrinum 10 til 19 ára 26%. Konur á barneignaaldri eru 47,2% þjóðarinnar og 4,4 einstaklingar að meðaltali á hverju heimili.Won Young hong yfirmaður UNFPA í Malaví og Ágústa Gísladóttir forstöðumaður íslenska sendiráðsins eftir undirritun samkomulags um fjárstuðning frá Íslandi.Stuðningur við manntalsgerðina og úrvinnslu gagnaKostnaðaráætlun fyrir manntalið og úrvinnslu gagna nemur um 22,5 milljónum Bandaríkjadala. Ísland er meðal margra framlagsríkja og stofnana sem lögðust á árarnar til að þessi umfangsmikla aðgerð tækist sem best. Íslensk stjórnvöld leggja fram tæpar eitt hundrað milljónir króna og sá stuðningur mun einkum nýtast við úrvinnslu gagna og uppsetningu gagnamiðlunarkerfis. Aðrar þjóðir sem veittu fjárstuðning til manntalsgerðarinnar voru Bretland, Bandaríkin, Noregur, Írland, Kína og Þýskaland.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent