Sérfræðingurinn: Gríðarlega auðvelt en klárað með sóma Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. janúar 2019 16:44 Það var glatt á hjalla er fyrstu stigin duttu í hús í dag vísir/getty Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, var ánægður með frammistöðu ungu leikmanna Íslands í auðveldum átján marka sigri á Barein í dag á HM 2019 í handbolta. „Þetta var gríðarlega auðvelt og auðveldara en ég hélt. Við vorum mjög beittir sóknarlega og þeir áttu engin svör við því,“ sagði Gunnar er hann gerði leikinn stuttarlega upp. „Við erum bara miklu betra lið, maður sá það bersýnilega.“ Andstæðingurinn í dag var vissulega ekki sá sterkasti, lið Barein hefur tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa og er með 33 mörk í mínus eftir þá. Gunnar vildi þó ekki taka neitt frá frammistöðu liðsins. Framtíðin er björtÝmir Örn Gíslason sækir að marki Bareinvísir/epa„Mér fannst strákarnir bara gríðarlega flottir. Frábært fyrir Björgvin að fá góðan leik, svo kom Daníel inn í vörnina og átti flottan leik. Gott fyrir næstu leiki að menn séu að finna taktinn.“ „Arnór hitti úr öllum skotunum sínum og þeir sýndu bara gríðarlega góðan leik allir saman. Það var enginn undir væntingum og það hjálpar okkur.“ „Þessi leikur var auðveldur en menn kláruðu leikinn með sóma.“ Ungu leikmennirnir í liðinu fengu margar mínútur í dag, þeir gerðu það svo sem líka margir á móti Spáni og Króatíu, en síðasta korterið í leiknum var meirihluti leikmannanna fæddur rétt hinu megin við aldamótin. „Elvar er greinilega kominn á hörku ról á hans ferli og heldur því áfram. Teitur kom inn á og er flottur, líka Gísli. Mér fannst hann kannski vera aðeins of nálægt stundum í kontakt, en annars voru þeir bara flottir.“ „Framtíðin er björt fyrir okkur með þessa stráka,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Barein: Björgvin Páll varði fjögur víti Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku 2019 og það var stórsigur. Íslenska liðið skoraði tvöfalt fleiri mörk en Bareinar og vann 18 marka sigur, 36-18. 14. janúar 2019 16:26 Björgvin Páll: Æðislegt að fá boltann í hausinn Björgvin Páll Gústavsson var valinn maður leiksins gegn Barein á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2019 16:40 Leik lokið: Ísland - Barein 36-18 | Strákarnir keyrðu Barein í kaf Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann átján marka stórsigur á lærisveinum Arons Kristjánssonar í Barein á HM 2019 í München í dag. 14. janúar 2019 16:00 Aron: Komu nánast slefandi út af Aron Kristjánsson segir að hans menn í Barein hafi orðið virkilega þreyttir í átján marka tapi gegn Íslandi á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2019 16:26 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, var ánægður með frammistöðu ungu leikmanna Íslands í auðveldum átján marka sigri á Barein í dag á HM 2019 í handbolta. „Þetta var gríðarlega auðvelt og auðveldara en ég hélt. Við vorum mjög beittir sóknarlega og þeir áttu engin svör við því,“ sagði Gunnar er hann gerði leikinn stuttarlega upp. „Við erum bara miklu betra lið, maður sá það bersýnilega.“ Andstæðingurinn í dag var vissulega ekki sá sterkasti, lið Barein hefur tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa og er með 33 mörk í mínus eftir þá. Gunnar vildi þó ekki taka neitt frá frammistöðu liðsins. Framtíðin er björtÝmir Örn Gíslason sækir að marki Bareinvísir/epa„Mér fannst strákarnir bara gríðarlega flottir. Frábært fyrir Björgvin að fá góðan leik, svo kom Daníel inn í vörnina og átti flottan leik. Gott fyrir næstu leiki að menn séu að finna taktinn.“ „Arnór hitti úr öllum skotunum sínum og þeir sýndu bara gríðarlega góðan leik allir saman. Það var enginn undir væntingum og það hjálpar okkur.“ „Þessi leikur var auðveldur en menn kláruðu leikinn með sóma.“ Ungu leikmennirnir í liðinu fengu margar mínútur í dag, þeir gerðu það svo sem líka margir á móti Spáni og Króatíu, en síðasta korterið í leiknum var meirihluti leikmannanna fæddur rétt hinu megin við aldamótin. „Elvar er greinilega kominn á hörku ról á hans ferli og heldur því áfram. Teitur kom inn á og er flottur, líka Gísli. Mér fannst hann kannski vera aðeins of nálægt stundum í kontakt, en annars voru þeir bara flottir.“ „Framtíðin er björt fyrir okkur með þessa stráka,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Barein: Björgvin Páll varði fjögur víti Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku 2019 og það var stórsigur. Íslenska liðið skoraði tvöfalt fleiri mörk en Bareinar og vann 18 marka sigur, 36-18. 14. janúar 2019 16:26 Björgvin Páll: Æðislegt að fá boltann í hausinn Björgvin Páll Gústavsson var valinn maður leiksins gegn Barein á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2019 16:40 Leik lokið: Ísland - Barein 36-18 | Strákarnir keyrðu Barein í kaf Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann átján marka stórsigur á lærisveinum Arons Kristjánssonar í Barein á HM 2019 í München í dag. 14. janúar 2019 16:00 Aron: Komu nánast slefandi út af Aron Kristjánsson segir að hans menn í Barein hafi orðið virkilega þreyttir í átján marka tapi gegn Íslandi á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2019 16:26 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Topparnir í tölfræðinni á móti Barein: Björgvin Páll varði fjögur víti Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku 2019 og það var stórsigur. Íslenska liðið skoraði tvöfalt fleiri mörk en Bareinar og vann 18 marka sigur, 36-18. 14. janúar 2019 16:26
Björgvin Páll: Æðislegt að fá boltann í hausinn Björgvin Páll Gústavsson var valinn maður leiksins gegn Barein á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2019 16:40
Leik lokið: Ísland - Barein 36-18 | Strákarnir keyrðu Barein í kaf Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann átján marka stórsigur á lærisveinum Arons Kristjánssonar í Barein á HM 2019 í München í dag. 14. janúar 2019 16:00
Aron: Komu nánast slefandi út af Aron Kristjánsson segir að hans menn í Barein hafi orðið virkilega þreyttir í átján marka tapi gegn Íslandi á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2019 16:26