Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 10. janúar 2019 08:30 Teitur Örn Einarsson þreytir frumraun sína á stórmóti á föstudaginn. vísir Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson var óvænt valinn í íslenska HM-hópinn sem hélt til München í gær og hefur leik á morgun á móti Króatíu. Ólíkt öðrum sem voru óvænt í HM-hópnum fór Teitur ekki einu sinni með á æfingamótið í Noregi eftir að vera ekki valinn í 20 manna æfingahópinn. „Það var í gær [fyrradag] eftir æfingu, um tvö leytið. Þá las Gummi upp hópinn fyrir okkur. Það var í fyrsta skipti sem ég vissi að ég væri að fara,“ segir Teitur Örn um stóru stundina. „Ég bjóst ekki við þessu. Ég var bara í fríi hérna á Íslandi og þá kallaði Gummi mig inn á æfingu á mánudaginn. Það hlaut að vera einhver ástæða fyrir því. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessu.“ Það skortir ekki á sjálfstraustið hjá örvhentu skyttunni sem kastar bolta fastar en margur og fékk viðurnefnið Heitur Teitur í Olís-deildinni því stundum rann á hann æði í markaskorun. Hann gaf aldrei upp vonina og hlakkar til mótsins. „Ég var í stóra 28 manna hópnum þannig ég var alltaf inn í myndinni. Svo þegar ég er kallaður inn á æfingu mætti ég bara og var klár. Ég ætlaði mér að sýna mig og ég þarf að sanna mig ef ég ætla að eiga sæti í þessu liði. Ég tel mig vera fullkláran í það að mæta á þetta mót og keppa við þessa kalla,“ segir Teitur.Teitur Örn Einarsson kom óvænt inn í HM-hópinn.Mynd/Facebook-síða HSÍSkyttan skotfasta hefur lengi ætlað sér sæti í landsliðinu en hann hefur spilað fjölmarga leiki fyrir yngri landsliðin. Hann var ein af stjörnum Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð sem að skilaði honum samningi hjá sænska stórveldinu Kristianstad. Þar er hann að spila vel. „Það hefur alltaf verið markmiðið að spila í íslensku treyjunni á stórmóti. Ég veit ekki alveg hvað skal segja um þegar að ég heyrði nafnið. Ég var bara þvílíkt sáttur að vera loksins kominn á þennan stað,“ segir Teitur. „Þetta hefur alltaf verið markmiðið. Ég er búinn að spila mikið í vetur í Meistaradeildinni og fá þar smjörþefinn af þessum stóru köllum. Nú er þannig séð alvöru próf að sjá hversu langt ég er kominn.“ Það verður væntanlega nóg spjallað um Pylsubarinn, Huppu, Ingó Veðurguð og öll hin helstu kennileiti Selfoss innan veggja íslenska liðsins enda hvorki fleiri né færri en fjórir Selfyssingar í hópnum (Teitur, Haukur Þrastar, Elvar Örn og Ómar Ingi) auk Bjarka Más Elíssonar sem kom þar við á sínum yngri árum. „Við erum fimm í liðinu og það er bara frábært. Það er gaman að sjá að Selfyssingar eru að skila einhverju sem nýtist Íslandi. Ég er bara ánægður með það enda mikill Selfyssingur,“ segir Teitur Örn Einarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Teitur Örn - Gaman að vera með fimm Selfyssinga HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06 Ætlaði að eyða áramótunum með tengdó en endaði á HM með landsliðinu Ágúst Elí Björgvinsson var ekki að búa sig undir að fara á HM 2019 í handbolta. 9. janúar 2019 16:00 Guðjón Valur útilokar alfarið að spila á HM Mögulegt er að skipta út þremur leikmönnum í íslenska landsliðinu á meðan HM í handbolta stendur en Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki halda neinum möguleikum opnum. 9. janúar 2019 14:29 Þurfum að troða sokkum upp í marga með því að standa okkur og vera fyrir boltanum Markverðir landsliðsins eru undir pressu í aðdraganda HM 2019. 9. janúar 2019 21:30 Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson var óvænt valinn í íslenska HM-hópinn sem hélt til München í gær og hefur leik á morgun á móti Króatíu. Ólíkt öðrum sem voru óvænt í HM-hópnum fór Teitur ekki einu sinni með á æfingamótið í Noregi eftir að vera ekki valinn í 20 manna æfingahópinn. „Það var í gær [fyrradag] eftir æfingu, um tvö leytið. Þá las Gummi upp hópinn fyrir okkur. Það var í fyrsta skipti sem ég vissi að ég væri að fara,“ segir Teitur Örn um stóru stundina. „Ég bjóst ekki við þessu. Ég var bara í fríi hérna á Íslandi og þá kallaði Gummi mig inn á æfingu á mánudaginn. Það hlaut að vera einhver ástæða fyrir því. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessu.“ Það skortir ekki á sjálfstraustið hjá örvhentu skyttunni sem kastar bolta fastar en margur og fékk viðurnefnið Heitur Teitur í Olís-deildinni því stundum rann á hann æði í markaskorun. Hann gaf aldrei upp vonina og hlakkar til mótsins. „Ég var í stóra 28 manna hópnum þannig ég var alltaf inn í myndinni. Svo þegar ég er kallaður inn á æfingu mætti ég bara og var klár. Ég ætlaði mér að sýna mig og ég þarf að sanna mig ef ég ætla að eiga sæti í þessu liði. Ég tel mig vera fullkláran í það að mæta á þetta mót og keppa við þessa kalla,“ segir Teitur.Teitur Örn Einarsson kom óvænt inn í HM-hópinn.Mynd/Facebook-síða HSÍSkyttan skotfasta hefur lengi ætlað sér sæti í landsliðinu en hann hefur spilað fjölmarga leiki fyrir yngri landsliðin. Hann var ein af stjörnum Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð sem að skilaði honum samningi hjá sænska stórveldinu Kristianstad. Þar er hann að spila vel. „Það hefur alltaf verið markmiðið að spila í íslensku treyjunni á stórmóti. Ég veit ekki alveg hvað skal segja um þegar að ég heyrði nafnið. Ég var bara þvílíkt sáttur að vera loksins kominn á þennan stað,“ segir Teitur. „Þetta hefur alltaf verið markmiðið. Ég er búinn að spila mikið í vetur í Meistaradeildinni og fá þar smjörþefinn af þessum stóru köllum. Nú er þannig séð alvöru próf að sjá hversu langt ég er kominn.“ Það verður væntanlega nóg spjallað um Pylsubarinn, Huppu, Ingó Veðurguð og öll hin helstu kennileiti Selfoss innan veggja íslenska liðsins enda hvorki fleiri né færri en fjórir Selfyssingar í hópnum (Teitur, Haukur Þrastar, Elvar Örn og Ómar Ingi) auk Bjarka Más Elíssonar sem kom þar við á sínum yngri árum. „Við erum fimm í liðinu og það er bara frábært. Það er gaman að sjá að Selfyssingar eru að skila einhverju sem nýtist Íslandi. Ég er bara ánægður með það enda mikill Selfyssingur,“ segir Teitur Örn Einarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Teitur Örn - Gaman að vera með fimm Selfyssinga
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06 Ætlaði að eyða áramótunum með tengdó en endaði á HM með landsliðinu Ágúst Elí Björgvinsson var ekki að búa sig undir að fara á HM 2019 í handbolta. 9. janúar 2019 16:00 Guðjón Valur útilokar alfarið að spila á HM Mögulegt er að skipta út þremur leikmönnum í íslenska landsliðinu á meðan HM í handbolta stendur en Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki halda neinum möguleikum opnum. 9. janúar 2019 14:29 Þurfum að troða sokkum upp í marga með því að standa okkur og vera fyrir boltanum Markverðir landsliðsins eru undir pressu í aðdraganda HM 2019. 9. janúar 2019 21:30 Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06
Ætlaði að eyða áramótunum með tengdó en endaði á HM með landsliðinu Ágúst Elí Björgvinsson var ekki að búa sig undir að fara á HM 2019 í handbolta. 9. janúar 2019 16:00
Guðjón Valur útilokar alfarið að spila á HM Mögulegt er að skipta út þremur leikmönnum í íslenska landsliðinu á meðan HM í handbolta stendur en Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki halda neinum möguleikum opnum. 9. janúar 2019 14:29
Þurfum að troða sokkum upp í marga með því að standa okkur og vera fyrir boltanum Markverðir landsliðsins eru undir pressu í aðdraganda HM 2019. 9. janúar 2019 21:30
Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30