Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2019 18:09 Castro er af mexíkóskum ættum. Trump forseti hefur ítrekað lýst mexíkóskum innflytjendum sem nauðgurum og glæpamönnum. Vísir/EPA Julián Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, tilkynnti í dag að hann gæfi kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Castro er annar demókratinn sem hefur formlega tilkynnt um framboð.Washington Post segir að þegar Castro sagðist ætla að kanna forsetaframboð í desember hafi hann sagt ódýrara háskólanám, umfangsmeiri heilsugæsla og málefni eldri borgara væru helstu áherslumál hans. Castro, sem er 44 ára gamall, var áður borgarstjóri San Antonio í Texas. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi lengi verið talin rísandi vonarstjarna í Demókrataflokknum. Tilkynnti hann um framboð sitt á útifundi í hverfi San Antonio þar sem fjöldi íbúa er af mexíkóskum ættum. Hann er sjálfur barnabarn mexíkósks innflytjanda.“We're going to make sure that the promise of America is available to everyone in this 21st century." Former secretary of Housing and Urban Development Julián Castro, a Democrat, announces his 2020 presidential bid in San Antonio, where he served as mayor. https://t.co/hfFA5ElyUk pic.twitter.com/yY4khcWkkg— CNN (@CNN) January 12, 2019 Auk Castro hefur John Delaney, fyrrverandi þingmaður, formlega lýst yfir framboði. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, lýsti því yfir um áramótin að hún væri að kanna jarðveginn fyrir forsetaframboð. Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí, sagði í gær að hún ætlaði að lýsa formlega yfir framboði í næstu viku. Búist er við að forval demókrata verði fjölmennt að þessu sinni. Á meðal þeirra sem eru taldir líklegir til að fara fram eru Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, og Beto O‘Rourke, fulltrúadeildarþingmaður frá Texas sem tapaði kosningu um sæti í öldungadeildinni í haust. Joe Biden, varaforseti Obama, er einnig talinn íhuga framboð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Julián Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, tilkynnti í dag að hann gæfi kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Castro er annar demókratinn sem hefur formlega tilkynnt um framboð.Washington Post segir að þegar Castro sagðist ætla að kanna forsetaframboð í desember hafi hann sagt ódýrara háskólanám, umfangsmeiri heilsugæsla og málefni eldri borgara væru helstu áherslumál hans. Castro, sem er 44 ára gamall, var áður borgarstjóri San Antonio í Texas. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi lengi verið talin rísandi vonarstjarna í Demókrataflokknum. Tilkynnti hann um framboð sitt á útifundi í hverfi San Antonio þar sem fjöldi íbúa er af mexíkóskum ættum. Hann er sjálfur barnabarn mexíkósks innflytjanda.“We're going to make sure that the promise of America is available to everyone in this 21st century." Former secretary of Housing and Urban Development Julián Castro, a Democrat, announces his 2020 presidential bid in San Antonio, where he served as mayor. https://t.co/hfFA5ElyUk pic.twitter.com/yY4khcWkkg— CNN (@CNN) January 12, 2019 Auk Castro hefur John Delaney, fyrrverandi þingmaður, formlega lýst yfir framboði. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, lýsti því yfir um áramótin að hún væri að kanna jarðveginn fyrir forsetaframboð. Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí, sagði í gær að hún ætlaði að lýsa formlega yfir framboði í næstu viku. Búist er við að forval demókrata verði fjölmennt að þessu sinni. Á meðal þeirra sem eru taldir líklegir til að fara fram eru Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, og Beto O‘Rourke, fulltrúadeildarþingmaður frá Texas sem tapaði kosningu um sæti í öldungadeildinni í haust. Joe Biden, varaforseti Obama, er einnig talinn íhuga framboð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55
Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45