Jón Baldvin borinn þungum sökum um kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2019 22:00 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Ísland, hefur verið borinn þungum sökum undanfarna daga. Vísir/GVA Nokkrar konur hafa stigið fram og borið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, sökum um kynferðislega áreitni síðustu daga. Sérstakur MeToo-hópur vegna Jóns Baldvins hefur verið stofnaður á Facebook og dóttir hans býður þolendum kynferðislegs ofbeldis og áreitni ókeypis lögfræðiaðstoð. Stundin birti ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini um kynferðisbrot undanfarin fimmtíu ár í gær. Sumar þeirra voru á unglingsaldri þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Í dag birti blaðið viðtal við Margréti Schram, mágkonu Jóns Baldvins, sem segir hann hafa komið nakinn upp í rúm til sín þegar hún var á menntaskólaaldri. Á annað hundrað manns eru í Facebook-hópnum sem heitir „#metoo Jón Baldvin Hannibalsson“. Þar hafa nokkrar konur lýst ásökunum um meinta kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hálfu Jóns Baldvins. Frásagnirnar ná sumar áratugi aftur í tímann, sú nýjasta frá því í fyrra. Einhverjr þeirra sem eru í hópnum hafa birt frásagnir ónefndra kvenna. Guðrún Harðardóttir stofnaði hópinn á þriðjudag. Hún steig fram árið 2012 og sagði frá bréfum sem Jón Baldvin sendi henni frá því að hún var tíu ára gömul og innihéldu berorðar kynlífslýsingar. Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins, hefur einnig sakað hann um kynferðisbrot, meðal annars að hafi atað kynfærum sínum framan í hana þegar hún var fimm ára gömul. Lýsti hún þeim í Facebook-færslu eftir umfjöllunar Stundarinnar í gær. Í annarri færslu á Facebook í dag segist Aldís bjóða öllum þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi fría lögfræðiaðstoð á laugardögum út þetta ár. Í gær hrakti hún jafnframt fullyrðingar Jóns Baldvins við Stundina um að ásakanir á hendur honum væru til komnar vegna meintra andlegra veikinda Aldísar. Birti hún mynd af læknisvottorði um að hún væri ekki eða hafi ekki verið haldin geðsjúkdómi. Jón Baldvin sagði Stundinni að hann ætlaði ekki að svara fyrir ásakanir mágkonu sinnar eða annarra. Þegar blaðið fjallaði um ásakanir kvennanna fjögurra í gær hafnaði hann þeim og sagði þær fjarstæðukenndar. Þá sagði hann RÚV að hann ætlaði að svara ásökununum síðar. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Nokkrar konur hafa stigið fram og borið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, sökum um kynferðislega áreitni síðustu daga. Sérstakur MeToo-hópur vegna Jóns Baldvins hefur verið stofnaður á Facebook og dóttir hans býður þolendum kynferðislegs ofbeldis og áreitni ókeypis lögfræðiaðstoð. Stundin birti ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini um kynferðisbrot undanfarin fimmtíu ár í gær. Sumar þeirra voru á unglingsaldri þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Í dag birti blaðið viðtal við Margréti Schram, mágkonu Jóns Baldvins, sem segir hann hafa komið nakinn upp í rúm til sín þegar hún var á menntaskólaaldri. Á annað hundrað manns eru í Facebook-hópnum sem heitir „#metoo Jón Baldvin Hannibalsson“. Þar hafa nokkrar konur lýst ásökunum um meinta kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hálfu Jóns Baldvins. Frásagnirnar ná sumar áratugi aftur í tímann, sú nýjasta frá því í fyrra. Einhverjr þeirra sem eru í hópnum hafa birt frásagnir ónefndra kvenna. Guðrún Harðardóttir stofnaði hópinn á þriðjudag. Hún steig fram árið 2012 og sagði frá bréfum sem Jón Baldvin sendi henni frá því að hún var tíu ára gömul og innihéldu berorðar kynlífslýsingar. Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins, hefur einnig sakað hann um kynferðisbrot, meðal annars að hafi atað kynfærum sínum framan í hana þegar hún var fimm ára gömul. Lýsti hún þeim í Facebook-færslu eftir umfjöllunar Stundarinnar í gær. Í annarri færslu á Facebook í dag segist Aldís bjóða öllum þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi fría lögfræðiaðstoð á laugardögum út þetta ár. Í gær hrakti hún jafnframt fullyrðingar Jóns Baldvins við Stundina um að ásakanir á hendur honum væru til komnar vegna meintra andlegra veikinda Aldísar. Birti hún mynd af læknisvottorði um að hún væri ekki eða hafi ekki verið haldin geðsjúkdómi. Jón Baldvin sagði Stundinni að hann ætlaði ekki að svara fyrir ásakanir mágkonu sinnar eða annarra. Þegar blaðið fjallaði um ásakanir kvennanna fjögurra í gær hafnaði hann þeim og sagði þær fjarstæðukenndar. Þá sagði hann RÚV að hann ætlaði að svara ásökununum síðar.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent