Sara: Ekki alveg komin til baka en ég er á leiðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2019 17:00 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram/sarasigmunds Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur endað í þriðja sæti á tveimur fyrstu mótunum sem hafa gefið sætið á heimsleikunum í CrossFit í ágúst. Hún á því ennþá eftir að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust. Sara varð fyrst í þriðja sæti á eftir þeim Samönthu Briggs og Jamie Greene í Dúbaí í desember og um síðustu helgi varð hún í þriðja sæti á Wodapalooza mótinu í Miami á eftir þeim Tiu-Clair Toomey og Kari Pearce. Samantha Briggs og Tia-Clair Toomey eru báðar komnar með þátttökurétt á heimsleikunum en hinir fá þrettán önnur mót í viðbót til að tryggja sér sætið. Eitt af þeim mótum verður einmitt haldið hér á Íslandi í maí. „Ég er ekki alveg komin til baka en ég er á leiðinni,“ skrifaði Sara inn á Instagram síðuna sína. Hún endaði með 564 stig og var bara 22 stigum frá öðrum sætinu en meira en hundrað stigum frá efsta sætinu. Sara lenti í því að rifbeinsbrotna á heimsleikunum í fyrra og þurfti þá að hætta keppni. Hún hefur verið að vinna sig til baka eftir þau meiðsli. Tia-Clair Toomey hefur unnið heimsleikana tvö undanfarin ár og fékk 676 stig á Wodapalooza mótinu sem er frábær árangur. Sara náði sem dæmi ekki að vera fyrir ofan hana í neinni grein. Toomey stoppar hins vegar ekki fleiri frá því að vinna sér sæti á heimsleikunum því ef Ástralinn keppir aftur á móti og vinnur þá mun sú í öðru sæti fá lausa sætið. „Ferðalagið sjálft er besti hlutinn af þessu öllu saman og þetta var stórkostleg upplifun að keppa á Wodapalooza. Ég gerði nokkur mistök og það var nóg af klaufagangi hjá mér en ég barðist vel fyrir mínu og fékk að upplifa ótrúlegt andrúmsloft,“ skrifaði Sara á Instagram-síðu sína. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur verið með á síðustu fjórum heimsleikum og endaði í þriðja sæti bæði 2015 og 2016.Hér fyrir neðan má sjá færslu Söru. „Not quite there yet but on my way back. The journey is the best part of this , amazing weekend competing @thewodapalooza , few mistakes made and a lot of clumsiness but a good fight and a unreal atmosphere. So thankful for all the volunteers and staff for making this event happen, and of course to the fans for cheering and giving me goosebumps each time I hear my name called.“ CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur endað í þriðja sæti á tveimur fyrstu mótunum sem hafa gefið sætið á heimsleikunum í CrossFit í ágúst. Hún á því ennþá eftir að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust. Sara varð fyrst í þriðja sæti á eftir þeim Samönthu Briggs og Jamie Greene í Dúbaí í desember og um síðustu helgi varð hún í þriðja sæti á Wodapalooza mótinu í Miami á eftir þeim Tiu-Clair Toomey og Kari Pearce. Samantha Briggs og Tia-Clair Toomey eru báðar komnar með þátttökurétt á heimsleikunum en hinir fá þrettán önnur mót í viðbót til að tryggja sér sætið. Eitt af þeim mótum verður einmitt haldið hér á Íslandi í maí. „Ég er ekki alveg komin til baka en ég er á leiðinni,“ skrifaði Sara inn á Instagram síðuna sína. Hún endaði með 564 stig og var bara 22 stigum frá öðrum sætinu en meira en hundrað stigum frá efsta sætinu. Sara lenti í því að rifbeinsbrotna á heimsleikunum í fyrra og þurfti þá að hætta keppni. Hún hefur verið að vinna sig til baka eftir þau meiðsli. Tia-Clair Toomey hefur unnið heimsleikana tvö undanfarin ár og fékk 676 stig á Wodapalooza mótinu sem er frábær árangur. Sara náði sem dæmi ekki að vera fyrir ofan hana í neinni grein. Toomey stoppar hins vegar ekki fleiri frá því að vinna sér sæti á heimsleikunum því ef Ástralinn keppir aftur á móti og vinnur þá mun sú í öðru sæti fá lausa sætið. „Ferðalagið sjálft er besti hlutinn af þessu öllu saman og þetta var stórkostleg upplifun að keppa á Wodapalooza. Ég gerði nokkur mistök og það var nóg af klaufagangi hjá mér en ég barðist vel fyrir mínu og fékk að upplifa ótrúlegt andrúmsloft,“ skrifaði Sara á Instagram-síðu sína. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur verið með á síðustu fjórum heimsleikum og endaði í þriðja sæti bæði 2015 og 2016.Hér fyrir neðan má sjá færslu Söru. „Not quite there yet but on my way back. The journey is the best part of this , amazing weekend competing @thewodapalooza , few mistakes made and a lot of clumsiness but a good fight and a unreal atmosphere. So thankful for all the volunteers and staff for making this event happen, and of course to the fans for cheering and giving me goosebumps each time I hear my name called.“
CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira