Elvar Örn: Setti mér markmið að komast núna á HM og það tókst Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 11. janúar 2019 08:30 Elvar Örn Jónsson byrjar væntanlega leikinn á móti Króatíu í dag. vísir/tom Elvar Örn Jónsson, leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, virðist vera orðinn fyrsti leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handbolta sem hefur leik gegn Króatíu á HM 2019 klukkan 17.00 í dag. Elvar hefur spilað stórvel með landsliðinu í síðustu leikjum en hann bíður rólegur með að sjá endanlega hvar hann er í goggunarröðinni þar til liðið hefur leik í Ólympíuhöllinni í München í dag. „Við sjáum til hvernig byrjunarliðið verður. Það er auðvitað gríðarlega spennandi að vera að fara að spila leik á stórmóti, hvað þá HM,“ segir Elvar Örn. Selfyssingurinn er að flestra mati besti leikmaður Olís-deildarinnar og fór á kostum með Selfossi á síðustu leiktíð er liðið komst í undanúrslit í úrslitakeppninni og bikarnum. Hann hefur háleit markið og eitt þeirra náðist. „Ég setti mér það markmið að komast í þennan hóp og það tókst. Menn hættu og þá fékk maður frekari séns. Markmiðið tókst að komast á HM,“ segir Elvar sem býst eðlilega við erfiðum leik gegn frábæru liði í dag. „Króatíska liðið er í heimsklassa. Við vitum það en Gummi og Gunni eru búnir að leikgreina þá vel. Við erum búnir að horfa mikið á þá á myndbandi og mér finnst við vera tilbúnir. Við fórum á þetta æfingamót í Noregi sem gekk bara vel. Þetta verður vonandi skemmtilegur leikur á morgun.“ Eins og fram hefur komið eru fjórir leikmenn í íslenska hópnum uppeldir Selfyssingar og svo spriklaði Bjarki Már Elísson í Mjólkurbænum í nokkur ár. „Þetta er bara góður hópur og góður félagsskapur. Það eru allir vinir hérna og við Selfyssingarnir erum ekkert bara saman þrátt fyrir tengslin. Það er samt bara gaman að vera með svona marga Selfyssinga í liðinu,“ segir Elvar Örn Jónsson.Klippa: Elvar Örn - Gaman að vera með svona marga Selfyssinga HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Fimm á liðsmyndinni eru ekki í HM-hópnum Tímarit HM í handbolta er ekki með nýjustu myndina af íslenska landsliðshópnum. 11. janúar 2019 08:00 Orðinn gamli kallinn í kringum litlu svampana og handboltanördana Björgvin Páll Gústavsson er elstur í landsliðshópnum og er klár í slaginn þrátt fyrir erfitt gengi að undanförnu. 11. janúar 2019 06:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Elvar Örn Jónsson, leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, virðist vera orðinn fyrsti leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handbolta sem hefur leik gegn Króatíu á HM 2019 klukkan 17.00 í dag. Elvar hefur spilað stórvel með landsliðinu í síðustu leikjum en hann bíður rólegur með að sjá endanlega hvar hann er í goggunarröðinni þar til liðið hefur leik í Ólympíuhöllinni í München í dag. „Við sjáum til hvernig byrjunarliðið verður. Það er auðvitað gríðarlega spennandi að vera að fara að spila leik á stórmóti, hvað þá HM,“ segir Elvar Örn. Selfyssingurinn er að flestra mati besti leikmaður Olís-deildarinnar og fór á kostum með Selfossi á síðustu leiktíð er liðið komst í undanúrslit í úrslitakeppninni og bikarnum. Hann hefur háleit markið og eitt þeirra náðist. „Ég setti mér það markmið að komast í þennan hóp og það tókst. Menn hættu og þá fékk maður frekari séns. Markmiðið tókst að komast á HM,“ segir Elvar sem býst eðlilega við erfiðum leik gegn frábæru liði í dag. „Króatíska liðið er í heimsklassa. Við vitum það en Gummi og Gunni eru búnir að leikgreina þá vel. Við erum búnir að horfa mikið á þá á myndbandi og mér finnst við vera tilbúnir. Við fórum á þetta æfingamót í Noregi sem gekk bara vel. Þetta verður vonandi skemmtilegur leikur á morgun.“ Eins og fram hefur komið eru fjórir leikmenn í íslenska hópnum uppeldir Selfyssingar og svo spriklaði Bjarki Már Elísson í Mjólkurbænum í nokkur ár. „Þetta er bara góður hópur og góður félagsskapur. Það eru allir vinir hérna og við Selfyssingarnir erum ekkert bara saman þrátt fyrir tengslin. Það er samt bara gaman að vera með svona marga Selfyssinga í liðinu,“ segir Elvar Örn Jónsson.Klippa: Elvar Örn - Gaman að vera með svona marga Selfyssinga
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Fimm á liðsmyndinni eru ekki í HM-hópnum Tímarit HM í handbolta er ekki með nýjustu myndina af íslenska landsliðshópnum. 11. janúar 2019 08:00 Orðinn gamli kallinn í kringum litlu svampana og handboltanördana Björgvin Páll Gústavsson er elstur í landsliðshópnum og er klár í slaginn þrátt fyrir erfitt gengi að undanförnu. 11. janúar 2019 06:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Fimm á liðsmyndinni eru ekki í HM-hópnum Tímarit HM í handbolta er ekki með nýjustu myndina af íslenska landsliðshópnum. 11. janúar 2019 08:00
Orðinn gamli kallinn í kringum litlu svampana og handboltanördana Björgvin Páll Gústavsson er elstur í landsliðshópnum og er klár í slaginn þrátt fyrir erfitt gengi að undanförnu. 11. janúar 2019 06:00