Skiptast í fylkingar vegna Venesúela Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. janúar 2019 06:30 Juan Guaidó nýtur stuðnings Vesturlanda. Nordicphotos/AFP Stjórnarandstaðan í Venesúela með Juan Guaidó, starfandi forseta [að nafninu til], í fararbroddi leitast nú við að halda áfram að þrýsta á ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta eftir fjöldamótmæli miðvikudagsins. Stjórnarandstaðan, sem fer með völdin á venesúelska þinginu, álítur Maduro valdaræningja og kosningar síðasta árs ólöglegar. Maduro er ekki sammála enda álítur hann hið tiltölulega nýstofnaða stjórnlagaþing, sem sósíalistar stýra, hærra sett. Valdafólk utan Venesúela kepptist í gær og á miðvikudag við að taka afstöðu með ýmist Maduro eða Guaidó. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist styðja Guaidó á miðvikudag og í gær tók Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, sömu afstöðu í símtali við Guaidó. Fjölmörg önnur ríki Rómönsku-Ameríku styðja forsetann aukinheldur og Frakkar, Bretar, Þjóðverjar og fleiri lýsa því yfir að kosningar síðasta árs hafi verið ólöglegar. Maduro á líka sína bandamenn. Sergeí Ríjabkov, varautanríkisráðherra Rússa, sagðist vara við því að Bandaríkin skiptu sér af ástandinu í Venesúela. „Rússland styður bandamann sinn, vinveitta Venesúela.“ Hua Chunying, upplýsingafulltrúi hjá kínverska utanríkisráðuneytinu, var á sama máli í gær. „Kína styður viðleitni ríkisstjórnar Venesúela til þess að skýla fullveldi sínu, sjálfstæði og stöðugleika.“ Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00 Mótmæli gegn meintum valdaræningja Stjórnarandstaðan í Venesúela efndi í gær til fjöldamótmæla til þess að mótmæla ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta. 24. janúar 2019 07:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Stjórnarandstaðan í Venesúela með Juan Guaidó, starfandi forseta [að nafninu til], í fararbroddi leitast nú við að halda áfram að þrýsta á ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta eftir fjöldamótmæli miðvikudagsins. Stjórnarandstaðan, sem fer með völdin á venesúelska þinginu, álítur Maduro valdaræningja og kosningar síðasta árs ólöglegar. Maduro er ekki sammála enda álítur hann hið tiltölulega nýstofnaða stjórnlagaþing, sem sósíalistar stýra, hærra sett. Valdafólk utan Venesúela kepptist í gær og á miðvikudag við að taka afstöðu með ýmist Maduro eða Guaidó. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist styðja Guaidó á miðvikudag og í gær tók Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, sömu afstöðu í símtali við Guaidó. Fjölmörg önnur ríki Rómönsku-Ameríku styðja forsetann aukinheldur og Frakkar, Bretar, Þjóðverjar og fleiri lýsa því yfir að kosningar síðasta árs hafi verið ólöglegar. Maduro á líka sína bandamenn. Sergeí Ríjabkov, varautanríkisráðherra Rússa, sagðist vara við því að Bandaríkin skiptu sér af ástandinu í Venesúela. „Rússland styður bandamann sinn, vinveitta Venesúela.“ Hua Chunying, upplýsingafulltrúi hjá kínverska utanríkisráðuneytinu, var á sama máli í gær. „Kína styður viðleitni ríkisstjórnar Venesúela til þess að skýla fullveldi sínu, sjálfstæði og stöðugleika.“
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00 Mótmæli gegn meintum valdaræningja Stjórnarandstaðan í Venesúela efndi í gær til fjöldamótmæla til þess að mótmæla ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta. 24. janúar 2019 07:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00
Mótmæli gegn meintum valdaræningja Stjórnarandstaðan í Venesúela efndi í gær til fjöldamótmæla til þess að mótmæla ríkisstjórn Nicolás Maduro forseta. 24. janúar 2019 07:30