Guðmundur: Ekki hægt að treysta bara á einn mann Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 12. janúar 2019 20:00 Guðmundur Guðmundsson er ekki mjög hrifinn af því að tapa. vísir/sigurður már Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fór vel yfir leikinn gegn Króatíu með strákunum okkar á hvíldardegi í München í dag en okkar menn eru án stiga eftir 31-27 tap gegn stórliði Króata. Íslenska liðið á fyrir stafni tvo leiki í röð gegn Spáni annað kvöld og Barein á mánudaginn en í dag var æfing og ekki einn heldur tveir myndbandsfundir til að fara yfir það sem vel og illa gekk á móti Króatíu og hvað á að gera gegn spænsku Evrópumeisturunum. „Ég er búinn að horfa á leikinn svona tvisvar sinnum, eða um það bil. Fyrst horfði ég á allan leikinn og svo er Gunni búinn að vera svo duglegur að klippa í nótt að þá fer maður að horfa á mikilvægar klippur eða senur úr leiknum, bæði í vörn og sókn. Við flokkum það niður,“ segir Guðmundur.Guðmundur svekktur á hliðarlínunni í gær.vísr/epaHorfum fyrst á okkur sjálfa Fjöldi og lengd myndbandsfunda Guðmundar er fyrir löngu orðið skemmtiefni hjá þjóðinni en þeir eru auðvitað mikilvægir og hann leggur mikið upp úr þeim. „Við byrjum á því að horfa á okkur sjálfa, fyrst og síðast varnarleikinn. Ástæðan fyrir því er að á morgun fáum við á okkur annars konar vörn því Spánverjar koma miklu lengra út á völlinn ef þeir spila 5+1 vörn. Við erum því minna að horfa á sóknarleikinn okkar á móti Króatíu þó svo að við skoðum nokkrar góðar senur. Fyrst og fremst erum við samt að horfa á varnarleikinn, það góða og slæma,“ segir Guðmundur. „Við förum í gegnum mjög marga hluti á stuttum tíma. Það er möguleiki á því að taka annan fund eftir æfingu. Við erum að velta því fyrir okkur. Svo er annar fundur aftur á morgun. Það þarf að fara yfir þetta allt gaumgæfilega svo að menn séu með hlutverkin á hreinu.“Fyrirliðinn var flottur í gær.vísir/epaFleiri en bara einn Guðmundur vill fá skotsýningu frá Aroni Pálmarssyni á mótinu og fyrirliðinn skilaði sínu í gærkvöldi og rúmlega það með sjö mörkum og sjö stoðsendingum. „Aron var algjörlega frábær í gær og sem fyrirliði var hann algjörlega til fyrirmyndar. Hann sýndi mikla leiðtogahæfileika í gær. Það mæddi mikið á honum. Hann er að leiða liðið inn í þessa keppni og hann gerði sér grein fyrir því að hann þurfti að skila mjög mikilvægu hlutverki fyrir liðið í vörn og sókn,“ segir hann. „Hann spilaði líka góða vörn. Hann var bara góður og vonandi verður áframhald á því það kemur alltaf nýr leikur og nýtt próf. Aron, eins og allir aðrir, þurfa allir að axla ábyrgð og stíga upp og gera góða hluti. Það er ekki hægt að treysta á einn mann,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Guðmundur - Allir verða að axla ábyrgð HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnór Þór: Gamli skólinn skilur ekki Fortnite Bjarki Már Elísson reynir að fá herbergisfélaga sinn í vinsælasta tölvuleik heims en það gengur lítið. 12. janúar 2019 15:00 Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00 Ísmamman fylgir sínum strák hvert sem er og elskar athyglina Móðir Elvars Arnar Jónssonar stal senunni í Ólympíuhöllinni í München í gær. 12. janúar 2019 14:02 Aron, Óli Stef og Eiður fá kannski ekki alltaf það lof sem þeir eiga skilið Dagur Sigurðsson segir ekki hægt að ætlast til þess að Aron spili eins og á móti Króatíu í hverjum einasta leik. 12. janúar 2019 19:15 Króatar sterkari á ögurstundu Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu lofaði góðu. Íslenska liðið lék heilt yfir vel í leikum, það voru smáatriði sem réðu því að Króatar höfðu að lokum betur. 12. janúar 2019 10:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fór vel yfir leikinn gegn Króatíu með strákunum okkar á hvíldardegi í München í dag en okkar menn eru án stiga eftir 31-27 tap gegn stórliði Króata. Íslenska liðið á fyrir stafni tvo leiki í röð gegn Spáni annað kvöld og Barein á mánudaginn en í dag var æfing og ekki einn heldur tveir myndbandsfundir til að fara yfir það sem vel og illa gekk á móti Króatíu og hvað á að gera gegn spænsku Evrópumeisturunum. „Ég er búinn að horfa á leikinn svona tvisvar sinnum, eða um það bil. Fyrst horfði ég á allan leikinn og svo er Gunni búinn að vera svo duglegur að klippa í nótt að þá fer maður að horfa á mikilvægar klippur eða senur úr leiknum, bæði í vörn og sókn. Við flokkum það niður,“ segir Guðmundur.Guðmundur svekktur á hliðarlínunni í gær.vísr/epaHorfum fyrst á okkur sjálfa Fjöldi og lengd myndbandsfunda Guðmundar er fyrir löngu orðið skemmtiefni hjá þjóðinni en þeir eru auðvitað mikilvægir og hann leggur mikið upp úr þeim. „Við byrjum á því að horfa á okkur sjálfa, fyrst og síðast varnarleikinn. Ástæðan fyrir því er að á morgun fáum við á okkur annars konar vörn því Spánverjar koma miklu lengra út á völlinn ef þeir spila 5+1 vörn. Við erum því minna að horfa á sóknarleikinn okkar á móti Króatíu þó svo að við skoðum nokkrar góðar senur. Fyrst og fremst erum við samt að horfa á varnarleikinn, það góða og slæma,“ segir Guðmundur. „Við förum í gegnum mjög marga hluti á stuttum tíma. Það er möguleiki á því að taka annan fund eftir æfingu. Við erum að velta því fyrir okkur. Svo er annar fundur aftur á morgun. Það þarf að fara yfir þetta allt gaumgæfilega svo að menn séu með hlutverkin á hreinu.“Fyrirliðinn var flottur í gær.vísir/epaFleiri en bara einn Guðmundur vill fá skotsýningu frá Aroni Pálmarssyni á mótinu og fyrirliðinn skilaði sínu í gærkvöldi og rúmlega það með sjö mörkum og sjö stoðsendingum. „Aron var algjörlega frábær í gær og sem fyrirliði var hann algjörlega til fyrirmyndar. Hann sýndi mikla leiðtogahæfileika í gær. Það mæddi mikið á honum. Hann er að leiða liðið inn í þessa keppni og hann gerði sér grein fyrir því að hann þurfti að skila mjög mikilvægu hlutverki fyrir liðið í vörn og sókn,“ segir hann. „Hann spilaði líka góða vörn. Hann var bara góður og vonandi verður áframhald á því það kemur alltaf nýr leikur og nýtt próf. Aron, eins og allir aðrir, þurfa allir að axla ábyrgð og stíga upp og gera góða hluti. Það er ekki hægt að treysta á einn mann,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Guðmundur - Allir verða að axla ábyrgð
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnór Þór: Gamli skólinn skilur ekki Fortnite Bjarki Már Elísson reynir að fá herbergisfélaga sinn í vinsælasta tölvuleik heims en það gengur lítið. 12. janúar 2019 15:00 Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00 Ísmamman fylgir sínum strák hvert sem er og elskar athyglina Móðir Elvars Arnar Jónssonar stal senunni í Ólympíuhöllinni í München í gær. 12. janúar 2019 14:02 Aron, Óli Stef og Eiður fá kannski ekki alltaf það lof sem þeir eiga skilið Dagur Sigurðsson segir ekki hægt að ætlast til þess að Aron spili eins og á móti Króatíu í hverjum einasta leik. 12. janúar 2019 19:15 Króatar sterkari á ögurstundu Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu lofaði góðu. Íslenska liðið lék heilt yfir vel í leikum, það voru smáatriði sem réðu því að Króatar höfðu að lokum betur. 12. janúar 2019 10:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Arnór Þór: Gamli skólinn skilur ekki Fortnite Bjarki Már Elísson reynir að fá herbergisfélaga sinn í vinsælasta tölvuleik heims en það gengur lítið. 12. janúar 2019 15:00
Svona var fundur strákanna í München Guðmundur Guðmundsson og nokkrir leikmenn íslenska liðsins sátu fyrir svörum á hóteli liðsins í München í dag 12. janúar 2019 12:00
Ísmamman fylgir sínum strák hvert sem er og elskar athyglina Móðir Elvars Arnar Jónssonar stal senunni í Ólympíuhöllinni í München í gær. 12. janúar 2019 14:02
Aron, Óli Stef og Eiður fá kannski ekki alltaf það lof sem þeir eiga skilið Dagur Sigurðsson segir ekki hægt að ætlast til þess að Aron spili eins og á móti Króatíu í hverjum einasta leik. 12. janúar 2019 19:15
Króatar sterkari á ögurstundu Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu lofaði góðu. Íslenska liðið lék heilt yfir vel í leikum, það voru smáatriði sem réðu því að Króatar höfðu að lokum betur. 12. janúar 2019 10:30