Holloway tekur þátt í viskístríði Conors og Jameson Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. janúar 2019 23:00 Holloway mætti í höfuðstöðvar Jameson um helgina. mynd/twitter Írinn Conor McGregor ruddist inn á viskímarkaðinn á síðasta ári með Proper Twelve viskíið sitt. Markmið hans var einfalt - að verða stærri en Jameson. Salan á viskíinu hans Conors ku hafa gengið vel en það er líklega nokkuð í land að hann nái Jameson. Menn þar á bæ finna þó örugglega fyrir samkeppninni því þeir hafa brugðist við henni. Þeir fengu nefnilega fjaðurvigtarmeistara UFC, Max Holloway, til þess að auglýsa fyrir sig en Holloway var mættur til Dublin um nýliðna helgi. Þar sagði hann að Jameson væri ekki vatnsþynnt viskí. Augljóst skot á Conor.238 years of innovation, hard work, and unmatched quality. Not a watered down trend. A true pillar of Ireland, supporting the hard working families in Dublin for generations. Thank you @jamesonwhiskey for the hospitality. The number one Irish whiskey in the world #sinemetupic.twitter.com/9fVzu9Lvic — Max Holloway (@BlessedMMA) January 26, 2019 Conor hefur lengi dreymt um að fá að berjast á Croke Park í Dublin og Holloway lagði leið sína þangað til þess að skoða aðstæður. Hvur veit nema hann berjist við Conor þar á þessu ári?Pleasure to welcome @BlessedMMA Max Holloway on a tour of #CrokePark this weekend! pic.twitter.com/7W9HQsM5RS — Croke Park (@CrokePark) January 27, 2019 Margir kalla eftir því að næsti bardagi Conors verði gegn Max Holloway sem var stórkostlegur gegn Brian Ortega í Kanada í byrjun desember. Það væri líka mjög eðlilegt að láta þá mætast. Þeir mættust í ágúst árið 2013 og þá hafði Conor betur á dómaraákvörðun. Síðan þá hefur Holloway barist þrettán sinnum og unnið alla þá bardaga. Dana White, forseti UFC, vill að Holloway fari upp um flokk enda niðurskurðurinn í fjaðurvigtinni erfiður fyrir hann. Rétt eins og hann var fyrir Conor áður en hann færði sig upp. Það væru margir til í að sjá Conor og Holloway mætast á nýjan leik og ekki væri verra ef sá bardagi færi fram á hinum glæsilega Croke Park. MMA Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Írinn Conor McGregor ruddist inn á viskímarkaðinn á síðasta ári með Proper Twelve viskíið sitt. Markmið hans var einfalt - að verða stærri en Jameson. Salan á viskíinu hans Conors ku hafa gengið vel en það er líklega nokkuð í land að hann nái Jameson. Menn þar á bæ finna þó örugglega fyrir samkeppninni því þeir hafa brugðist við henni. Þeir fengu nefnilega fjaðurvigtarmeistara UFC, Max Holloway, til þess að auglýsa fyrir sig en Holloway var mættur til Dublin um nýliðna helgi. Þar sagði hann að Jameson væri ekki vatnsþynnt viskí. Augljóst skot á Conor.238 years of innovation, hard work, and unmatched quality. Not a watered down trend. A true pillar of Ireland, supporting the hard working families in Dublin for generations. Thank you @jamesonwhiskey for the hospitality. The number one Irish whiskey in the world #sinemetupic.twitter.com/9fVzu9Lvic — Max Holloway (@BlessedMMA) January 26, 2019 Conor hefur lengi dreymt um að fá að berjast á Croke Park í Dublin og Holloway lagði leið sína þangað til þess að skoða aðstæður. Hvur veit nema hann berjist við Conor þar á þessu ári?Pleasure to welcome @BlessedMMA Max Holloway on a tour of #CrokePark this weekend! pic.twitter.com/7W9HQsM5RS — Croke Park (@CrokePark) January 27, 2019 Margir kalla eftir því að næsti bardagi Conors verði gegn Max Holloway sem var stórkostlegur gegn Brian Ortega í Kanada í byrjun desember. Það væri líka mjög eðlilegt að láta þá mætast. Þeir mættust í ágúst árið 2013 og þá hafði Conor betur á dómaraákvörðun. Síðan þá hefur Holloway barist þrettán sinnum og unnið alla þá bardaga. Dana White, forseti UFC, vill að Holloway fari upp um flokk enda niðurskurðurinn í fjaðurvigtinni erfiður fyrir hann. Rétt eins og hann var fyrir Conor áður en hann færði sig upp. Það væru margir til í að sjá Conor og Holloway mætast á nýjan leik og ekki væri verra ef sá bardagi færi fram á hinum glæsilega Croke Park.
MMA Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira