Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. janúar 2019 06:00 Juan Guaidó tryggði að hann hefði nægan stuðning sem forseti landsins áður en hann hjólaði í Nicolás Maduro (t.h.) í upphafi mánaðar. vísir/afp Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, fundaði í desember leynilega með fulltrúum ríkisstjórna annarra ríkja í Suður-Ameríku með það að markmiði að afla stuðnings sem forseti landsins. Í rúmlega tvær vikur hefur það verið vafa undirorpið hver sé forseti ríkisins. Undanfarin ár hafa nær eingöngu harmfregnir borist frá Venesúela en þar er skortur á flestu og verðbólga í hæstu hæðum. Aðgerðir sitjandi forseta hafa oft orðið til þess að hella olíu á eldinn. Forsetakosningarnar áttu upphaflega að fara fram í desember í fyrra en var flýtt í skyndi. Svo fór að kosið var í lok maí. Sitjandi forseti, Nicolás Maduro, hlaut afgerandi kosningu eða ríflega tvo þriðju atkvæða. Helsti andstæðingur hans fékk aðeins fimmtung. Kjörsókn var með allra versta móti en opinberar tölur herma að 46 prósent atkvæðabærra manna hafi kosið. Stjórnarandstaða landsins, svo og eftirlitsaðilar sem fylgdust með, hafa rengt þær tölur og telja að aðeins hafi tæpur fjórðungur landsmanna greitt atkvæði. Afleiðingin er sú að mörg ríki hafa neitað að viðurkenna úrslitin. Í þeim hópi eru meðal annars Bandaríkin, önnur ríki Suður-Ameríku og Evrópusambandsríki. Maduro nýtur hins vegar stuðnings Rússlands, Sýrlands, Kína, Kúbu og Tyrklands svo nokkur ríki séu nefnd til sögunnar. Forsetinn Maduro sór embættiseið forseta þann 10. janúar þessa árs en hið sama gerði fyrrnefndur Guaidó. Sá gegnir starfi venesúelska þingsins en það er að vísu valdalaust í augum Maduro sem skipaði sérstakt þing fyrir sínar skoðanir á síðasta ári. Þingið viðurkennir að sjálfsögðu ekki vald Maduro og það var af þeim sökum sem Guaidó sór sinn eið. Í kjölfarið hóf hann myndun starfsstjórnar.Nicolas Maduro sést hér ávarpa stuðningsmenn sína á minningarathöfn.Vísir/afpMeðal ríkja sem viðurkenna tilkall Guaidó til forseta má nefna Bandaríkin, Kanada og nær öll ríki Suður-Ameríku að Bólivíu, sem styður Maduro, og hinu hlutlausa Úrúgvæ undanskildum. Evrópuríki og Japan hafa viðurkennt vald venesúelska þingsins og hafa hótað að viðurkenna Guaidó sem forseta boði Maduro ekki til kosninga innan viku. Innsetning stjórnarandstæðingsins í embætti kom hins vegar ekki til af sjálfu sér. Í síðasta mánuði ferðaðist hann um ríki Ameríku, bæði í norðri og suðri, til að afla sér stuðnings. AP fréttastofan hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Guaidó hafi smyglað sér yfir landamærin til Kólumbíu, en þangað yfir hafa tugþúsundir venesúelskra flóttamanna farið undanfarna mánuði, og þaðan meðal annars til Bandaríkjanna og Brasilíu. „Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem stjórnarandstaðan í Venesúela hefur náð samkomulagi um eitthvað sem skiptir máli,“ segir kanadískur embættismaður við AP í skjóli nafnleyndar þar sem hann hefur ekki heimild til að tjá sig um efnið opinberlega. Í úttektinni er þess getið að hefði þessi stuðningur erlendra ríkja ekki fengist hefði hugmyndin fallið um sjálfa sig. Maduro hefur enn sem komið er ekki látið sér segjast en í viðtali við CNN Türk í Tyrklandi sagði hann að fullyrðingar Guaidó og innsetning hans í embættið væru í hróplegri andstöðu við stjórnarskrá ríkisins. Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30 Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, fundaði í desember leynilega með fulltrúum ríkisstjórna annarra ríkja í Suður-Ameríku með það að markmiði að afla stuðnings sem forseti landsins. Í rúmlega tvær vikur hefur það verið vafa undirorpið hver sé forseti ríkisins. Undanfarin ár hafa nær eingöngu harmfregnir borist frá Venesúela en þar er skortur á flestu og verðbólga í hæstu hæðum. Aðgerðir sitjandi forseta hafa oft orðið til þess að hella olíu á eldinn. Forsetakosningarnar áttu upphaflega að fara fram í desember í fyrra en var flýtt í skyndi. Svo fór að kosið var í lok maí. Sitjandi forseti, Nicolás Maduro, hlaut afgerandi kosningu eða ríflega tvo þriðju atkvæða. Helsti andstæðingur hans fékk aðeins fimmtung. Kjörsókn var með allra versta móti en opinberar tölur herma að 46 prósent atkvæðabærra manna hafi kosið. Stjórnarandstaða landsins, svo og eftirlitsaðilar sem fylgdust með, hafa rengt þær tölur og telja að aðeins hafi tæpur fjórðungur landsmanna greitt atkvæði. Afleiðingin er sú að mörg ríki hafa neitað að viðurkenna úrslitin. Í þeim hópi eru meðal annars Bandaríkin, önnur ríki Suður-Ameríku og Evrópusambandsríki. Maduro nýtur hins vegar stuðnings Rússlands, Sýrlands, Kína, Kúbu og Tyrklands svo nokkur ríki séu nefnd til sögunnar. Forsetinn Maduro sór embættiseið forseta þann 10. janúar þessa árs en hið sama gerði fyrrnefndur Guaidó. Sá gegnir starfi venesúelska þingsins en það er að vísu valdalaust í augum Maduro sem skipaði sérstakt þing fyrir sínar skoðanir á síðasta ári. Þingið viðurkennir að sjálfsögðu ekki vald Maduro og það var af þeim sökum sem Guaidó sór sinn eið. Í kjölfarið hóf hann myndun starfsstjórnar.Nicolas Maduro sést hér ávarpa stuðningsmenn sína á minningarathöfn.Vísir/afpMeðal ríkja sem viðurkenna tilkall Guaidó til forseta má nefna Bandaríkin, Kanada og nær öll ríki Suður-Ameríku að Bólivíu, sem styður Maduro, og hinu hlutlausa Úrúgvæ undanskildum. Evrópuríki og Japan hafa viðurkennt vald venesúelska þingsins og hafa hótað að viðurkenna Guaidó sem forseta boði Maduro ekki til kosninga innan viku. Innsetning stjórnarandstæðingsins í embætti kom hins vegar ekki til af sjálfu sér. Í síðasta mánuði ferðaðist hann um ríki Ameríku, bæði í norðri og suðri, til að afla sér stuðnings. AP fréttastofan hefur það eftir heimildarmönnum sínum að Guaidó hafi smyglað sér yfir landamærin til Kólumbíu, en þangað yfir hafa tugþúsundir venesúelskra flóttamanna farið undanfarna mánuði, og þaðan meðal annars til Bandaríkjanna og Brasilíu. „Þetta er í fyrsta sinn í fimm ár sem stjórnarandstaðan í Venesúela hefur náð samkomulagi um eitthvað sem skiptir máli,“ segir kanadískur embættismaður við AP í skjóli nafnleyndar þar sem hann hefur ekki heimild til að tjá sig um efnið opinberlega. Í úttektinni er þess getið að hefði þessi stuðningur erlendra ríkja ekki fengist hefði hugmyndin fallið um sjálfa sig. Maduro hefur enn sem komið er ekki látið sér segjast en í viðtali við CNN Türk í Tyrklandi sagði hann að fullyrðingar Guaidó og innsetning hans í embættið væru í hróplegri andstöðu við stjórnarskrá ríkisins.
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30 Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30
Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15