Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa 11. janúar 2019 19:38 Aron Pálmarsson. Vísir/EPA Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Íslenska liðið átti mjög góðan leik í kvöld og sýndi mikinn karakter með að vinna sig aftur inn í leikinn en Króatar refsuðu fyrir hver mistök með auðveldum mörkum. Íslensku strákarnir náðu að vinna upp fjögurra marka mun í seinni hálfeik og komast tveimur mörkum yfir en Króatar voru öflugir á endasprettinum og tryggðu sér sigurinn með 9-3 endaspretti. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Aron Pálmarsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann fær fullt hús enda í algjörum heimsklassa. Það var heldur enginn nýliðabragur á Elvari Erni Jónssyni sem var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Króatíu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson - 2 Fann engan takt eins og í síðustu leikjum. Ekki nógu góð frammistaða hjá honum. Þarf að vakna.Bjarki Már Elísson - 4 Kom inn í liðið við erfiðar aðstæður, stóð fyrir sínu og gott betur. Seinni hálfleikurinn hjá honum lofar góðu fyrir framhaldið.Aron Pálmarsson - 6 Besti leikmaður íslenska liðsins. Mataði félaga sína með frábærum sendingum og skoraði glæsileg mörk. Var á pari við bestu leikmenn heims í liði Króatíu. Var í algjörum heimsklassa.Elvar Örn Jónsson - 5 Lék frábærlega í sínum fyrsta leik á stóra sviðinu á heimsmeistaramóti. Mjög öflugur í sóknarleiknum en varnarleikinn þarf hann að bæta.Ómar Ingi Magnússon - 4 Spilaði vel fyrir liðið og samherja sína. Skotógn var afar lítil hjá honum enda við ramman reip að draga. Góður kafla í seinni hálfleik lofar góðu.Arnór Þór Gunnarsson - 3 Kláraði það sem að honum var rétt. Bætti að öðru leiti litlu við leik liðsins. Góður leikmaður sem þarf hinsvegar að sýna meira.Arnar Freyr Arnarsson - 5 Lék líklega sinn besta landsleik. Það mæddi gríðarlega mikið á honum varnarlega og þar stóð hann sig eins og hetja. Þarf aftur á móti að nýta færin sín betur.Ólafur Gústafsson - 4 Var í rauninni í erfiðu hlutverki varnarlega en verður ekki sakaður um að hafa ekki lagt sig fram. Eins og staðan er í dag þá eigum við ekki betri mann í hans stöðu.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Ágúst Elí Björgvinsson - 4 Kom óvænt inn í liðið og skilaði sínu í Noregi. Hefði að ósekju mátt koma fyrr inn í leikinn í dag. Stimplaði sig inn með ágætri frammistöðu í seinni hálfleik.Ólafur Guðmundsson - 4 Hefur oft gert betur sóknarlega en hann hefur vaxið gríðarlega í sínum leik og þá ekki síst varnarlega. Er afar mikilvægur liðinu enda enginn sem fyllir hans skarð.Ýmir Örn Gíslason - 3 Var að þreyta frumraun sína á stóra sviðinu og spilaði í tæpar tíu mínútur. Skilaði sínu þann tíma sem hann lék. Framtíðarvarnarmaður en skortir reynslu sem kemur.Sigvaldi Guðjónsson - spilaði ekkertTeitur Örn Einarsson - spilaði ekkertDaníel Þór Ingason - spilaði ekkertGísli Þorgeir Kristjánsson - spilaði ekkertStefán Rafn Sigurmannsson - spilaði ekkertÞjálfarinn Guðmundur Guðmundsson - 5 Það kemur enginn að tómum kofanum hjá Guðmundi. Sóknarleikurinn var frábærlega útfærður á móti framliggjandi vörn Króata. Sóknarleikurinn er eitt helsta vopn Guðmundar. Hann fær hinsvegar mínus í kladdann að vera aðeins með eitt varnarafbrigði en það skírist líklega að stuttum tíma sem hann hefur verið með liðið.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Íslenska liðið átti mjög góðan leik í kvöld og sýndi mikinn karakter með að vinna sig aftur inn í leikinn en Króatar refsuðu fyrir hver mistök með auðveldum mörkum. Íslensku strákarnir náðu að vinna upp fjögurra marka mun í seinni hálfeik og komast tveimur mörkum yfir en Króatar voru öflugir á endasprettinum og tryggðu sér sigurinn með 9-3 endaspretti. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Aron Pálmarsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann fær fullt hús enda í algjörum heimsklassa. Það var heldur enginn nýliðabragur á Elvari Erni Jónssyni sem var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Króatíu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson - 2 Fann engan takt eins og í síðustu leikjum. Ekki nógu góð frammistaða hjá honum. Þarf að vakna.Bjarki Már Elísson - 4 Kom inn í liðið við erfiðar aðstæður, stóð fyrir sínu og gott betur. Seinni hálfleikurinn hjá honum lofar góðu fyrir framhaldið.Aron Pálmarsson - 6 Besti leikmaður íslenska liðsins. Mataði félaga sína með frábærum sendingum og skoraði glæsileg mörk. Var á pari við bestu leikmenn heims í liði Króatíu. Var í algjörum heimsklassa.Elvar Örn Jónsson - 5 Lék frábærlega í sínum fyrsta leik á stóra sviðinu á heimsmeistaramóti. Mjög öflugur í sóknarleiknum en varnarleikinn þarf hann að bæta.Ómar Ingi Magnússon - 4 Spilaði vel fyrir liðið og samherja sína. Skotógn var afar lítil hjá honum enda við ramman reip að draga. Góður kafla í seinni hálfleik lofar góðu.Arnór Þór Gunnarsson - 3 Kláraði það sem að honum var rétt. Bætti að öðru leiti litlu við leik liðsins. Góður leikmaður sem þarf hinsvegar að sýna meira.Arnar Freyr Arnarsson - 5 Lék líklega sinn besta landsleik. Það mæddi gríðarlega mikið á honum varnarlega og þar stóð hann sig eins og hetja. Þarf aftur á móti að nýta færin sín betur.Ólafur Gústafsson - 4 Var í rauninni í erfiðu hlutverki varnarlega en verður ekki sakaður um að hafa ekki lagt sig fram. Eins og staðan er í dag þá eigum við ekki betri mann í hans stöðu.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Ágúst Elí Björgvinsson - 4 Kom óvænt inn í liðið og skilaði sínu í Noregi. Hefði að ósekju mátt koma fyrr inn í leikinn í dag. Stimplaði sig inn með ágætri frammistöðu í seinni hálfleik.Ólafur Guðmundsson - 4 Hefur oft gert betur sóknarlega en hann hefur vaxið gríðarlega í sínum leik og þá ekki síst varnarlega. Er afar mikilvægur liðinu enda enginn sem fyllir hans skarð.Ýmir Örn Gíslason - 3 Var að þreyta frumraun sína á stóra sviðinu og spilaði í tæpar tíu mínútur. Skilaði sínu þann tíma sem hann lék. Framtíðarvarnarmaður en skortir reynslu sem kemur.Sigvaldi Guðjónsson - spilaði ekkertTeitur Örn Einarsson - spilaði ekkertDaníel Þór Ingason - spilaði ekkertGísli Þorgeir Kristjánsson - spilaði ekkertStefán Rafn Sigurmannsson - spilaði ekkertÞjálfarinn Guðmundur Guðmundsson - 5 Það kemur enginn að tómum kofanum hjá Guðmundi. Sóknarleikurinn var frábærlega útfærður á móti framliggjandi vörn Króata. Sóknarleikurinn er eitt helsta vopn Guðmundar. Hann fær hinsvegar mínus í kladdann að vera aðeins með eitt varnarafbrigði en það skírist líklega að stuttum tíma sem hann hefur verið með liðið.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira