Kom Geir á óvart að Akureyri hafi hringt í hann Anton Ingi Leifsson skrifar 14. janúar 2019 06:00 Geir Sveinsson er mættur í Olís-deild karla. vísir/skjáskot Geir Sveinsson, nýráðinn þjálfari Akureyrar í Olís-deild karla, segir að það hafi komið sér á óvart er Akureyri hringdi í hann nokkrum dögum fyrir jól. Geir tekur við Akureyri af Sverre Jakobsen sem hætti með liðið milli jóla og nýárs og við tekur fyrrum landsliðsþjálfarinn Geir. „Skömmu fyrir jól fékk ég símtal héðan þar sem ég var spurður hvort ég væri tilbúinn að koma fljótlega og taka við liðinu,“ sagði Geir í samtali við Tryggva Pál Tryggvason. „Þetta kom mér á óvart svo ég sé hreinskilinn hvað það varðar. Ég sagði við menn að ég myndi hugsa þetta um jólin og ég ákvað að stökkva á þetta.“ „Mér fannst þetta spennandi verkefni. Þetta er áskorun en jafnframt spennandi og hingað er ég kominn,“ en hvað þarf að laga? „Það er búið að gera mjög fína hluti og margt gott. Það er búið að ná í góð stig. Átta dýrmæt stig og maður hefur séð mjög góða leiki hjá liðinu.“ Akureyri er með átta stig en liðið vann frækna sigra fyrir áramót en datt þess á milli dálítið niður. Geir segir að það vanti jafnvægi í liðið. „Liðið náði að vinna Selfoss og FH og náði sér þar í dýrmæt stig. Það er auðvitað það sem við ætlum að gera en það þarf helst að ná meira jafnvægi.“ „Þetta eru flottir, duglegir strákar. Þeir eru viljugir og þetta gengur út á það að menn séu tilbúnir að gefa sig allt í verkefnið. Mér sýnist það á leikjunum sem ég er búinn að skoða að menn geri það.“ „Svo reynum við að fínpússa það hvernig við getum gert það enn betur. Þetta er sameiginlegt markmið að ná sem flestum stigum,“ en um framhaldið hafði Geir þetta að segja: „Þetta eru fjórar vikur í næsta leik. Við þurfum að nýta tímann vel. Við förum til Noregs í nokkra daga sem er mjög kærkomið. Þar getum við þjappað okkur saman og fáum æfingaleiki. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því,“ sagði Geir. Innslagið í heild má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
Geir Sveinsson, nýráðinn þjálfari Akureyrar í Olís-deild karla, segir að það hafi komið sér á óvart er Akureyri hringdi í hann nokkrum dögum fyrir jól. Geir tekur við Akureyri af Sverre Jakobsen sem hætti með liðið milli jóla og nýárs og við tekur fyrrum landsliðsþjálfarinn Geir. „Skömmu fyrir jól fékk ég símtal héðan þar sem ég var spurður hvort ég væri tilbúinn að koma fljótlega og taka við liðinu,“ sagði Geir í samtali við Tryggva Pál Tryggvason. „Þetta kom mér á óvart svo ég sé hreinskilinn hvað það varðar. Ég sagði við menn að ég myndi hugsa þetta um jólin og ég ákvað að stökkva á þetta.“ „Mér fannst þetta spennandi verkefni. Þetta er áskorun en jafnframt spennandi og hingað er ég kominn,“ en hvað þarf að laga? „Það er búið að gera mjög fína hluti og margt gott. Það er búið að ná í góð stig. Átta dýrmæt stig og maður hefur séð mjög góða leiki hjá liðinu.“ Akureyri er með átta stig en liðið vann frækna sigra fyrir áramót en datt þess á milli dálítið niður. Geir segir að það vanti jafnvægi í liðið. „Liðið náði að vinna Selfoss og FH og náði sér þar í dýrmæt stig. Það er auðvitað það sem við ætlum að gera en það þarf helst að ná meira jafnvægi.“ „Þetta eru flottir, duglegir strákar. Þeir eru viljugir og þetta gengur út á það að menn séu tilbúnir að gefa sig allt í verkefnið. Mér sýnist það á leikjunum sem ég er búinn að skoða að menn geri það.“ „Svo reynum við að fínpússa það hvernig við getum gert það enn betur. Þetta er sameiginlegt markmið að ná sem flestum stigum,“ en um framhaldið hafði Geir þetta að segja: „Þetta eru fjórar vikur í næsta leik. Við þurfum að nýta tímann vel. Við förum til Noregs í nokkra daga sem er mjög kærkomið. Þar getum við þjappað okkur saman og fáum æfingaleiki. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því,“ sagði Geir. Innslagið í heild má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira