Segir að Kristján geti gert Svía að heimsmeisturum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2019 14:30 Magnus Andersson og Kristján Andrésson. Vísir/Samsett/EPA Kristján Andrésson er á mættur á HM í handbolta með sænska landsliðið og ein af sænsku goðsögunum á gullaldartíma sænska landsliðsins segir að Svíar séu með eitt sigurstranglegasta liðið á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Magnus Andersson vann á árum áður tvo heimsmeistaratitla með sænska handboltalandsliðinu, var valinn besti leikmaður HM 1993 og var um tíma orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá Íslandi. Andersson hefur mikla trú á sænska landsliðinu á HM í ár og telur að Kristján Andrésson geti gert Svía að heimsmeisturum. Svíar hafa ekki orðið heimsmeistarar síðan að Magnus sjálfur lék með liðinu fyrir tuttugu árum síðan. „Sænska landsliðið er sigurstranglegt á þessu HM ásamt nokkrum öðrum þjóðum,“ sagði Magnus Andersson í viðtali við Expressen. Svíar spila sinn fyrsta leik á móti Egyptum í kvöld. „Sænska liðið hefur heillað mig á síðustu stórmótum, bæði á EM og á HM. Nú eru Kim Ekdahl Du Rietz og Kim Andersson komnir aftur inn í liðið og liðið lítur ótrúlega vel út. Það ætti að vera gaman að fylgjast með þeim. Svíar eru með sitt besta lið í mörg ár,“ sagði Magnus Andersson.Experterna: Så går det för Sverige i VM https://t.co/UeVq42F5BE — Sportbladet (@sportbladet) January 10, 2019Undir stjórn Kristjáns Andréssonar þá urðu Svíar í sjötta sæti á síðasta HM (2017) og komust síðan alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu fyrir ári síðan. „Það eru auðvitað mótherjar á þessu móti og leikir geta ráðist á stöngin inn eða stöngin út,“ sagði Andersson. „Danir eru hættulegir ef þeir ráða við pressuna að spila á heimavelli. Það er aldrei hægt að afskrifa Frakka þótt þeir spili án Karabatic. Svo höfum við Spán, Þýskaland og Króatíu. Norðmenn komu síðan mikið á óvart á síðasta stórmóti,“ sagði Andersson. „Við erum með frábæra vörn, öfluga markverði og góð hraðaupphlaup. Við getum líka spilað hraðan boltan svo hraðan oft að manni næstum svimar,“ sagði Andersson í léttum tón. Magnus Andersson lék með sænska landsliðinu til fjölda ára og skoraði 922 mörk í 307 leikjum. Hann var sex gullverðlaun á stórmótum, tvenn á HM (1990 og 1999) og fern á EM (1994, 19978, 2000 og 2002). Hann fékk líka silfurverðlaun á þrennum Ólympíuleikum eða 1992, 1996 og 2000. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Kristján Andrésson er á mættur á HM í handbolta með sænska landsliðið og ein af sænsku goðsögunum á gullaldartíma sænska landsliðsins segir að Svíar séu með eitt sigurstranglegasta liðið á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Magnus Andersson vann á árum áður tvo heimsmeistaratitla með sænska handboltalandsliðinu, var valinn besti leikmaður HM 1993 og var um tíma orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá Íslandi. Andersson hefur mikla trú á sænska landsliðinu á HM í ár og telur að Kristján Andrésson geti gert Svía að heimsmeisturum. Svíar hafa ekki orðið heimsmeistarar síðan að Magnus sjálfur lék með liðinu fyrir tuttugu árum síðan. „Sænska landsliðið er sigurstranglegt á þessu HM ásamt nokkrum öðrum þjóðum,“ sagði Magnus Andersson í viðtali við Expressen. Svíar spila sinn fyrsta leik á móti Egyptum í kvöld. „Sænska liðið hefur heillað mig á síðustu stórmótum, bæði á EM og á HM. Nú eru Kim Ekdahl Du Rietz og Kim Andersson komnir aftur inn í liðið og liðið lítur ótrúlega vel út. Það ætti að vera gaman að fylgjast með þeim. Svíar eru með sitt besta lið í mörg ár,“ sagði Magnus Andersson.Experterna: Så går det för Sverige i VM https://t.co/UeVq42F5BE — Sportbladet (@sportbladet) January 10, 2019Undir stjórn Kristjáns Andréssonar þá urðu Svíar í sjötta sæti á síðasta HM (2017) og komust síðan alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu fyrir ári síðan. „Það eru auðvitað mótherjar á þessu móti og leikir geta ráðist á stöngin inn eða stöngin út,“ sagði Andersson. „Danir eru hættulegir ef þeir ráða við pressuna að spila á heimavelli. Það er aldrei hægt að afskrifa Frakka þótt þeir spili án Karabatic. Svo höfum við Spán, Þýskaland og Króatíu. Norðmenn komu síðan mikið á óvart á síðasta stórmóti,“ sagði Andersson. „Við erum með frábæra vörn, öfluga markverði og góð hraðaupphlaup. Við getum líka spilað hraðan boltan svo hraðan oft að manni næstum svimar,“ sagði Andersson í léttum tón. Magnus Andersson lék með sænska landsliðinu til fjölda ára og skoraði 922 mörk í 307 leikjum. Hann var sex gullverðlaun á stórmótum, tvenn á HM (1990 og 1999) og fern á EM (1994, 19978, 2000 og 2002). Hann fékk líka silfurverðlaun á þrennum Ólympíuleikum eða 1992, 1996 og 2000.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira