Vel tekið í áform ráðherra um styrki til að fjölga í kennaranámi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. janúar 2019 06:15 Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Fréttablaðið/Eyþór „Háskóli Íslands fagnar áformum mennta- og menningarmálaráðherra um að veita kennaranemum sérstaka styrki úr LÍN til að auka aðsókn í kennaranám og bæta starfsaðstæður kennara,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vinnur að frumvarpi sem meðal annars mun þýða að starfsnám kennara á fimmta ári verði launað og að LÍN greiði sértæka styrki til kennaranema. Jón Atli segir að án aðgerða blasi við mikill skortur á næstu áratugum. „Ástandið er sérstaklega alvarlegt í leik- og grunnskólum landsins,“ segir rektor og bætir við að allir verði að leggjast á eitt til að gera starfið eftirsóknarvert. Ein leið sem komi til greina sé fjárhagslegur stuðningur við kennaranema. Bindur rektor miklar vonir við að slíkir hvatar, samfara styrkingu kennaranámsins, muni skila árangri. Slíkt hafi gefist vel erlendis. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, er sömuleiðis jákvæður. Bregðast verði við hruni í aðsókn í kennaranám eftir að það var lengt í fimm ár. „Sú þróun er fordæmalaus en kennaranemum hefur fækkað um hvorki meira né minna en 75 prósent frá 2002,“ segir Skúli. Róttækar og jafnvel óvenjulegar aðgerðir þurfi því til að snúa henni við. Sérstakir styrkir til kennaranema í gegnum LÍN séu af þeim toga. Hann kveðst styðja sömuleiðis hugmyndir um launað starfsnám. Bendir Skúli þó á að mjög stór hluti kennaranema vinni við kennslu með námi. 70 prósent grunnskólakennaranema og 90 prósent leikskólakennaranema. „Þessi tillaga mun því kannski ekki skipta sköpum varðandi aðsókn að náminu en ég geri mér þó vonir um að hún muni hafa þau jákvæðu áhrif að draga úr brotthvarfi úr námi sem verið hefur vandamál.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Kennarasambandið tekur vel í norskar hugmyndir um niðurfellingu námslána Varaformaður Kennarasambands Íslands fagnar hugmyndum menntamálaráðherra um að kennaranemar fái námslán niðurfelld að hluta líkt og tíðkast í Noregi. 14. janúar 2019 13:30 Boðar sérstaka styrki til kennaranema Menntamálaráðherra vinnur að frumvarpi til þess að veita kennaranemum sértæka styrki úr LÍN. 14. janúar 2019 06:15 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
„Háskóli Íslands fagnar áformum mennta- og menningarmálaráðherra um að veita kennaranemum sérstaka styrki úr LÍN til að auka aðsókn í kennaranám og bæta starfsaðstæður kennara,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vinnur að frumvarpi sem meðal annars mun þýða að starfsnám kennara á fimmta ári verði launað og að LÍN greiði sértæka styrki til kennaranema. Jón Atli segir að án aðgerða blasi við mikill skortur á næstu áratugum. „Ástandið er sérstaklega alvarlegt í leik- og grunnskólum landsins,“ segir rektor og bætir við að allir verði að leggjast á eitt til að gera starfið eftirsóknarvert. Ein leið sem komi til greina sé fjárhagslegur stuðningur við kennaranema. Bindur rektor miklar vonir við að slíkir hvatar, samfara styrkingu kennaranámsins, muni skila árangri. Slíkt hafi gefist vel erlendis. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, er sömuleiðis jákvæður. Bregðast verði við hruni í aðsókn í kennaranám eftir að það var lengt í fimm ár. „Sú þróun er fordæmalaus en kennaranemum hefur fækkað um hvorki meira né minna en 75 prósent frá 2002,“ segir Skúli. Róttækar og jafnvel óvenjulegar aðgerðir þurfi því til að snúa henni við. Sérstakir styrkir til kennaranema í gegnum LÍN séu af þeim toga. Hann kveðst styðja sömuleiðis hugmyndir um launað starfsnám. Bendir Skúli þó á að mjög stór hluti kennaranema vinni við kennslu með námi. 70 prósent grunnskólakennaranema og 90 prósent leikskólakennaranema. „Þessi tillaga mun því kannski ekki skipta sköpum varðandi aðsókn að náminu en ég geri mér þó vonir um að hún muni hafa þau jákvæðu áhrif að draga úr brotthvarfi úr námi sem verið hefur vandamál.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Kennarasambandið tekur vel í norskar hugmyndir um niðurfellingu námslána Varaformaður Kennarasambands Íslands fagnar hugmyndum menntamálaráðherra um að kennaranemar fái námslán niðurfelld að hluta líkt og tíðkast í Noregi. 14. janúar 2019 13:30 Boðar sérstaka styrki til kennaranema Menntamálaráðherra vinnur að frumvarpi til þess að veita kennaranemum sértæka styrki úr LÍN. 14. janúar 2019 06:15 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Kennarasambandið tekur vel í norskar hugmyndir um niðurfellingu námslána Varaformaður Kennarasambands Íslands fagnar hugmyndum menntamálaráðherra um að kennaranemar fái námslán niðurfelld að hluta líkt og tíðkast í Noregi. 14. janúar 2019 13:30
Boðar sérstaka styrki til kennaranema Menntamálaráðherra vinnur að frumvarpi til þess að veita kennaranemum sértæka styrki úr LÍN. 14. janúar 2019 06:15