Játaði átta morð í Kanada Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2019 15:54 Bruce McArthur. Garðyrkjumaðurinn Bruce McArthur hefur játað að hafa myrt átta menn í Toronto í Kanada. Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð hans í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. Saksóknarar segja hann hafa rænt einhverjum mannanna og brotið á þeim kynferðislega áður en hann myrti þá, bútaði niður og faldi í blómapottum. Saksóknar segja fórnarlömb hans hafa öll verið að mið-austurlenskum eða asískum uppruna og hafi lifað við jaðar samfélagsins í Toronto. Hvarf þeirra hafi í fyrstu ekki vakið mikla athygli, samkvæmt AP fréttaveitunni.Eitt fórnarlamba hans hafði falið samkynhneigð sína fyrir fjölskyldu sinni. Annar var nýlega fluttur til Kanada og kljáðist við fíkniefnavanda. Einn til viðbótar var heimilislaus og seldi sig. Fórnarlömb McArthur hétu Selim Esen, Andrew Kinsman, Majeed Kayhan, Dean Lisowick, Soroush Mahmudi, Skandaraj Navaratnam, Abdulbasir Faizi and Kirushna Kanagaratnam, samkvæmt CBC News.Rannsókn hófst eftir að samfélag hinsegin fólks í Toronto tók eftir því að Andrew Kinsman sem hafði barist fyrir réttindum hinsegin fólks, starfaði sem barþjónn og var vinmargur, hvarf sporlaust. McArthur var handtekinn í byrjun árs í fyrra, um hálfu ári eftir að rannsóknin hófst. Hann hafði ráðið eitt fórnarlamba sinna, sem hvarf árið 2010, til vinnu. Þá segja saksóknarar að morð McArthur hafi verið vel skipulögð og hann hafi geymt muni frá öllum sem hann myrti eins og skartgripi þeirra. Dómsuppkvaðning mun fara fram í næstu viku. Kanada Tengdar fréttir Sex lík hafa fundist í blómakerjum í Toronto Bruce McArthur hefur verið ákærður fyrir þrjú morð en umfangsmikil leit að fleiri fórnarlömbum stendur nú yfir. 8. febrúar 2018 21:19 Grunaður raðmorðingi handtekinn í Toronto: Faldi sundurlimuð lík í blómakerjum Lögregla í Kanada rannsakar nú hvort að hinn 66 ára Bruce McArthur, sem hefur verið ákærður fyrir morðið á fimm mönnum, hafi fleiri mannslíf á samviskunni. 30. janúar 2018 08:50 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira
Garðyrkjumaðurinn Bruce McArthur hefur játað að hafa myrt átta menn í Toronto í Kanada. Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð hans í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. Saksóknarar segja hann hafa rænt einhverjum mannanna og brotið á þeim kynferðislega áður en hann myrti þá, bútaði niður og faldi í blómapottum. Saksóknar segja fórnarlömb hans hafa öll verið að mið-austurlenskum eða asískum uppruna og hafi lifað við jaðar samfélagsins í Toronto. Hvarf þeirra hafi í fyrstu ekki vakið mikla athygli, samkvæmt AP fréttaveitunni.Eitt fórnarlamba hans hafði falið samkynhneigð sína fyrir fjölskyldu sinni. Annar var nýlega fluttur til Kanada og kljáðist við fíkniefnavanda. Einn til viðbótar var heimilislaus og seldi sig. Fórnarlömb McArthur hétu Selim Esen, Andrew Kinsman, Majeed Kayhan, Dean Lisowick, Soroush Mahmudi, Skandaraj Navaratnam, Abdulbasir Faizi and Kirushna Kanagaratnam, samkvæmt CBC News.Rannsókn hófst eftir að samfélag hinsegin fólks í Toronto tók eftir því að Andrew Kinsman sem hafði barist fyrir réttindum hinsegin fólks, starfaði sem barþjónn og var vinmargur, hvarf sporlaust. McArthur var handtekinn í byrjun árs í fyrra, um hálfu ári eftir að rannsóknin hófst. Hann hafði ráðið eitt fórnarlamba sinna, sem hvarf árið 2010, til vinnu. Þá segja saksóknarar að morð McArthur hafi verið vel skipulögð og hann hafi geymt muni frá öllum sem hann myrti eins og skartgripi þeirra. Dómsuppkvaðning mun fara fram í næstu viku.
Kanada Tengdar fréttir Sex lík hafa fundist í blómakerjum í Toronto Bruce McArthur hefur verið ákærður fyrir þrjú morð en umfangsmikil leit að fleiri fórnarlömbum stendur nú yfir. 8. febrúar 2018 21:19 Grunaður raðmorðingi handtekinn í Toronto: Faldi sundurlimuð lík í blómakerjum Lögregla í Kanada rannsakar nú hvort að hinn 66 ára Bruce McArthur, sem hefur verið ákærður fyrir morðið á fimm mönnum, hafi fleiri mannslíf á samviskunni. 30. janúar 2018 08:50 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira
Sex lík hafa fundist í blómakerjum í Toronto Bruce McArthur hefur verið ákærður fyrir þrjú morð en umfangsmikil leit að fleiri fórnarlömbum stendur nú yfir. 8. febrúar 2018 21:19
Grunaður raðmorðingi handtekinn í Toronto: Faldi sundurlimuð lík í blómakerjum Lögregla í Kanada rannsakar nú hvort að hinn 66 ára Bruce McArthur, sem hefur verið ákærður fyrir morðið á fimm mönnum, hafi fleiri mannslíf á samviskunni. 30. janúar 2018 08:50