Spánverjar leiddu allan leikinn í dag en Íslendingar náðu í nokkur skipti í síðari hálfleik að minnka muninn í þrjú mörk en alltaf bitu Spánverjar frá sér á ný.
„Við fáum á okkur þessi auðveldu mörk sem við skorum ekki nógu mikið af. Það gerir leikinn, þessi mistök á miklivægum augnablikum. Síðan missum við þá alltaf aftur í fimm mörk þegar við erum kannski búnir að minnka muninn í 2-3 mörk og auðvitað er það svekkjandi.“
Gísli Þorgeir gekk til liðs við Kiel fyrir tímabilið eftir að hafa leikið með FH í Olís-deildinni. Hann segir gæðin mikil í spænska liðinu.
„Þetta er heimsklassa lið en mér finnst við eiga fullt í það ef ég segi eins og er. Þetta á að vera 50/50 leikur. Ég er búinn að fá smjörþefinn af þessu í Bundesligunni og það er búið að hjálpa mér mikið. Þetta er á sama stigi og þar,“ sagði Gísli Þorgeir að lokum.