Sala er talinn hafa farist er flugvél með honum og flugmanninum David Ibbotson týndist yfir Ermasundi. Leit hjálparaðila hefur engan árangur borið og í gær var leitt hætt.
Salah skrifaði undir samning við Cardiff í janúarglugganum þar sem hann varð samherji Arons Einars Gunnarssonar en hann kom frá Nantes í Frakklandi.
Þrátt fyrir mikla leit hefur leitin engu skilað þar sem flugvélin er talinn hafa farist og úrvalsdeildin hefur því ákveðið að þeirra verður minnst með einnar mínútu þögn í úrvalsdeildinni í næstu viku.
Leikið er í enska bikarnum um helgina en Cardiff er úr leik svo þeir leika ekki um helgina. Næsti leikur Cardiff er gegn Arsenal á þriðjudaginn á heimavelli áður en liðið spilar við Bournemouth um næstu helgi á heimavelli.
@premierleague say there will be a minute's silence at matches next week in memory of Emiliano Sala and David Ibbotson. #SSN
— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 24, 2019