Handbolti

Hansen markahæstur og bestur: Sjáðu úrvalslið mótsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hansen með bikarinn í leikslok.
Hansen með bikarinn í leikslok. vísir/getty
Mikkel Hansen, heimsmeistari með Danmörku, er bæði markahæsti og besti leikmaður HM í handbolta 2019 sem var haldið í Frakklandi og Danmörku síðustu tvær vikur.

Hansen hefur verið algjörlega magnaður á mótinu og hélt uppteknum hætti í kvöld er hann var magnaður er Danir rúlluðu yfir Noreg í úrslitaleik mótsins. Hann var einnig markahæsti leikmaður mótsins.

Í leikslok tilkynnti alþjóða handknattleikssambandið um þá sem skipa úrvalslið mótsins. Meistararnir eiga tvo leikmenn, Noregur þrjá og Þýskaland og Spánn sitt hvorn leikmanninn.

Úrvalslið mótsins:

Markvörður: Niklas Landin - Danmörk

Vinstri hornamaður: Magnus Jondal - Noregur

Vinstri skytta: Sander Sagosen - Noregur

Miðjumaður: Rasmus Lauge - Danmörk

Hægri skytta: Fabian Wiede - Þýskaland

Hægra horn: Ferran Soro Salah - Spánn

Línumaður: Bjarte Myrhol - Noregur

Besti leikmaðurinn: Mikkel Hansen - Danmörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×