Elvar Örn: Setti mér markmið að komast núna á HM og það tókst Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 11. janúar 2019 08:30 Elvar Örn Jónsson byrjar væntanlega leikinn á móti Króatíu í dag. vísir/tom Elvar Örn Jónsson, leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, virðist vera orðinn fyrsti leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handbolta sem hefur leik gegn Króatíu á HM 2019 klukkan 17.00 í dag. Elvar hefur spilað stórvel með landsliðinu í síðustu leikjum en hann bíður rólegur með að sjá endanlega hvar hann er í goggunarröðinni þar til liðið hefur leik í Ólympíuhöllinni í München í dag. „Við sjáum til hvernig byrjunarliðið verður. Það er auðvitað gríðarlega spennandi að vera að fara að spila leik á stórmóti, hvað þá HM,“ segir Elvar Örn. Selfyssingurinn er að flestra mati besti leikmaður Olís-deildarinnar og fór á kostum með Selfossi á síðustu leiktíð er liðið komst í undanúrslit í úrslitakeppninni og bikarnum. Hann hefur háleit markið og eitt þeirra náðist. „Ég setti mér það markmið að komast í þennan hóp og það tókst. Menn hættu og þá fékk maður frekari séns. Markmiðið tókst að komast á HM,“ segir Elvar sem býst eðlilega við erfiðum leik gegn frábæru liði í dag. „Króatíska liðið er í heimsklassa. Við vitum það en Gummi og Gunni eru búnir að leikgreina þá vel. Við erum búnir að horfa mikið á þá á myndbandi og mér finnst við vera tilbúnir. Við fórum á þetta æfingamót í Noregi sem gekk bara vel. Þetta verður vonandi skemmtilegur leikur á morgun.“ Eins og fram hefur komið eru fjórir leikmenn í íslenska hópnum uppeldir Selfyssingar og svo spriklaði Bjarki Már Elísson í Mjólkurbænum í nokkur ár. „Þetta er bara góður hópur og góður félagsskapur. Það eru allir vinir hérna og við Selfyssingarnir erum ekkert bara saman þrátt fyrir tengslin. Það er samt bara gaman að vera með svona marga Selfyssinga í liðinu,“ segir Elvar Örn Jónsson.Klippa: Elvar Örn - Gaman að vera með svona marga Selfyssinga HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Fimm á liðsmyndinni eru ekki í HM-hópnum Tímarit HM í handbolta er ekki með nýjustu myndina af íslenska landsliðshópnum. 11. janúar 2019 08:00 Orðinn gamli kallinn í kringum litlu svampana og handboltanördana Björgvin Páll Gústavsson er elstur í landsliðshópnum og er klár í slaginn þrátt fyrir erfitt gengi að undanförnu. 11. janúar 2019 06:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Elvar Örn Jónsson, leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, virðist vera orðinn fyrsti leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handbolta sem hefur leik gegn Króatíu á HM 2019 klukkan 17.00 í dag. Elvar hefur spilað stórvel með landsliðinu í síðustu leikjum en hann bíður rólegur með að sjá endanlega hvar hann er í goggunarröðinni þar til liðið hefur leik í Ólympíuhöllinni í München í dag. „Við sjáum til hvernig byrjunarliðið verður. Það er auðvitað gríðarlega spennandi að vera að fara að spila leik á stórmóti, hvað þá HM,“ segir Elvar Örn. Selfyssingurinn er að flestra mati besti leikmaður Olís-deildarinnar og fór á kostum með Selfossi á síðustu leiktíð er liðið komst í undanúrslit í úrslitakeppninni og bikarnum. Hann hefur háleit markið og eitt þeirra náðist. „Ég setti mér það markmið að komast í þennan hóp og það tókst. Menn hættu og þá fékk maður frekari séns. Markmiðið tókst að komast á HM,“ segir Elvar sem býst eðlilega við erfiðum leik gegn frábæru liði í dag. „Króatíska liðið er í heimsklassa. Við vitum það en Gummi og Gunni eru búnir að leikgreina þá vel. Við erum búnir að horfa mikið á þá á myndbandi og mér finnst við vera tilbúnir. Við fórum á þetta æfingamót í Noregi sem gekk bara vel. Þetta verður vonandi skemmtilegur leikur á morgun.“ Eins og fram hefur komið eru fjórir leikmenn í íslenska hópnum uppeldir Selfyssingar og svo spriklaði Bjarki Már Elísson í Mjólkurbænum í nokkur ár. „Þetta er bara góður hópur og góður félagsskapur. Það eru allir vinir hérna og við Selfyssingarnir erum ekkert bara saman þrátt fyrir tengslin. Það er samt bara gaman að vera með svona marga Selfyssinga í liðinu,“ segir Elvar Örn Jónsson.Klippa: Elvar Örn - Gaman að vera með svona marga Selfyssinga
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Fimm á liðsmyndinni eru ekki í HM-hópnum Tímarit HM í handbolta er ekki með nýjustu myndina af íslenska landsliðshópnum. 11. janúar 2019 08:00 Orðinn gamli kallinn í kringum litlu svampana og handboltanördana Björgvin Páll Gústavsson er elstur í landsliðshópnum og er klár í slaginn þrátt fyrir erfitt gengi að undanförnu. 11. janúar 2019 06:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Fimm á liðsmyndinni eru ekki í HM-hópnum Tímarit HM í handbolta er ekki með nýjustu myndina af íslenska landsliðshópnum. 11. janúar 2019 08:00
Orðinn gamli kallinn í kringum litlu svampana og handboltanördana Björgvin Páll Gústavsson er elstur í landsliðshópnum og er klár í slaginn þrátt fyrir erfitt gengi að undanförnu. 11. janúar 2019 06:00
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita