Dagur: Stefnir í góða átt hjá Íslandi en fleiri lönd eiga efnilega leikmenn Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 13. janúar 2019 12:30 Dagur Sigurðsson stýrir liði Japan á HM. vísir/getty Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan og fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, var ánægður með fyrsta leik Íslands á HM 2019 þrátt fyrir tapið á móti Króatíu. Strákarnir okkar gáfu stórliði Króatíu alvöru leik í 50 mínútur og voru tveimur mörkum yfir í seinni hálfleik áður en að slakur kafli á síðustu tíu mínútunum gerði út um sigurvonirnar. „Mér fannst byrjunin mjög jákvæð. Ég held að það sé samdóma álit að allir eru jákvæðir gagnvart liðinu. Ísland spilaði þennan fyrsta leik alveg gríðarlega vel. Mér fannst gaman að sjá hraðann á liðinu. Þetta er lið sem að getur vaxið en það þarf þolinmæði bæði hjá þeim sem að eru í kringum liðið og líka hjá leikmönnum,“ segir Dagur en Vísir settist niður með honum á liðshótelinu.Elvar Örn Jónsson stóð sig vel í fyrsta leik.Fréttablaðið/AFPErfitt að komast upp á við Ísland var komið í efsta stig handboltans frá 2008-2012 og vann til verðlauna en tröppugangurinn hefur verið niður á við undanfarin ár. Nú vonast menn til að horfa aftur upp á við. „Þetta stefnir í góða átt en það er erfitt að sækja hvert sæti þarna efst. Það er eitt að koma sér aftur upp í topp sex en skrefin eftir það eru enn þá erfiðari. Þetta vita þeir alveg þannig að menn þurfa bara að vera með þetta á hreinu,“ segir Dagur. Íslendingar eru eðlilega spenntir fyrir nýju strákunum í liðinu eins og Elvari Erni Jónssyni sem spilaði stórvel í sínum fyrsta leik á stórmóti á móti Króatíu.Dagur Sigurðsson á æfingu með Japan.vísir/tomBörsungar heima hjá sér Gísli Þorgeir Kristjánsson og Haukur Þrastarson eru svo líka gríðarlega efnilegir en Dagur bendir á að það eru fleiri lönd að ala upp góða leikmenn. Og það ansi góða. „Stóru liðin eiga öll fullt af efnilegum leikmönnum. Við erum ekkert einir með það að eiga efnilega leikmenn. Ungu leikmennirnir sem að Frakkarnir eru ekki með í hópnum sínum hérna eru líka geggjaðir og eru komnir til Barcelona og stærstu liðin,“ segir Dagur. „Við megum því ekki ofmeta þetta hjá okkur en þetta er sannarlega jákvætt fyrir handboltann heima og maður sér að þjóðin er rosalega ánægð. Það gerist alltaf að það kemur ný kynslóð,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Það kemur alltaf ný kynslóð HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir HM í dag: Stína brjáluð og blóðug barátta fyrir kaffi Strákarnir okkar mæta Spáni í dag í Ólympíuhöllinni í München. 13. janúar 2019 12:00 Bjarki Már: Eina leiðin til að spila handbolta er að vera töffari Bjarki Már Elísson segir töffaraskap í þessu nýja unga landsliði. 13. janúar 2019 09:00 Minntust Kolbeins í München Kolbeinn Aron Arnarson féll frá um jólin og var minnst af handboltaáhugamönnum í München. 13. janúar 2019 11:21 Þetta vitum við um spænska landsliðið sem mætir Íslandi á HM í dag Annar leikur strákanna okkar á HM í handbolta 2019 er á móti Evrópumeisturum Spánar. 13. janúar 2019 11:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan og fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, var ánægður með fyrsta leik Íslands á HM 2019 þrátt fyrir tapið á móti Króatíu. Strákarnir okkar gáfu stórliði Króatíu alvöru leik í 50 mínútur og voru tveimur mörkum yfir í seinni hálfleik áður en að slakur kafli á síðustu tíu mínútunum gerði út um sigurvonirnar. „Mér fannst byrjunin mjög jákvæð. Ég held að það sé samdóma álit að allir eru jákvæðir gagnvart liðinu. Ísland spilaði þennan fyrsta leik alveg gríðarlega vel. Mér fannst gaman að sjá hraðann á liðinu. Þetta er lið sem að getur vaxið en það þarf þolinmæði bæði hjá þeim sem að eru í kringum liðið og líka hjá leikmönnum,“ segir Dagur en Vísir settist niður með honum á liðshótelinu.Elvar Örn Jónsson stóð sig vel í fyrsta leik.Fréttablaðið/AFPErfitt að komast upp á við Ísland var komið í efsta stig handboltans frá 2008-2012 og vann til verðlauna en tröppugangurinn hefur verið niður á við undanfarin ár. Nú vonast menn til að horfa aftur upp á við. „Þetta stefnir í góða átt en það er erfitt að sækja hvert sæti þarna efst. Það er eitt að koma sér aftur upp í topp sex en skrefin eftir það eru enn þá erfiðari. Þetta vita þeir alveg þannig að menn þurfa bara að vera með þetta á hreinu,“ segir Dagur. Íslendingar eru eðlilega spenntir fyrir nýju strákunum í liðinu eins og Elvari Erni Jónssyni sem spilaði stórvel í sínum fyrsta leik á stórmóti á móti Króatíu.Dagur Sigurðsson á æfingu með Japan.vísir/tomBörsungar heima hjá sér Gísli Þorgeir Kristjánsson og Haukur Þrastarson eru svo líka gríðarlega efnilegir en Dagur bendir á að það eru fleiri lönd að ala upp góða leikmenn. Og það ansi góða. „Stóru liðin eiga öll fullt af efnilegum leikmönnum. Við erum ekkert einir með það að eiga efnilega leikmenn. Ungu leikmennirnir sem að Frakkarnir eru ekki með í hópnum sínum hérna eru líka geggjaðir og eru komnir til Barcelona og stærstu liðin,“ segir Dagur. „Við megum því ekki ofmeta þetta hjá okkur en þetta er sannarlega jákvætt fyrir handboltann heima og maður sér að þjóðin er rosalega ánægð. Það gerist alltaf að það kemur ný kynslóð,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Það kemur alltaf ný kynslóð
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir HM í dag: Stína brjáluð og blóðug barátta fyrir kaffi Strákarnir okkar mæta Spáni í dag í Ólympíuhöllinni í München. 13. janúar 2019 12:00 Bjarki Már: Eina leiðin til að spila handbolta er að vera töffari Bjarki Már Elísson segir töffaraskap í þessu nýja unga landsliði. 13. janúar 2019 09:00 Minntust Kolbeins í München Kolbeinn Aron Arnarson féll frá um jólin og var minnst af handboltaáhugamönnum í München. 13. janúar 2019 11:21 Þetta vitum við um spænska landsliðið sem mætir Íslandi á HM í dag Annar leikur strákanna okkar á HM í handbolta 2019 er á móti Evrópumeisturum Spánar. 13. janúar 2019 11:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
HM í dag: Stína brjáluð og blóðug barátta fyrir kaffi Strákarnir okkar mæta Spáni í dag í Ólympíuhöllinni í München. 13. janúar 2019 12:00
Bjarki Már: Eina leiðin til að spila handbolta er að vera töffari Bjarki Már Elísson segir töffaraskap í þessu nýja unga landsliði. 13. janúar 2019 09:00
Minntust Kolbeins í München Kolbeinn Aron Arnarson féll frá um jólin og var minnst af handboltaáhugamönnum í München. 13. janúar 2019 11:21
Þetta vitum við um spænska landsliðið sem mætir Íslandi á HM í dag Annar leikur strákanna okkar á HM í handbolta 2019 er á móti Evrópumeisturum Spánar. 13. janúar 2019 11:30