Sara: Ekki alveg komin til baka en ég er á leiðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2019 17:00 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram/sarasigmunds Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur endað í þriðja sæti á tveimur fyrstu mótunum sem hafa gefið sætið á heimsleikunum í CrossFit í ágúst. Hún á því ennþá eftir að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust. Sara varð fyrst í þriðja sæti á eftir þeim Samönthu Briggs og Jamie Greene í Dúbaí í desember og um síðustu helgi varð hún í þriðja sæti á Wodapalooza mótinu í Miami á eftir þeim Tiu-Clair Toomey og Kari Pearce. Samantha Briggs og Tia-Clair Toomey eru báðar komnar með þátttökurétt á heimsleikunum en hinir fá þrettán önnur mót í viðbót til að tryggja sér sætið. Eitt af þeim mótum verður einmitt haldið hér á Íslandi í maí. „Ég er ekki alveg komin til baka en ég er á leiðinni,“ skrifaði Sara inn á Instagram síðuna sína. Hún endaði með 564 stig og var bara 22 stigum frá öðrum sætinu en meira en hundrað stigum frá efsta sætinu. Sara lenti í því að rifbeinsbrotna á heimsleikunum í fyrra og þurfti þá að hætta keppni. Hún hefur verið að vinna sig til baka eftir þau meiðsli. Tia-Clair Toomey hefur unnið heimsleikana tvö undanfarin ár og fékk 676 stig á Wodapalooza mótinu sem er frábær árangur. Sara náði sem dæmi ekki að vera fyrir ofan hana í neinni grein. Toomey stoppar hins vegar ekki fleiri frá því að vinna sér sæti á heimsleikunum því ef Ástralinn keppir aftur á móti og vinnur þá mun sú í öðru sæti fá lausa sætið. „Ferðalagið sjálft er besti hlutinn af þessu öllu saman og þetta var stórkostleg upplifun að keppa á Wodapalooza. Ég gerði nokkur mistök og það var nóg af klaufagangi hjá mér en ég barðist vel fyrir mínu og fékk að upplifa ótrúlegt andrúmsloft,“ skrifaði Sara á Instagram-síðu sína. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur verið með á síðustu fjórum heimsleikum og endaði í þriðja sæti bæði 2015 og 2016.Hér fyrir neðan má sjá færslu Söru. „Not quite there yet but on my way back. The journey is the best part of this , amazing weekend competing @thewodapalooza , few mistakes made and a lot of clumsiness but a good fight and a unreal atmosphere. So thankful for all the volunteers and staff for making this event happen, and of course to the fans for cheering and giving me goosebumps each time I hear my name called.“ CrossFit Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur endað í þriðja sæti á tveimur fyrstu mótunum sem hafa gefið sætið á heimsleikunum í CrossFit í ágúst. Hún á því ennþá eftir að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust. Sara varð fyrst í þriðja sæti á eftir þeim Samönthu Briggs og Jamie Greene í Dúbaí í desember og um síðustu helgi varð hún í þriðja sæti á Wodapalooza mótinu í Miami á eftir þeim Tiu-Clair Toomey og Kari Pearce. Samantha Briggs og Tia-Clair Toomey eru báðar komnar með þátttökurétt á heimsleikunum en hinir fá þrettán önnur mót í viðbót til að tryggja sér sætið. Eitt af þeim mótum verður einmitt haldið hér á Íslandi í maí. „Ég er ekki alveg komin til baka en ég er á leiðinni,“ skrifaði Sara inn á Instagram síðuna sína. Hún endaði með 564 stig og var bara 22 stigum frá öðrum sætinu en meira en hundrað stigum frá efsta sætinu. Sara lenti í því að rifbeinsbrotna á heimsleikunum í fyrra og þurfti þá að hætta keppni. Hún hefur verið að vinna sig til baka eftir þau meiðsli. Tia-Clair Toomey hefur unnið heimsleikana tvö undanfarin ár og fékk 676 stig á Wodapalooza mótinu sem er frábær árangur. Sara náði sem dæmi ekki að vera fyrir ofan hana í neinni grein. Toomey stoppar hins vegar ekki fleiri frá því að vinna sér sæti á heimsleikunum því ef Ástralinn keppir aftur á móti og vinnur þá mun sú í öðru sæti fá lausa sætið. „Ferðalagið sjálft er besti hlutinn af þessu öllu saman og þetta var stórkostleg upplifun að keppa á Wodapalooza. Ég gerði nokkur mistök og það var nóg af klaufagangi hjá mér en ég barðist vel fyrir mínu og fékk að upplifa ótrúlegt andrúmsloft,“ skrifaði Sara á Instagram-síðu sína. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur verið með á síðustu fjórum heimsleikum og endaði í þriðja sæti bæði 2015 og 2016.Hér fyrir neðan má sjá færslu Söru. „Not quite there yet but on my way back. The journey is the best part of this , amazing weekend competing @thewodapalooza , few mistakes made and a lot of clumsiness but a good fight and a unreal atmosphere. So thankful for all the volunteers and staff for making this event happen, and of course to the fans for cheering and giving me goosebumps each time I hear my name called.“
CrossFit Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira