Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. janúar 2019 09:00 Umsókn Íslandspósts er afturvirk en lög kveða á um að sótt skuli um framlag fram í tímann. Fréttablaðið/ernir Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. ÍSP hyggst nota peninginn úr sjóðnum, en sem stendur er ekki til króna með gati í sjóðnum, til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. ÍSP sótti um framlag úr sjóðnum í október vegna ófjármagnaðrar alþjónustubyrði áranna 2013-17. Beiðni félagsins byggðist á skýrslu Copenhagen Economics frá síðasta vori um alþjónustubyrði ÍSP. Verkkaupi skýrslunnar var ÍSP. PFS svaraði ÍSP í nóvember en í svarbréfinu kom fram að stofnunin hygðist vísa frá hluta beiðninnar þar sem félagið hefði nú þegar fengið þá hluta bætta í gegnum gjaldskrá einkaréttar. Hvað kostnað af erlendum sendingum varðar sagði PFS að ÍSP hefði ekki haldið þeirri ástæðu á lofti fyrr en nýlega. Þá kemur fram í frumvarpi til nýrra póstlaga að sá kostnaður hafi ekki verið talinn til alþjónustubyrðar erlendis. ÍSP var veittur frestur til andmæla til upphafs árs en sá frestur var nýverið framlengdur til mánaðarloka.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri SA.Í bréfi FA eru tilgreindar fjórar röksemdir fyrir því að vísa beri umsókninni frá. Í fyrsta lagi séu ekki uppfyllt skilyrði fyrir efnismeðferð beiðninnar þar sem hún sé afturvirk. Umsóknir í sjóðinn skuli berast fyrir næstkomandi ár en umsókn ÍSP sé aftur á móti afturvirk. Í öðru lagi er af hálfu FA vikið að því, sem áður hefur komið fram í ákvörðunum PFS, að ÍSP hafi nú þegar fengið alþjónustubyrði sína bætta í gegnum gjaldskrá einkaréttar. Þá er bent á að tap ÍSP af samkeppnisrekstri megi rekja til þeirrar ákvörðunar félagsins að velta ekki kostnaði af erlendum sendingum út í verðið til neytandans. Að endingu er bent á að verði sjóðurinn virkjaður þurfi samkeppnisaðilar ÍSP, og ÍSP sjálfur, að greiða í sjóðinn og væru því að „standa straum af taprekstri á samkeppnishlið ÍSP“. „Við áttum okkur ekki alveg á því hví það tekur svona langan tíma að afgreiða þetta. Á sama hátt skiljum við ekki hví Samkeppniseftirlitið hefur ekki gert athugasemdir við mjög augljós brot ÍSP á sátt við eftirlitið,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Að mati Ólafs sé aðeins nauðsynlegt að vera læs til að sjá að ekki sé grundvöllur fyrir umsókn ÍSP í jöfnunarsjóðinn í því lagaumhverfi sem er í gildi. „Þetta er eitthvert pólitískt leikrit sett upp til að telja fólki trú um að félagið geti endurgreitt lánið. Það er alveg horft fram hjá því að sjóðurinn er tómur og ÍSP er lögum samkvæmt of seint að sækja um framlagið. Samt er þessum möguleika teflt fram við almenning og fjárlaganefnd Alþingis,“ segir Ólafur. Verði fallist á umsókn ÍSP úr sjóðnum gæti sú staða komið upp að ríkið þyrfti að leggja fé í sjóðinn. Þá fjármuni myndi félagið síðan nota til að endurgreiða ríkinu. „Ef það gerist verður þetta leikrit orðið að farsa,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. ÍSP hyggst nota peninginn úr sjóðnum, en sem stendur er ekki til króna með gati í sjóðnum, til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. ÍSP sótti um framlag úr sjóðnum í október vegna ófjármagnaðrar alþjónustubyrði áranna 2013-17. Beiðni félagsins byggðist á skýrslu Copenhagen Economics frá síðasta vori um alþjónustubyrði ÍSP. Verkkaupi skýrslunnar var ÍSP. PFS svaraði ÍSP í nóvember en í svarbréfinu kom fram að stofnunin hygðist vísa frá hluta beiðninnar þar sem félagið hefði nú þegar fengið þá hluta bætta í gegnum gjaldskrá einkaréttar. Hvað kostnað af erlendum sendingum varðar sagði PFS að ÍSP hefði ekki haldið þeirri ástæðu á lofti fyrr en nýlega. Þá kemur fram í frumvarpi til nýrra póstlaga að sá kostnaður hafi ekki verið talinn til alþjónustubyrðar erlendis. ÍSP var veittur frestur til andmæla til upphafs árs en sá frestur var nýverið framlengdur til mánaðarloka.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri SA.Í bréfi FA eru tilgreindar fjórar röksemdir fyrir því að vísa beri umsókninni frá. Í fyrsta lagi séu ekki uppfyllt skilyrði fyrir efnismeðferð beiðninnar þar sem hún sé afturvirk. Umsóknir í sjóðinn skuli berast fyrir næstkomandi ár en umsókn ÍSP sé aftur á móti afturvirk. Í öðru lagi er af hálfu FA vikið að því, sem áður hefur komið fram í ákvörðunum PFS, að ÍSP hafi nú þegar fengið alþjónustubyrði sína bætta í gegnum gjaldskrá einkaréttar. Þá er bent á að tap ÍSP af samkeppnisrekstri megi rekja til þeirrar ákvörðunar félagsins að velta ekki kostnaði af erlendum sendingum út í verðið til neytandans. Að endingu er bent á að verði sjóðurinn virkjaður þurfi samkeppnisaðilar ÍSP, og ÍSP sjálfur, að greiða í sjóðinn og væru því að „standa straum af taprekstri á samkeppnishlið ÍSP“. „Við áttum okkur ekki alveg á því hví það tekur svona langan tíma að afgreiða þetta. Á sama hátt skiljum við ekki hví Samkeppniseftirlitið hefur ekki gert athugasemdir við mjög augljós brot ÍSP á sátt við eftirlitið,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Að mati Ólafs sé aðeins nauðsynlegt að vera læs til að sjá að ekki sé grundvöllur fyrir umsókn ÍSP í jöfnunarsjóðinn í því lagaumhverfi sem er í gildi. „Þetta er eitthvert pólitískt leikrit sett upp til að telja fólki trú um að félagið geti endurgreitt lánið. Það er alveg horft fram hjá því að sjóðurinn er tómur og ÍSP er lögum samkvæmt of seint að sækja um framlagið. Samt er þessum möguleika teflt fram við almenning og fjárlaganefnd Alþingis,“ segir Ólafur. Verði fallist á umsókn ÍSP úr sjóðnum gæti sú staða komið upp að ríkið þyrfti að leggja fé í sjóðinn. Þá fjármuni myndi félagið síðan nota til að endurgreiða ríkinu. „Ef það gerist verður þetta leikrit orðið að farsa,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira