WOW air sér fram á tugprósenta farþegafækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2019 14:00 Með endurskipulagningu flugfélagsins og fækkun véla er ljóst að WOW air getur ekki flutt jafn marga farþega og í fyrra. vísir/vilhelm Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, áætlar að flugfélag sitt muni flytja rúmlega 2 milljón farþega til á þriðja tug áfangastaða árið 2019. Er það umtalsverð fækkun frá nýliðnu ári þegar WOW Air flutti um 3,5 milljónir farþega, sem er mesti fjöldi í rúmlega 6 ára sögu flugfélagsins. Í ávarpi sem birtist í auglýsingu sem fylgdi vikublaðinu Mannlífi í morgun, þakkar Skúli viðskiptavinum WOW fyrir stuðninginn sem honum og starfsmönnum fyrirtækisins hefur borist í umróti síðustu vikna. Óþarfi er að rekja það í löngu máli; flugfélagið endurskipuleggur nú starfsemi sína, fækkar þotum um næstum helming, ræðst í uppsagnir og fækkun áfangastaða. Engu að síður segist Skúli líta „björtum augum til ársins 2019 þar sem við gerum ráð fyrir að flytja yfir 2 milljónir gesta til 26 áfangastaða.“Sjá einnig: Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW airAf þessari áætlun Skúla að dæma er ljóst að hin boðaða einföldun á rekstri WOW air mun endurspeglast í tugprósenta farþegafækkun. Í tilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér í gær var greint frá því að WOW air hafi flutt 3,5 milljónir farþega í fyrra, sem nemur 24 prósent fjölgun frá fyrra ári. Í því samhengi var nefnt að í „júlí og ágúst ferðust hátt á 900 þúsund gestir með WOW air sem eru fleiri farþegar en allt árið 2015. Á tímabilinu maí til september flugu fleiri með WOW air en allt árið 2016.“ Sé miðað við að WOW sjái fram á að flytja tvær milljónir farþega á næsta ári nemur fækkunin á milli ára því rúmlega 40 prósentum. Örla fór á þessari fækkun strax í desember síðastliðnum, þegar WOW flutti 180 þúsund farþega. Það er 16 prósent fækkun frá sama mánuði árið áður. Ávarp Skúla má lesa í heild sinni hér að neðan.Skúli Mogensen þakkar viðskiptavinum flugfélagsins fyrir stuðning síðustu vikna og segir hann að það hafi skipt sköpum að finna fyrir þeim meðbyr og velvilja sem ríkir gagnvart WOW air.Kæru vinir, Ég vil byrja á að þakka fyrir þann mikla stuðning sem við höfum fengið úr öllum áttum undanfarnar vikur. Það hefur skipt sköpum að finna fyrir þeim meðbyr og velvilja sem ríkir gagnvart WOW air. Allt frá fyrsta degi var markmið okkar að byggja upp leiðandi lággjaldaflugfélag sem myndi lækka fargjöld til og frá Íslandi og veita hér öfluga samkeppni öllum til hagsbóta. Annað markmið var að kynna Ísland sem áfangastað og efla þar með ferðaþjónustuna í heild sinni. Að mörgu leyti hefur okkur tekist betur til en nokkurn óraði fyrir þegar við byrjuðum fyrir sjö árum síðan. Frá stofnun höfum við lækkað fargjöld til og frá Íslandi um tugi prósenta og kynnt áður óþekkt verð beggja vegna hafsins. Frá því að fyrsta flug var farið, 30. maí 2012, höfum við flogið með hátt í 10 milljónir gesta og þar af flugu yfir 4 milljónir til og frá Íslandi.Eflaust má gagnrýna okkur fyrir að hafa vaxið of hratt og það er auðvelt að vera vitur eftir á. Það sem skiptir meira máli er að læra af mistökunum og þora að gera það sem gera þarf til að tryggja framtíð WOW air og byggja hér upp öflugt flugfélag og samkeppni til lengri tíma. WOW air flýgur einum yngsta flugflota í heimi sem er jafnframt einn sá sparneytnasti og umhverfisvænasti sem völ er á. Við búum yfir þéttum hópi rúmlega 1000 frábærra starfsmanna sem hafa mikla og einstaka reynslu í flugrekstri. Þetta er hópur sem vinnur vel saman og ég er afar stoltur af að fá að starfa með á hverjum degi. Undanfarnar vikur hafa verið mjög krefjandi en það er ánægjulegt að sjá hversu hratt aðstæður geta breyst til hins betra þegar allir leggjast á eitt. Við horfum björtum augum til ársins 2019 þar sem við gerum ráð fyrir að flytja yfir 2 milljónir gesta til 26 áfangastaða.Takk kærlega fyrir að velja áfram WOW air og við hlökkum öll til að sjá ykkur um borð. Með kærri kveðju,Skúli Mogensen Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. 9. janúar 2019 15:43 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, áætlar að flugfélag sitt muni flytja rúmlega 2 milljón farþega til á þriðja tug áfangastaða árið 2019. Er það umtalsverð fækkun frá nýliðnu ári þegar WOW Air flutti um 3,5 milljónir farþega, sem er mesti fjöldi í rúmlega 6 ára sögu flugfélagsins. Í ávarpi sem birtist í auglýsingu sem fylgdi vikublaðinu Mannlífi í morgun, þakkar Skúli viðskiptavinum WOW fyrir stuðninginn sem honum og starfsmönnum fyrirtækisins hefur borist í umróti síðustu vikna. Óþarfi er að rekja það í löngu máli; flugfélagið endurskipuleggur nú starfsemi sína, fækkar þotum um næstum helming, ræðst í uppsagnir og fækkun áfangastaða. Engu að síður segist Skúli líta „björtum augum til ársins 2019 þar sem við gerum ráð fyrir að flytja yfir 2 milljónir gesta til 26 áfangastaða.“Sjá einnig: Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW airAf þessari áætlun Skúla að dæma er ljóst að hin boðaða einföldun á rekstri WOW air mun endurspeglast í tugprósenta farþegafækkun. Í tilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér í gær var greint frá því að WOW air hafi flutt 3,5 milljónir farþega í fyrra, sem nemur 24 prósent fjölgun frá fyrra ári. Í því samhengi var nefnt að í „júlí og ágúst ferðust hátt á 900 þúsund gestir með WOW air sem eru fleiri farþegar en allt árið 2015. Á tímabilinu maí til september flugu fleiri með WOW air en allt árið 2016.“ Sé miðað við að WOW sjái fram á að flytja tvær milljónir farþega á næsta ári nemur fækkunin á milli ára því rúmlega 40 prósentum. Örla fór á þessari fækkun strax í desember síðastliðnum, þegar WOW flutti 180 þúsund farþega. Það er 16 prósent fækkun frá sama mánuði árið áður. Ávarp Skúla má lesa í heild sinni hér að neðan.Skúli Mogensen þakkar viðskiptavinum flugfélagsins fyrir stuðning síðustu vikna og segir hann að það hafi skipt sköpum að finna fyrir þeim meðbyr og velvilja sem ríkir gagnvart WOW air.Kæru vinir, Ég vil byrja á að þakka fyrir þann mikla stuðning sem við höfum fengið úr öllum áttum undanfarnar vikur. Það hefur skipt sköpum að finna fyrir þeim meðbyr og velvilja sem ríkir gagnvart WOW air. Allt frá fyrsta degi var markmið okkar að byggja upp leiðandi lággjaldaflugfélag sem myndi lækka fargjöld til og frá Íslandi og veita hér öfluga samkeppni öllum til hagsbóta. Annað markmið var að kynna Ísland sem áfangastað og efla þar með ferðaþjónustuna í heild sinni. Að mörgu leyti hefur okkur tekist betur til en nokkurn óraði fyrir þegar við byrjuðum fyrir sjö árum síðan. Frá stofnun höfum við lækkað fargjöld til og frá Íslandi um tugi prósenta og kynnt áður óþekkt verð beggja vegna hafsins. Frá því að fyrsta flug var farið, 30. maí 2012, höfum við flogið með hátt í 10 milljónir gesta og þar af flugu yfir 4 milljónir til og frá Íslandi.Eflaust má gagnrýna okkur fyrir að hafa vaxið of hratt og það er auðvelt að vera vitur eftir á. Það sem skiptir meira máli er að læra af mistökunum og þora að gera það sem gera þarf til að tryggja framtíð WOW air og byggja hér upp öflugt flugfélag og samkeppni til lengri tíma. WOW air flýgur einum yngsta flugflota í heimi sem er jafnframt einn sá sparneytnasti og umhverfisvænasti sem völ er á. Við búum yfir þéttum hópi rúmlega 1000 frábærra starfsmanna sem hafa mikla og einstaka reynslu í flugrekstri. Þetta er hópur sem vinnur vel saman og ég er afar stoltur af að fá að starfa með á hverjum degi. Undanfarnar vikur hafa verið mjög krefjandi en það er ánægjulegt að sjá hversu hratt aðstæður geta breyst til hins betra þegar allir leggjast á eitt. Við horfum björtum augum til ársins 2019 þar sem við gerum ráð fyrir að flytja yfir 2 milljónir gesta til 26 áfangastaða.Takk kærlega fyrir að velja áfram WOW air og við hlökkum öll til að sjá ykkur um borð. Með kærri kveðju,Skúli Mogensen
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. 9. janúar 2019 15:43 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30
Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30
Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. 9. janúar 2019 15:43