Ekki næg þekking til að búa til pólitíska innanhússbaráttu Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 15. janúar 2019 19:30 Dagur Sigurðsson hefur gaman að því að þjálfa Japan. vísir/tom Dagur Sigurðsson ætlar að standa við samninginn sinn við japanska landsliðið sama hvað býðst á næstu árum en hann hefur notið síðustu tveggja ára sem þjálfari þess í botn. Dagur tók stórt skref niður handboltastigann þegar að hann tók við japanska liðinu eftir að hafa verið í hringiðu þýska boltans, fyrst sem þjálfari Füchse Berlín og síðar þýska landsliðsins sem að hann gerði að Evrópumeisturum árið 2016. Það tekur á líkama og sál að þjálfa í Þýskalandi þannig lífið er öllu rólegra sem þjálfari Japan og minna um innanhúsbaráttu. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman eins og pólitíkinni í kringum liðið. Þýska deildin er líka mjög stór og sterk og liðin þar aggresív á sína leikmenn um hvenær má nota þá og hvenær ekki. Það er stöðug pólitík á bak við tjöldin og svo valdabarátta innan sambandsins og í kringum liðið. Það var gaman að vera í þeirri hringiðu líka en það er ekki hægt að líkja þessu saman við að vera með Japan,“ segir Dagur. Dagur er með samning til ársins 2024 en stóra markmiðið er að gera eitthvað af viti á heimavelli á Ólympíuleikunum árið 2020. Liðið spilar mun fleiri leiki eftir að Dagur tók við og tapar því sömuleiðis miklu oftar en hann hefur ekki áhyggjur af því. Þekkingin er nefnilega ekki alveg sú sama í Japan og í Þýskalandi.Dagur er ekki að fara neitt.vísir/getty„Stjórnendur Japan hafa ekki næga handboltaþekkingu. Oft eru þetta bara fyrirtækjaaðilar sem koma inn í stjórn sambandsins sem koma inn í stjórnina í tvö ár eða eitthvað slíkt og svo koma næstu menn. Það er nú þegar búið að skipta þeim út sem að réðu mig og svona þannig að ég veit ekki alveg hvar ég stend með það allt saman. Þeir hafa samt sýnt mér allan þann stuðning sem ég get fengið,“ segir hann. Hvað tekur við eftir 2024 ef allt gengur upp veit Dagur ekki. Hann vill bara klára sitt með Japan og ætlar að standa við sitt. „Auðvitað hugsa allir um framtíðina og hvað gerist en ég er bara rosalega sáttur þar sem ég er í dag og mjög sáttur við síðustu tvö ár. Ég vona bara að samningurinn minn haldi. Ég kem til með að standa við minn hluta en ef eitthvað breytist fyrir eða eftir Ólympíuleikana þá tek ég ég bara á því,“ segir Dagur en ætlar hann að standa við sitt þó svo að stærstu lið Evrópu hringi? „Alveg hundrað prósent,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Mun standa við mitt HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30 Hafa varið næstum því jafnmörg víti og öll hin liðin til samans Íslensku markverðirnir á HM í handbolta eru nú það markvarðarpar á mótinu sem hefur varið flest vítaskot í fyrstu þremur umferðum riðlakeppninnar. 15. janúar 2019 15:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson ætlar að standa við samninginn sinn við japanska landsliðið sama hvað býðst á næstu árum en hann hefur notið síðustu tveggja ára sem þjálfari þess í botn. Dagur tók stórt skref niður handboltastigann þegar að hann tók við japanska liðinu eftir að hafa verið í hringiðu þýska boltans, fyrst sem þjálfari Füchse Berlín og síðar þýska landsliðsins sem að hann gerði að Evrópumeisturum árið 2016. Það tekur á líkama og sál að þjálfa í Þýskalandi þannig lífið er öllu rólegra sem þjálfari Japan og minna um innanhúsbaráttu. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman eins og pólitíkinni í kringum liðið. Þýska deildin er líka mjög stór og sterk og liðin þar aggresív á sína leikmenn um hvenær má nota þá og hvenær ekki. Það er stöðug pólitík á bak við tjöldin og svo valdabarátta innan sambandsins og í kringum liðið. Það var gaman að vera í þeirri hringiðu líka en það er ekki hægt að líkja þessu saman við að vera með Japan,“ segir Dagur. Dagur er með samning til ársins 2024 en stóra markmiðið er að gera eitthvað af viti á heimavelli á Ólympíuleikunum árið 2020. Liðið spilar mun fleiri leiki eftir að Dagur tók við og tapar því sömuleiðis miklu oftar en hann hefur ekki áhyggjur af því. Þekkingin er nefnilega ekki alveg sú sama í Japan og í Þýskalandi.Dagur er ekki að fara neitt.vísir/getty„Stjórnendur Japan hafa ekki næga handboltaþekkingu. Oft eru þetta bara fyrirtækjaaðilar sem koma inn í stjórn sambandsins sem koma inn í stjórnina í tvö ár eða eitthvað slíkt og svo koma næstu menn. Það er nú þegar búið að skipta þeim út sem að réðu mig og svona þannig að ég veit ekki alveg hvar ég stend með það allt saman. Þeir hafa samt sýnt mér allan þann stuðning sem ég get fengið,“ segir hann. Hvað tekur við eftir 2024 ef allt gengur upp veit Dagur ekki. Hann vill bara klára sitt með Japan og ætlar að standa við sitt. „Auðvitað hugsa allir um framtíðina og hvað gerist en ég er bara rosalega sáttur þar sem ég er í dag og mjög sáttur við síðustu tvö ár. Ég vona bara að samningurinn minn haldi. Ég kem til með að standa við minn hluta en ef eitthvað breytist fyrir eða eftir Ólympíuleikana þá tek ég ég bara á því,“ segir Dagur en ætlar hann að standa við sitt þó svo að stærstu lið Evrópu hringi? „Alveg hundrað prósent,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Mun standa við mitt
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30 Hafa varið næstum því jafnmörg víti og öll hin liðin til samans Íslensku markverðirnir á HM í handbolta eru nú það markvarðarpar á mótinu sem hefur varið flest vítaskot í fyrstu þremur umferðum riðlakeppninnar. 15. janúar 2019 15:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30
Hafa varið næstum því jafnmörg víti og öll hin liðin til samans Íslensku markverðirnir á HM í handbolta eru nú það markvarðarpar á mótinu sem hefur varið flest vítaskot í fyrstu þremur umferðum riðlakeppninnar. 15. janúar 2019 15:00