Flugþjónninn, karlmaður á fertugsaldri að nafni Emile Griffith, varð skyndilega veikur í fluginu og þarfnaðist læknishjálpar. Því var ákveðið að lenda í San Francisco þar sem sjúkraflutningamenn gætu hlúð að honum. Griffith hafði það þó ekki af og lést.
Vélin innihélt 253 farþega og 12 áhafnarmeðlimi. Einn farþeganna, rithöfundurinn Andrea Bartz, tísti úr vélinni eftir að henni hafði verið lent í San Francisco.
„Flugi frá Honolulu til JFK beint til San Francisco vegna farþega sem þarfnast læknishjálpar. Það er langt síðan þau bæðu lækna um að koma fram í svo ég vona að allt sé í lagi. Þetta er fyrsta neyðarlending sem ég er vitni að. Bíðum þess nú að sjúkraflutningamenn komi um borð.“
Flight from Honolulu to JFK diverted to SFO for a passenger needing medical attention. It’s been a long time since they asked for doctors to come to first class so I hope they’re okay. First time I’ve ever had a flight diverted, somehow. Waiting for medics to board now.
— Andrea Bartz (@andibartz) January 25, 2019
„Við erum afar hrygg vegna fráfalls Emiles Griffith […] sem lést við störf í flugi á milli Honolulu og New York. Við erum ævinlega þakklát samstarfsfólki Emiles og miskunnsömum Samverjum um borð sem voru honum innan handar og veittu læknisaðstoð.“
Eftir lendinguna í San Francisco voru farþegar vélarinnar bókaðir í næstu lausu flug til New York. Starfsfólki flugfélagsins sem var um borð hefur þá verið boðin áfallahjálp.