Króatar sterkari á ögurstundu Hjörvar Ólafsson skrifar 12. janúar 2019 10:30 Elvar Örn Jónsson átti afar góðan leik þegar íslenska liðið mætti Króatíu. Hann skoraði fimm marka Íslands og gaf þrjár stoðsendingar. Fréttablaðið/AFP Ísland laut í lægra haldi með fjórum mörkum þegar liðið mætti Króatíu í fyrstu umferð í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í gær. Frammistaða íslenska liðsins í leiknum var heilt yfir mjög góð, en tveir slæmir kaflar í lok beggja hálfleikjanna gerðu það að verkum að Króatar fóru með sigur af hólmi í leiknum. Sóknarleikur íslenska liðsins var vel skipulagður og einkar vel útfærður lungann úr leiknum. Þar fór Aron Pálmarsson gjörsamlega á kostnum, en hann skoraði sjö mörk í leiknum og átti þar að auki sjö stoðsendingar á samherja sína. Aron gaf tóninn með fyrstu tveimur mörkum leiksins og átti sinn besta landsleik í langan tíma. Það var svo ekki að sjá að Elvar Örn Jónsson væri að spila á sínu fyrsta stórmóti, en hann var næstmarkahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk. Elvar Örn var bæði áræðinn og öruggur í sínum aðgerðum og gaman að sjá hversu langt hann er kominn í þróun sinni sem handboltamaður. Ísland hafði forystu, 26-25, þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en lokakafli leiksins fór 7-1 Króatíu í vil og því fór sem fór. Króatíska liðið skoraði sömuleiðis fimm síðustu mörk fyrri hálfleiksins og því voru það lokakaflar hálfleikjanna sem urðu íslenska liðinu að falli líkt og áður sagði. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, var virkilega ánægður með spilamennsku íslenska liðsins í leiknum, en telur að slæmur varnarleikur og tapaðir boltar þegar mest á reyndi hafi reynst liðinu dýrkeyptir. „Mér finnst fyrst og fremst unun að sjá hversu vel undirbúið íslenska liðið mætti til leiks. Það var auðsjáanlegt að Guðmundur Þórður Guðmundsson hafði kortlagt Króatana gríðarlega vel og sömuleiðis sett sóknarleikinn vel upp. Það var líka frábært að sjá hversu vel Aron Pálmarsson spilaði í leiknum og það er langt síðan maður sá hann í þessum ham með landsliðinu. Það er greinilegt að Guðmundur er að ná því besta fram í Aroni,“ sagði Stefán um leikinn í gær. „Það gladdi mig svo mikið að sjá hversu vel Elvar Örn kom inn í leikinn. Hann var skynsamur í sínum aðgerðum, aðgangsharður og kláraði færin sín vel. Ég vissi vel hvað býr í honum þar sem hann hefur sýnt það áður bæði með yngri landsliðunum og Selfossi. Það var hins vegar ánægjulegt að sjá að hann gæti verulega látið til sín taka á stærsta sviðinu,“ sagði hann enn fremur. „Ómar Ingi Magnússon átti svo góða spretti í leiknum og skoraði mörk á mikilvægum augnablikum í leiknum. Ágúst Elí Björgvinsson kom með góða innkomu í markið í seinni hálfleiknum. Markvarslan heilt yfir í leiknum var hins vegar ekki nógu góð. Það verður hins vegar að taka það fram þeim til varnar að mér fannst við ekki ná okkur nægilega vel á strik í varnarleiknum nema á stuttum köflum í hvorum hálfleik. Það var svo sem vitað að það yrði erfitt að ráða við leikmenn eins og Luka Stepancic, Luka Cindric og Domagoj Duvnjak. Við vorum ekki nógu sterkir maður á móti manni á móti þeim sem er reyndar mjög eðlilegt þar sem þetta eru leikmenn í hæsta gæðaflokki,“ sagði Stefán. „Mér fannst þessi leikur hins vegar gefa jákvæð fyrirheit fyrir framhaldið, en næsti leikur sem er gegn Spáni verður hins vegar gríðarlega erfiður þar sem Spánverjar eru með sterkara lið en Króatía að mínu mati. Þessi leikur sýndi hins vegar hversu langt okkar lið er komið og það er ekkert langt í bestu lið heims,“ sagði hann um framhaldið hjá íslenska liðinu. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Ísland laut í lægra haldi með fjórum mörkum þegar liðið mætti Króatíu í fyrstu umferð í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í gær. Frammistaða íslenska liðsins í leiknum var heilt yfir mjög góð, en tveir slæmir kaflar í lok beggja hálfleikjanna gerðu það að verkum að Króatar fóru með sigur af hólmi í leiknum. Sóknarleikur íslenska liðsins var vel skipulagður og einkar vel útfærður lungann úr leiknum. Þar fór Aron Pálmarsson gjörsamlega á kostnum, en hann skoraði sjö mörk í leiknum og átti þar að auki sjö stoðsendingar á samherja sína. Aron gaf tóninn með fyrstu tveimur mörkum leiksins og átti sinn besta landsleik í langan tíma. Það var svo ekki að sjá að Elvar Örn Jónsson væri að spila á sínu fyrsta stórmóti, en hann var næstmarkahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk. Elvar Örn var bæði áræðinn og öruggur í sínum aðgerðum og gaman að sjá hversu langt hann er kominn í þróun sinni sem handboltamaður. Ísland hafði forystu, 26-25, þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en lokakafli leiksins fór 7-1 Króatíu í vil og því fór sem fór. Króatíska liðið skoraði sömuleiðis fimm síðustu mörk fyrri hálfleiksins og því voru það lokakaflar hálfleikjanna sem urðu íslenska liðinu að falli líkt og áður sagði. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, var virkilega ánægður með spilamennsku íslenska liðsins í leiknum, en telur að slæmur varnarleikur og tapaðir boltar þegar mest á reyndi hafi reynst liðinu dýrkeyptir. „Mér finnst fyrst og fremst unun að sjá hversu vel undirbúið íslenska liðið mætti til leiks. Það var auðsjáanlegt að Guðmundur Þórður Guðmundsson hafði kortlagt Króatana gríðarlega vel og sömuleiðis sett sóknarleikinn vel upp. Það var líka frábært að sjá hversu vel Aron Pálmarsson spilaði í leiknum og það er langt síðan maður sá hann í þessum ham með landsliðinu. Það er greinilegt að Guðmundur er að ná því besta fram í Aroni,“ sagði Stefán um leikinn í gær. „Það gladdi mig svo mikið að sjá hversu vel Elvar Örn kom inn í leikinn. Hann var skynsamur í sínum aðgerðum, aðgangsharður og kláraði færin sín vel. Ég vissi vel hvað býr í honum þar sem hann hefur sýnt það áður bæði með yngri landsliðunum og Selfossi. Það var hins vegar ánægjulegt að sjá að hann gæti verulega látið til sín taka á stærsta sviðinu,“ sagði hann enn fremur. „Ómar Ingi Magnússon átti svo góða spretti í leiknum og skoraði mörk á mikilvægum augnablikum í leiknum. Ágúst Elí Björgvinsson kom með góða innkomu í markið í seinni hálfleiknum. Markvarslan heilt yfir í leiknum var hins vegar ekki nógu góð. Það verður hins vegar að taka það fram þeim til varnar að mér fannst við ekki ná okkur nægilega vel á strik í varnarleiknum nema á stuttum köflum í hvorum hálfleik. Það var svo sem vitað að það yrði erfitt að ráða við leikmenn eins og Luka Stepancic, Luka Cindric og Domagoj Duvnjak. Við vorum ekki nógu sterkir maður á móti manni á móti þeim sem er reyndar mjög eðlilegt þar sem þetta eru leikmenn í hæsta gæðaflokki,“ sagði Stefán. „Mér fannst þessi leikur hins vegar gefa jákvæð fyrirheit fyrir framhaldið, en næsti leikur sem er gegn Spáni verður hins vegar gríðarlega erfiður þar sem Spánverjar eru með sterkara lið en Króatía að mínu mati. Þessi leikur sýndi hins vegar hversu langt okkar lið er komið og það er ekkert langt í bestu lið heims,“ sagði hann um framhaldið hjá íslenska liðinu.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni