Mannránið í Noregi: Óttast að fólk á upptökum hafi vaktað vinnustað eiginmannsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2019 11:38 Skjáskot úr öðru myndbandinu sem norska lögreglan birti í dag. Skjáskot/VG Lögregla í Noregi óskar eftir að ná tali af nokkrum einstaklingum sem sáust fyrir utan vinnustað Toms Hagen daginn sem eiginkona hans, Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf.Sjá einnig: Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Lögregla birti í dag tvö myndbönd sem tekin eru upp á öryggismyndavél fyrir utan skrifstofu Hagen í svokallaðri Futurum-byggingu í Ósló. Í öðru myndbandinu má sjá manneskju á gangi fyrir utan vinnustaðinn klukkan 07:36 að morgni 31. október síðastliðins, daginn sem Falkevik Hagen var rænt af heimili hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi. Viðkomandi fer í hvarf á bak við tré í skamma stund en gengur svo sömu leið til baka. Hitt myndbandið hefst um 24 mínútum síðar en á því sést önnur manneskja ganga sömu leið og sú fyrri. Hjólreiðamaður tekur fram úr einstaklingnum og óskar lögregla eftir því að allir þrír gefi sig fram. Hafa þeir allir stöðu vitnis í málinu, að sögn lögreglu. „Þetta er aðallega til þess að komast að því hverjir þetta eru og hvort þeir búi yfir einhverjum upplýsingum,“ sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Mögulega fylgst með fjölskyldunni í aðdraganda mannránsins Aðspurður gat hann ekki útilokað að um væri að ræða einstaklinga sem vaktað hefðu vinnustað Hagen á meðan mannræningjarnir athöfnuðu sig á heimili hans og Falkevik-Hagen. „Það eru nægar grunsemdir fyrir hendi til að við gefum það út. Í svona málum getum við ekki útilokað að fylgst hafi verið með fjölskyldumeðlimum og vinnustöðum,“ sagði Brøske. Þá staðfesti hann að skilaboð frá ræningjunum, sem m.a. sneru að hótunum í garð Falkevik Hagen, hefðu fundist á heimili hjónanna. Lögregla hefur verið í samskiptum við ræningjana í gegnum netið en þeir krefjast yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt í lausnargjald. Yfir hundrað ábendingar hafa nú borist lögreglu vegna málsins síðan fyrst var greint frá hvarfi Falkevik-Hagen í gærmorgun. Enn er þó enginn grunaður um aðild að mannráninu. Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 9. janúar 2019 23:12 Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Lögregla í Noregi óskar eftir að ná tali af nokkrum einstaklingum sem sáust fyrir utan vinnustað Toms Hagen daginn sem eiginkona hans, Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hvarf.Sjá einnig: Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Lögregla birti í dag tvö myndbönd sem tekin eru upp á öryggismyndavél fyrir utan skrifstofu Hagen í svokallaðri Futurum-byggingu í Ósló. Í öðru myndbandinu má sjá manneskju á gangi fyrir utan vinnustaðinn klukkan 07:36 að morgni 31. október síðastliðins, daginn sem Falkevik Hagen var rænt af heimili hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi. Viðkomandi fer í hvarf á bak við tré í skamma stund en gengur svo sömu leið til baka. Hitt myndbandið hefst um 24 mínútum síðar en á því sést önnur manneskja ganga sömu leið og sú fyrri. Hjólreiðamaður tekur fram úr einstaklingnum og óskar lögregla eftir því að allir þrír gefi sig fram. Hafa þeir allir stöðu vitnis í málinu, að sögn lögreglu. „Þetta er aðallega til þess að komast að því hverjir þetta eru og hvort þeir búi yfir einhverjum upplýsingum,“ sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Mögulega fylgst með fjölskyldunni í aðdraganda mannránsins Aðspurður gat hann ekki útilokað að um væri að ræða einstaklinga sem vaktað hefðu vinnustað Hagen á meðan mannræningjarnir athöfnuðu sig á heimili hans og Falkevik-Hagen. „Það eru nægar grunsemdir fyrir hendi til að við gefum það út. Í svona málum getum við ekki útilokað að fylgst hafi verið með fjölskyldumeðlimum og vinnustöðum,“ sagði Brøske. Þá staðfesti hann að skilaboð frá ræningjunum, sem m.a. sneru að hótunum í garð Falkevik Hagen, hefðu fundist á heimili hjónanna. Lögregla hefur verið í samskiptum við ræningjana í gegnum netið en þeir krefjast yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt í lausnargjald. Yfir hundrað ábendingar hafa nú borist lögreglu vegna málsins síðan fyrst var greint frá hvarfi Falkevik-Hagen í gærmorgun. Enn er þó enginn grunaður um aðild að mannráninu.
Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 9. janúar 2019 23:12 Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 9. janúar 2019 23:12
Mannránið í Noregi: „Það veit nánast enginn hvaða fólk þetta er“ Þrátt fyrir að vera ein ríkasta fjölskylda Noregs virðist fjölskylda Tom og Anne-Elisabeth Falkevik Hagen ekki hafa verið mjög áberandi í norsku þjóðlífi. Ekkert hefur spurst til Anna-Elisabeth í um tíu vikur eftir að henni var rænt af heimili í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. 10. janúar 2019 09:15
Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11