Boðar sérstaka styrki til kennaranema Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. janúar 2019 06:15 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir róttækra aðgerða þörf til að auka aðsókn í kennaranám og bæta starfsumhverfi kennara. Ráðherrann ætlar að breyta námsfyrirkomulaginu þannig að starfsnám kennara á fimmta ári verði launað og búa þannig um hnútana að Lánasjóður íslenskra námsmanna greiði sértæka styrki til kennaranema. „Hugmyndin er að það verði fjárhagslegur hvati úr Lánasjóðnum í afmarkaðan tíma til þess að auka aðsóknina í námið.“ Aðspurð segir hún aðgerðina ekki endilega þurfa að fela í sér mismunun gagnvart nemendum í öðrum greinum. Norðmenn hafi svipað fyrirkomulag um kennaranámið sem hafi mælst vel fyrir. Lilja stefnir á að lagafrumvarp um efnið verði klárt næsta haust. Þá vinni aðgerðahópur sem Lilja skipaði á dögunum að því að bæta starfsumhverfið, almennt. „Það er alveg ljóst að þróunin undanfarin ár er ískyggileg. Aðsókn í kennaranám hefur verið að minnka og þótt við höfum séð vísbendingar um smávægilega aukningu í námið á vorönn í fyrra þá er ljóst að fjöldi brautskráðra kennara er ekki nægur til þess að mæta nýliðun á öllum skólastigum. Auk þess er brottfall úr náminu mikið og námsframvinda kennaranema hæg. Við erum að horfa fram á kennaraskort og það er grafalvarlegt mál,“ segir Lilja. Nýlegar tölur Hagstofunnar um hækkandi hlutfall leiðbeinenda í grunnskólum eru vísbending um að kennaraskortur sé þegar farinn að segja til sín. Samkvæmt ársskýrslu undanþágunefndar grunnskóla skólaárið 2017 til 2018 voru 434 umsóknir um undanþágu til þess að kenna í grunnskólum án tilskilinna leyfa teknar til afgreiðslu nefndarinnar. Þá er meðalaldur starfandi kennara hár og útlit fyrir að margir reynslumiklir kennarar muni brátt hverfa frá kennslu vegna aldurs. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir róttækra aðgerða þörf til að auka aðsókn í kennaranám og bæta starfsumhverfi kennara. Ráðherrann ætlar að breyta námsfyrirkomulaginu þannig að starfsnám kennara á fimmta ári verði launað og búa þannig um hnútana að Lánasjóður íslenskra námsmanna greiði sértæka styrki til kennaranema. „Hugmyndin er að það verði fjárhagslegur hvati úr Lánasjóðnum í afmarkaðan tíma til þess að auka aðsóknina í námið.“ Aðspurð segir hún aðgerðina ekki endilega þurfa að fela í sér mismunun gagnvart nemendum í öðrum greinum. Norðmenn hafi svipað fyrirkomulag um kennaranámið sem hafi mælst vel fyrir. Lilja stefnir á að lagafrumvarp um efnið verði klárt næsta haust. Þá vinni aðgerðahópur sem Lilja skipaði á dögunum að því að bæta starfsumhverfið, almennt. „Það er alveg ljóst að þróunin undanfarin ár er ískyggileg. Aðsókn í kennaranám hefur verið að minnka og þótt við höfum séð vísbendingar um smávægilega aukningu í námið á vorönn í fyrra þá er ljóst að fjöldi brautskráðra kennara er ekki nægur til þess að mæta nýliðun á öllum skólastigum. Auk þess er brottfall úr náminu mikið og námsframvinda kennaranema hæg. Við erum að horfa fram á kennaraskort og það er grafalvarlegt mál,“ segir Lilja. Nýlegar tölur Hagstofunnar um hækkandi hlutfall leiðbeinenda í grunnskólum eru vísbending um að kennaraskortur sé þegar farinn að segja til sín. Samkvæmt ársskýrslu undanþágunefndar grunnskóla skólaárið 2017 til 2018 voru 434 umsóknir um undanþágu til þess að kenna í grunnskólum án tilskilinna leyfa teknar til afgreiðslu nefndarinnar. Þá er meðalaldur starfandi kennara hár og útlit fyrir að margir reynslumiklir kennarar muni brátt hverfa frá kennslu vegna aldurs.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira