Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2019 09:15 DF-26 elflaugarnar voru teknar í notkun í apríl í fyrra og hægt er að skjóta þeim að skotmörkum í allt að 4.500 kílómetra fjarlægð. The Getty/Asahi Shimbun Yfirvöld í Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. Þar á meðal flugmóðurskipum. Einungis nokkrir dagar eru síðan bandarísku herskipi var siglt um hafið eins og gert hefur verið reglulega að undanförnu. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til um 90 prósenta Suður-Kínahafs á grunni korts frá 1947. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Kínverjar hafa þó byggt upp heilu eyjarnar í Suður-Kínahafi. Á þeim hafa verið byggðir flugvellir, flotastöðvar og herstöðvar og hefur vopnum verið komið fyrir þar. Bandaríkin hafa siglt herskipum um svæði til að mótmæla ólöglegum hafsvæðiskröfum og tryggja frjálsar siglingar um Suður-Kínahaf. Kínverjar hafa reglulega fordæmt siglingarnar og segja þær ógna friði á svæðinu. Bandaríkin sendu tundurspillinn USS McCambell til Suður-Kínahafs á mánudaginn og var kínverskum herskipum siglt til móts við herskipið bandaríska. Umræddar eldflaugar, sem kallast DF-26, hafa þó ekki verið fluttar til Suður-Kínahafs, heldur var þeim komið fyrir á meginlandi Kína, fjarri hafsvæðinu. Samkvæmt Global Times, fjölmiðli sem er í eigu yfirvalda Kína, var það gert svo að eldflaugarnar verði á hámarkshraða þegar þær nálgast skotmörk sín í Suður-Kínahafi. Þá sé mun erfiðara að skjóta þær niður. Í grein Times segir einnig að hægt sé að skjóta eldflaugunum að skotmörkum í allt að 4.500 kílómetra fjarlægð. Þannig gæti Kína einnig gert árásir á herstöðvar Bandaríkjanna á Gvam. Eldflaugarnar langdrægu voru teknar í notkun af herafla Kína í apríl 2018. Zhang Junshe, sem starfar sem rannsakandi fyrir herafla Kína, sagði í gær að mögulegt væri að til átaka kæmi á milli Bandaríkjanna og Kína, ef Bandaríkin héldu áfram að sigla herskipum sínum um svæðið. Þau átök yrðu þá Bandaríkjunum að kenna. Bandaríkin Brúnei Filippseyjar Indónesía Kína Malasía Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Yfirvöld í Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. Þar á meðal flugmóðurskipum. Einungis nokkrir dagar eru síðan bandarísku herskipi var siglt um hafið eins og gert hefur verið reglulega að undanförnu. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til um 90 prósenta Suður-Kínahafs á grunni korts frá 1947. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Kínverjar hafa þó byggt upp heilu eyjarnar í Suður-Kínahafi. Á þeim hafa verið byggðir flugvellir, flotastöðvar og herstöðvar og hefur vopnum verið komið fyrir þar. Bandaríkin hafa siglt herskipum um svæði til að mótmæla ólöglegum hafsvæðiskröfum og tryggja frjálsar siglingar um Suður-Kínahaf. Kínverjar hafa reglulega fordæmt siglingarnar og segja þær ógna friði á svæðinu. Bandaríkin sendu tundurspillinn USS McCambell til Suður-Kínahafs á mánudaginn og var kínverskum herskipum siglt til móts við herskipið bandaríska. Umræddar eldflaugar, sem kallast DF-26, hafa þó ekki verið fluttar til Suður-Kínahafs, heldur var þeim komið fyrir á meginlandi Kína, fjarri hafsvæðinu. Samkvæmt Global Times, fjölmiðli sem er í eigu yfirvalda Kína, var það gert svo að eldflaugarnar verði á hámarkshraða þegar þær nálgast skotmörk sín í Suður-Kínahafi. Þá sé mun erfiðara að skjóta þær niður. Í grein Times segir einnig að hægt sé að skjóta eldflaugunum að skotmörkum í allt að 4.500 kílómetra fjarlægð. Þannig gæti Kína einnig gert árásir á herstöðvar Bandaríkjanna á Gvam. Eldflaugarnar langdrægu voru teknar í notkun af herafla Kína í apríl 2018. Zhang Junshe, sem starfar sem rannsakandi fyrir herafla Kína, sagði í gær að mögulegt væri að til átaka kæmi á milli Bandaríkjanna og Kína, ef Bandaríkin héldu áfram að sigla herskipum sínum um svæðið. Þau átök yrðu þá Bandaríkjunum að kenna.
Bandaríkin Brúnei Filippseyjar Indónesía Kína Malasía Suður-Kínahaf Taívan Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira