Kom Geir á óvart að Akureyri hafi hringt í hann Anton Ingi Leifsson skrifar 14. janúar 2019 06:00 Geir Sveinsson er mættur í Olís-deild karla. vísir/skjáskot Geir Sveinsson, nýráðinn þjálfari Akureyrar í Olís-deild karla, segir að það hafi komið sér á óvart er Akureyri hringdi í hann nokkrum dögum fyrir jól. Geir tekur við Akureyri af Sverre Jakobsen sem hætti með liðið milli jóla og nýárs og við tekur fyrrum landsliðsþjálfarinn Geir. „Skömmu fyrir jól fékk ég símtal héðan þar sem ég var spurður hvort ég væri tilbúinn að koma fljótlega og taka við liðinu,“ sagði Geir í samtali við Tryggva Pál Tryggvason. „Þetta kom mér á óvart svo ég sé hreinskilinn hvað það varðar. Ég sagði við menn að ég myndi hugsa þetta um jólin og ég ákvað að stökkva á þetta.“ „Mér fannst þetta spennandi verkefni. Þetta er áskorun en jafnframt spennandi og hingað er ég kominn,“ en hvað þarf að laga? „Það er búið að gera mjög fína hluti og margt gott. Það er búið að ná í góð stig. Átta dýrmæt stig og maður hefur séð mjög góða leiki hjá liðinu.“ Akureyri er með átta stig en liðið vann frækna sigra fyrir áramót en datt þess á milli dálítið niður. Geir segir að það vanti jafnvægi í liðið. „Liðið náði að vinna Selfoss og FH og náði sér þar í dýrmæt stig. Það er auðvitað það sem við ætlum að gera en það þarf helst að ná meira jafnvægi.“ „Þetta eru flottir, duglegir strákar. Þeir eru viljugir og þetta gengur út á það að menn séu tilbúnir að gefa sig allt í verkefnið. Mér sýnist það á leikjunum sem ég er búinn að skoða að menn geri það.“ „Svo reynum við að fínpússa það hvernig við getum gert það enn betur. Þetta er sameiginlegt markmið að ná sem flestum stigum,“ en um framhaldið hafði Geir þetta að segja: „Þetta eru fjórar vikur í næsta leik. Við þurfum að nýta tímann vel. Við förum til Noregs í nokkra daga sem er mjög kærkomið. Þar getum við þjappað okkur saman og fáum æfingaleiki. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því,“ sagði Geir. Innslagið í heild má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Geir Sveinsson, nýráðinn þjálfari Akureyrar í Olís-deild karla, segir að það hafi komið sér á óvart er Akureyri hringdi í hann nokkrum dögum fyrir jól. Geir tekur við Akureyri af Sverre Jakobsen sem hætti með liðið milli jóla og nýárs og við tekur fyrrum landsliðsþjálfarinn Geir. „Skömmu fyrir jól fékk ég símtal héðan þar sem ég var spurður hvort ég væri tilbúinn að koma fljótlega og taka við liðinu,“ sagði Geir í samtali við Tryggva Pál Tryggvason. „Þetta kom mér á óvart svo ég sé hreinskilinn hvað það varðar. Ég sagði við menn að ég myndi hugsa þetta um jólin og ég ákvað að stökkva á þetta.“ „Mér fannst þetta spennandi verkefni. Þetta er áskorun en jafnframt spennandi og hingað er ég kominn,“ en hvað þarf að laga? „Það er búið að gera mjög fína hluti og margt gott. Það er búið að ná í góð stig. Átta dýrmæt stig og maður hefur séð mjög góða leiki hjá liðinu.“ Akureyri er með átta stig en liðið vann frækna sigra fyrir áramót en datt þess á milli dálítið niður. Geir segir að það vanti jafnvægi í liðið. „Liðið náði að vinna Selfoss og FH og náði sér þar í dýrmæt stig. Það er auðvitað það sem við ætlum að gera en það þarf helst að ná meira jafnvægi.“ „Þetta eru flottir, duglegir strákar. Þeir eru viljugir og þetta gengur út á það að menn séu tilbúnir að gefa sig allt í verkefnið. Mér sýnist það á leikjunum sem ég er búinn að skoða að menn geri það.“ „Svo reynum við að fínpússa það hvernig við getum gert það enn betur. Þetta er sameiginlegt markmið að ná sem flestum stigum,“ en um framhaldið hafði Geir þetta að segja: „Þetta eru fjórar vikur í næsta leik. Við þurfum að nýta tímann vel. Við förum til Noregs í nokkra daga sem er mjög kærkomið. Þar getum við þjappað okkur saman og fáum æfingaleiki. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því,“ sagði Geir. Innslagið í heild má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita