Slakinn kærkomið tækifæri til að byggja upp innviðina Kristján Már Unnarsson skrifar 25. janúar 2019 22:15 Frá breikkun Suðurlandsvegar við Sandskeið fyrir átta árum. Mynd/Vísir. Sá slaki sem myndast hefur í hagkerfinu er kærkomið tækifæri til að byggja upp innviði, sem vanræktir hafa verið um árabil og jafnvel drabbast niður, að mati framsögumanna á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í gær. Enn vantar talsvert upp á að náð verði sama framkvæmdastigi og var fyrir hrun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þótt framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga aukist úr 80 milljörðum upp í 130 milljarða króna milli ára er umfang framkvæmda núna minna en var á árunum fyrir hrun. „Það eru minni umsvif núna í byggingariðnaði en var þá. Núna eru um 14 þúsund manns að vinna í byggingariðnaði en þegar mest lét árið 2008 voru þeir ríflega 16 þúsund. Svoleiðis að enn erum við ekki komin nálægt eða í sama fjölda og var,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og Vegagerðin hefur ekki náð sama framkvæmdastigi. „Við erum ekki að ná sömu tölum og var 2008, enda var það mikið framkvæmdaár. En í kjölfarið á því, eins og við vitum, var mikið dregið saman. En við erum að ná að breyta hallatölunni þannig að hún sé jákvæð hvað varðar fjármagn til framkvæmda,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Framsögumenn á Útboðsþinginu töldu raunar orðið brýnt að styrkja innviði, sem lengi hafa beðið. „Eins og átakið í malbiki er dæmi um. Svo erum við að byrja að hanna borgarlínu og gera marga þá hluti sem horfa mjög til framtíðar til þess að bæta samgöngurnar og innviðina í borginni,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á Útboðsþinginu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Uppbygging er einnig í velferðarkerfinu. „Það eru til dæmis þrjár hugmyndasamkeppnir, eða framkvæmdasamkeppnir, vegna hjúkrunarheimila á árinu, því það er náttúrlega verið að gefa í uppbyggingu þar,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Og framkvæmdir eru ekki bara á Reykjavíkursvæðinu. „Þetta er um allt land. Það er líka heilmikið um standsetningu á eldri mannvirkjum, bæði auðvitað hér á höfuðborgarsvæðinu en víða um land. Þannig að þetta er bara mjög dreift,“ segir Guðrún.Frá Reykjavegi í Biskupstungum. Uppbygging þessa fjölfarna malarvegar með bundnu slitlagi hefst á næstu vikum og á verkinu að vera að fullu lokið haustið 2020.Vísir/Magnús HlynurTíminn er sagður góður fyrir hagkerfið. „Það er ekki bara góður tími heldur er það líka nauðsynlegt. Vegna þess, eins og við höfum bent á, þá hefur viðhaldi og uppbyggingu innviða verið heldur minna sinnt en skyldi á síðustu árum. Svoleiðis að núna er röðin komin að innviðunum enda eru innviðirnir lífæðar samfélagsins,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjárlög Samgöngur Tengdar fréttir Framkvæmdir fyrir 128 milljarða Verklegar framkvæmdir tíu opinberra aðila sem kynntar voru á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í gær munu nema 128 milljörðum króna á árinu. 25. janúar 2019 07:00 Sundlaug í Úlfarsárdal og knatthús í Breiðholti stærstu verkefnin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti fjárfestingar Reykjavíkurborgar á árlegu Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. 24. janúar 2019 15:35 Fimmtíu milljarða viðbót sögð koma á góðum tíma Um 130 milljörðum króna verður varið til framkvæmda opinberra aðila á þessu ári, sem er um 50 milljarða króna viðbót milli ára. Þessi gríðarlega innspýting er sögð koma á góðum tíma fyrir hagkerfið. 24. janúar 2019 20:15 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Sá slaki sem myndast hefur í hagkerfinu er kærkomið tækifæri til að byggja upp innviði, sem vanræktir hafa verið um árabil og jafnvel drabbast niður, að mati framsögumanna á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í gær. Enn vantar talsvert upp á að náð verði sama framkvæmdastigi og var fyrir hrun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þótt framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga aukist úr 80 milljörðum upp í 130 milljarða króna milli ára er umfang framkvæmda núna minna en var á árunum fyrir hrun. „Það eru minni umsvif núna í byggingariðnaði en var þá. Núna eru um 14 þúsund manns að vinna í byggingariðnaði en þegar mest lét árið 2008 voru þeir ríflega 16 þúsund. Svoleiðis að enn erum við ekki komin nálægt eða í sama fjölda og var,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og Vegagerðin hefur ekki náð sama framkvæmdastigi. „Við erum ekki að ná sömu tölum og var 2008, enda var það mikið framkvæmdaár. En í kjölfarið á því, eins og við vitum, var mikið dregið saman. En við erum að ná að breyta hallatölunni þannig að hún sé jákvæð hvað varðar fjármagn til framkvæmda,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Framsögumenn á Útboðsþinginu töldu raunar orðið brýnt að styrkja innviði, sem lengi hafa beðið. „Eins og átakið í malbiki er dæmi um. Svo erum við að byrja að hanna borgarlínu og gera marga þá hluti sem horfa mjög til framtíðar til þess að bæta samgöngurnar og innviðina í borginni,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á Útboðsþinginu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Uppbygging er einnig í velferðarkerfinu. „Það eru til dæmis þrjár hugmyndasamkeppnir, eða framkvæmdasamkeppnir, vegna hjúkrunarheimila á árinu, því það er náttúrlega verið að gefa í uppbyggingu þar,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Og framkvæmdir eru ekki bara á Reykjavíkursvæðinu. „Þetta er um allt land. Það er líka heilmikið um standsetningu á eldri mannvirkjum, bæði auðvitað hér á höfuðborgarsvæðinu en víða um land. Þannig að þetta er bara mjög dreift,“ segir Guðrún.Frá Reykjavegi í Biskupstungum. Uppbygging þessa fjölfarna malarvegar með bundnu slitlagi hefst á næstu vikum og á verkinu að vera að fullu lokið haustið 2020.Vísir/Magnús HlynurTíminn er sagður góður fyrir hagkerfið. „Það er ekki bara góður tími heldur er það líka nauðsynlegt. Vegna þess, eins og við höfum bent á, þá hefur viðhaldi og uppbyggingu innviða verið heldur minna sinnt en skyldi á síðustu árum. Svoleiðis að núna er röðin komin að innviðunum enda eru innviðirnir lífæðar samfélagsins,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjárlög Samgöngur Tengdar fréttir Framkvæmdir fyrir 128 milljarða Verklegar framkvæmdir tíu opinberra aðila sem kynntar voru á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í gær munu nema 128 milljörðum króna á árinu. 25. janúar 2019 07:00 Sundlaug í Úlfarsárdal og knatthús í Breiðholti stærstu verkefnin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti fjárfestingar Reykjavíkurborgar á árlegu Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. 24. janúar 2019 15:35 Fimmtíu milljarða viðbót sögð koma á góðum tíma Um 130 milljörðum króna verður varið til framkvæmda opinberra aðila á þessu ári, sem er um 50 milljarða króna viðbót milli ára. Þessi gríðarlega innspýting er sögð koma á góðum tíma fyrir hagkerfið. 24. janúar 2019 20:15 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Framkvæmdir fyrir 128 milljarða Verklegar framkvæmdir tíu opinberra aðila sem kynntar voru á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í gær munu nema 128 milljörðum króna á árinu. 25. janúar 2019 07:00
Sundlaug í Úlfarsárdal og knatthús í Breiðholti stærstu verkefnin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti fjárfestingar Reykjavíkurborgar á árlegu Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. 24. janúar 2019 15:35
Fimmtíu milljarða viðbót sögð koma á góðum tíma Um 130 milljörðum króna verður varið til framkvæmda opinberra aðila á þessu ári, sem er um 50 milljarða króna viðbót milli ára. Þessi gríðarlega innspýting er sögð koma á góðum tíma fyrir hagkerfið. 24. janúar 2019 20:15