Munu ekki afsala sér réttinum til verkfalls Sveinn Arnarsson skrifar 10. janúar 2019 07:30 Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness. vísir/vilhelm Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir verkafólk ekki munu afsala sér verkfallsrétti. Á fundi hjá ríkissáttasemjara í næstu viku á loksins að ræða launaliðinn. Framkvæmdastjóri SA fagnar því að fá þá kostnaðarmat á kröfugerðir. „Það liggur alveg fyrir að íslenskt verkafólk afsalar sér ekki verkfallsrétti fyrir afturvirkni eins og er fólgið í tilboði SA. Ef það næst kjarasamningur fyrir mánaðamót þá segir það sig sjálft að hann myndi gilda frá 1. janúar. Ef það dregst lengur að semja verður það að koma í ljós en afturvirkni er skýlaus krafa af okkar hálfu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Fréttablaðinu í gær að samtökin gætu fallist á afturvirka samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Tilboðið félli niður yrði viðræðum slitið og boðað til verkfalla. Deiluaðilar hittust öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í gær en ekki var rætt sérstaklega um útspil SA um afturvirkni. Vilhjálmur bendir á að aðilar hafi fundað sjö sinnum áður en þeir komu að borði sáttasemjara. „Þannig vitum við nokkurn veginn hvar við stöndum gagnvart hver öðrum að öðru leyti en því að við höfum ekki fengið svar við þeirri veigamiklu spurningu sem lýtur að kröfum okkar til launaliðarins. Það varð niðurstaða þessa fundar að þau svör fengjust á næsta fundi,“ segir Vilhjálmur. Næsti fundur hefur verið boðaður á miðvikudaginn í næstu viku. Vilhjálmur segir því ljóst að þá skýrist línur varðandi framhaldið. „Þá sjáum við hvort við erum að leggjast upp að bryggju eða séum að stefna út á haf.“ Halldór segir að á fundinum í næstu viku muni verkalýðshreyfingin koma með kostnaðarmat á kröfugerðir sínar. „Það er löngu tímabært að fá kostnaðarmat á kröfugerðirnar og ég fagna því. Við höfum kallað eftir því frá því þær komu fram.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25 SA býður afturvirkni með skilmálum Framkvæmdastjóri SA segir samtökin reiðubúin að fallast á kröfu um afturvirkni samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á afturvirknina. Deiluaðilar funda öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í dag. 9. janúar 2019 06:00 Vona að Samtök atvinnulífsins sýni á spilin á næsta fundi hjá sáttasemjara Bráðavandi blasir við láglaunafólki að sögn formanns Eflingar og formaður Verkalýðsfélags Akraness segir stjórnvöld þurfa að stemma stigu við "blóðugum vígvelli“ leigumarkaðarins. Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins vill stuðla að kerfisbreytingu á íslenskum vinnumarkaði. 9. janúar 2019 20:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir verkafólk ekki munu afsala sér verkfallsrétti. Á fundi hjá ríkissáttasemjara í næstu viku á loksins að ræða launaliðinn. Framkvæmdastjóri SA fagnar því að fá þá kostnaðarmat á kröfugerðir. „Það liggur alveg fyrir að íslenskt verkafólk afsalar sér ekki verkfallsrétti fyrir afturvirkni eins og er fólgið í tilboði SA. Ef það næst kjarasamningur fyrir mánaðamót þá segir það sig sjálft að hann myndi gilda frá 1. janúar. Ef það dregst lengur að semja verður það að koma í ljós en afturvirkni er skýlaus krafa af okkar hálfu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Fréttablaðinu í gær að samtökin gætu fallist á afturvirka samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Tilboðið félli niður yrði viðræðum slitið og boðað til verkfalla. Deiluaðilar hittust öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í gær en ekki var rætt sérstaklega um útspil SA um afturvirkni. Vilhjálmur bendir á að aðilar hafi fundað sjö sinnum áður en þeir komu að borði sáttasemjara. „Þannig vitum við nokkurn veginn hvar við stöndum gagnvart hver öðrum að öðru leyti en því að við höfum ekki fengið svar við þeirri veigamiklu spurningu sem lýtur að kröfum okkar til launaliðarins. Það varð niðurstaða þessa fundar að þau svör fengjust á næsta fundi,“ segir Vilhjálmur. Næsti fundur hefur verið boðaður á miðvikudaginn í næstu viku. Vilhjálmur segir því ljóst að þá skýrist línur varðandi framhaldið. „Þá sjáum við hvort við erum að leggjast upp að bryggju eða séum að stefna út á haf.“ Halldór segir að á fundinum í næstu viku muni verkalýðshreyfingin koma með kostnaðarmat á kröfugerðir sínar. „Það er löngu tímabært að fá kostnaðarmat á kröfugerðirnar og ég fagna því. Við höfum kallað eftir því frá því þær komu fram.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25 SA býður afturvirkni með skilmálum Framkvæmdastjóri SA segir samtökin reiðubúin að fallast á kröfu um afturvirkni samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á afturvirknina. Deiluaðilar funda öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í dag. 9. janúar 2019 06:00 Vona að Samtök atvinnulífsins sýni á spilin á næsta fundi hjá sáttasemjara Bráðavandi blasir við láglaunafólki að sögn formanns Eflingar og formaður Verkalýðsfélags Akraness segir stjórnvöld þurfa að stemma stigu við "blóðugum vígvelli“ leigumarkaðarins. Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins vill stuðla að kerfisbreytingu á íslenskum vinnumarkaði. 9. janúar 2019 20:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25
SA býður afturvirkni með skilmálum Framkvæmdastjóri SA segir samtökin reiðubúin að fallast á kröfu um afturvirkni samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á afturvirknina. Deiluaðilar funda öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í dag. 9. janúar 2019 06:00
Vona að Samtök atvinnulífsins sýni á spilin á næsta fundi hjá sáttasemjara Bráðavandi blasir við láglaunafólki að sögn formanns Eflingar og formaður Verkalýðsfélags Akraness segir stjórnvöld þurfa að stemma stigu við "blóðugum vígvelli“ leigumarkaðarins. Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins vill stuðla að kerfisbreytingu á íslenskum vinnumarkaði. 9. janúar 2019 20:00