Segir nefndina fullyrða að hann hafi ekki sótt um listamannalaun Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 23:31 Einar Kárason rithöfundur hefur ekki farið í felur með ósætti sitt vegna úthlutunar listamannalauna í ár. Fréttablaðið/anton brink Rithöfundurinn Einar Kárason segir að úthlutunarnefnd listamannalauna hafi ekki borist umsókn sín um listamannalaun fyrir árið 2019, þrátt fyrir að hann hafi sent inn umsókn þess efnis. Hann furðar sig á málinu og segir nefndarmenn greinilega „litla aðdáendur síns fólks“. Töluvert hefur verið fjallað um óánægju Einars með að hafa ekki fengið úthlutað listamannalaunum fyrir árið eftir að tilkynnt var um valið á föstudag. Hann sagði í samtali við Vísi fyrir helgi að hann myndi snúa sér að öðru en skrifum á meðan listamannalaunanna nyti ekki lengur við.Sjá einnig: Þessi fá listamannalaun árið 2019 Einar lýsir frekari framvindu málsins í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld. Hann segist hafa fengið póst frá formanni stjórnar listamannalauna í dag þar sem honum hafi verið greint frá því að úthlutunarnefnd hafi ekki fengið umsókn hans. „Ég á að vísu dálítið erfitt með að úrskurða um slíkt þar sem ég fyllti út umsókn þann 24/9 síðastliðinn og fór eftir því sem fyrir var lagt,“ skrifar Einar og bætir við að hann hafi hvorki haft miklar væntingar til sjóðsins né verið bjartsýnn fyrir hönd dætra sinna, sem einnig sóttu um úthlutun. „Átti reyndar ekki von á miklu þar sem ég var skorinn niður til hálfs árið áður þegar ég sagðist ætla að skrifa bók um hrakninga á sjó - sem breytti öllum mínum plönum þótt ég hefði náð að klára Stormfuglana. Og nefndarmenn eru svosem greinilega litlir aðdáendur míns fólks, enda fengu dætur mínar, með samtals þrjár bækur í fyrra og sem fengu mikið lof, ekki einseyring heldur.“„Þetta er skrýtið“ Í samtali við Vísi í kvöld furðar Einar sig á beiðni formannsins, sem komið hafi fram í póstinum, um að hann hefði átt að „leiðrétta fjölmiðlaumfjöllun um málið“ þar sem engin umsókn hefði borist nefndinni. Það kveðst Einar ekki hefðu getað gert þar sem hann hefði staðið í þeirri trú að umsókn hans hefði skilað sér. Þá sé málinu lokið af hans hálfu. „Ég bjó til umsókn og svo fékk ég ekki neitt til baka. Þau segja að þau hafi ekki fengið hana. Málið er dautt,“ segir Einar og bætir við: „Þetta er skrýtið.“ Ekki náðist í Bryndísi Loftsdóttur, formann stjórnar listamannalauna, við vinnslu þessarar fréttar. Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53 Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Rithöfundurinn Einar Kárason segir að úthlutunarnefnd listamannalauna hafi ekki borist umsókn sín um listamannalaun fyrir árið 2019, þrátt fyrir að hann hafi sent inn umsókn þess efnis. Hann furðar sig á málinu og segir nefndarmenn greinilega „litla aðdáendur síns fólks“. Töluvert hefur verið fjallað um óánægju Einars með að hafa ekki fengið úthlutað listamannalaunum fyrir árið eftir að tilkynnt var um valið á föstudag. Hann sagði í samtali við Vísi fyrir helgi að hann myndi snúa sér að öðru en skrifum á meðan listamannalaunanna nyti ekki lengur við.Sjá einnig: Þessi fá listamannalaun árið 2019 Einar lýsir frekari framvindu málsins í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld. Hann segist hafa fengið póst frá formanni stjórnar listamannalauna í dag þar sem honum hafi verið greint frá því að úthlutunarnefnd hafi ekki fengið umsókn hans. „Ég á að vísu dálítið erfitt með að úrskurða um slíkt þar sem ég fyllti út umsókn þann 24/9 síðastliðinn og fór eftir því sem fyrir var lagt,“ skrifar Einar og bætir við að hann hafi hvorki haft miklar væntingar til sjóðsins né verið bjartsýnn fyrir hönd dætra sinna, sem einnig sóttu um úthlutun. „Átti reyndar ekki von á miklu þar sem ég var skorinn niður til hálfs árið áður þegar ég sagðist ætla að skrifa bók um hrakninga á sjó - sem breytti öllum mínum plönum þótt ég hefði náð að klára Stormfuglana. Og nefndarmenn eru svosem greinilega litlir aðdáendur míns fólks, enda fengu dætur mínar, með samtals þrjár bækur í fyrra og sem fengu mikið lof, ekki einseyring heldur.“„Þetta er skrýtið“ Í samtali við Vísi í kvöld furðar Einar sig á beiðni formannsins, sem komið hafi fram í póstinum, um að hann hefði átt að „leiðrétta fjölmiðlaumfjöllun um málið“ þar sem engin umsókn hefði borist nefndinni. Það kveðst Einar ekki hefðu getað gert þar sem hann hefði staðið í þeirri trú að umsókn hans hefði skilað sér. Þá sé málinu lokið af hans hálfu. „Ég bjó til umsókn og svo fékk ég ekki neitt til baka. Þau segja að þau hafi ekki fengið hana. Málið er dautt,“ segir Einar og bætir við: „Þetta er skrýtið.“ Ekki náðist í Bryndísi Loftsdóttur, formann stjórnar listamannalauna, við vinnslu þessarar fréttar.
Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53 Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Einar leitar að öðrum verkefnum Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera. 11. janúar 2019 21:53
Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30