500 hillumetrar af skjölum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2019 06:15 Guðmundur, forstöðumaður Skjala-og myndasafns Norðfjarðar, við vinnuborðið sitt. Mynd/Magnús Stefánsson Við reynum að safna sem mestum heimildum um okkar svæði, viljum eiga sögu byggðarinnar, útgerðarinnar og mannlífsins og erum með um 500 hillumetra af skjölum og talsvert á annað hundrað þúsund myndir,“ segir Guðmundur Sveinsson, forstöðumaður Skjala- og myndasafns Norðfjarðar, og rifjar upp sögu safnsins í fáum orðum, í tilefni 40 ára afmælis þess. „Við sem sátum í safnanefnd bæjarins fórum að ræða þörf fyrir svona safn árið 1978. Í janúar 1979 ákvað bæjarstjórn að því skyldi komið á laggirnar. Svo ég er búinn að vera að dunda í þessu í rúmlega fjörutíu ár, því við vorum byrjuð að sanka að okkur efni áður en safnið varð til.“ Guðmundur segir safnið hafa vaxið jafnt og þétt. „Ég vil að fólk sem ætlar með skjöl, bréf eða myndir á haugana komi frekar með slíkt til mín og leyfi efninu að njóta vafans. Við verðum að láta okkur varða allt sem snertir þetta byggðarlag ef við ætlum að halda í söguna okkar. Það gera ekki aðrir fyrir okkur.“ Spurður hvort hann sé einn á skjalasafninu svarar Guðmundur: „Svona safn verður ekki til hjá einhverjum einum en ég er eini starfsmaðurinn. Við eigum samtaka fólk í þessum málum, vil ég meina. Það hringdi nú maður í mig bara í fyrradag og spurði hvort ég vildi 6.100 skuggamyndir, faðir hans tók þær og ég veit að hann átti góða myndavél. Annar kom með albúm í fyrradag.“ Hann segir alla sem vilja geta skoðað muni safnsins, eftir samkomulagi. „Síðan erum við á hverju einasta þriðjudagskvöldi í Safnahúsinu með óþekktar myndir. Þá kemur hópur öldungaráðið til að hjálpa mér að þekkja og greina myndir. Svo eru þær skráðar og settar í sérbúin umslög.“ Norðfirðingar eiga myndarlegt safnahús, upphaflega byggt af Sameinuðu íslensku verslununum 1922-23. Það hýsir þrjú söfn, Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar, Sjóminja- og smiðjusafn Jósafats Hinrikssonar og Náttúrugripasafn Neskaupstaðar. Skjala- og myndasafnið er annars staðar. „En við erum að stefna að því að koma því í næsta hús við Minjasafnið,“ segir Guðmundur. „Það eru draumar safnamanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Við reynum að safna sem mestum heimildum um okkar svæði, viljum eiga sögu byggðarinnar, útgerðarinnar og mannlífsins og erum með um 500 hillumetra af skjölum og talsvert á annað hundrað þúsund myndir,“ segir Guðmundur Sveinsson, forstöðumaður Skjala- og myndasafns Norðfjarðar, og rifjar upp sögu safnsins í fáum orðum, í tilefni 40 ára afmælis þess. „Við sem sátum í safnanefnd bæjarins fórum að ræða þörf fyrir svona safn árið 1978. Í janúar 1979 ákvað bæjarstjórn að því skyldi komið á laggirnar. Svo ég er búinn að vera að dunda í þessu í rúmlega fjörutíu ár, því við vorum byrjuð að sanka að okkur efni áður en safnið varð til.“ Guðmundur segir safnið hafa vaxið jafnt og þétt. „Ég vil að fólk sem ætlar með skjöl, bréf eða myndir á haugana komi frekar með slíkt til mín og leyfi efninu að njóta vafans. Við verðum að láta okkur varða allt sem snertir þetta byggðarlag ef við ætlum að halda í söguna okkar. Það gera ekki aðrir fyrir okkur.“ Spurður hvort hann sé einn á skjalasafninu svarar Guðmundur: „Svona safn verður ekki til hjá einhverjum einum en ég er eini starfsmaðurinn. Við eigum samtaka fólk í þessum málum, vil ég meina. Það hringdi nú maður í mig bara í fyrradag og spurði hvort ég vildi 6.100 skuggamyndir, faðir hans tók þær og ég veit að hann átti góða myndavél. Annar kom með albúm í fyrradag.“ Hann segir alla sem vilja geta skoðað muni safnsins, eftir samkomulagi. „Síðan erum við á hverju einasta þriðjudagskvöldi í Safnahúsinu með óþekktar myndir. Þá kemur hópur öldungaráðið til að hjálpa mér að þekkja og greina myndir. Svo eru þær skráðar og settar í sérbúin umslög.“ Norðfirðingar eiga myndarlegt safnahús, upphaflega byggt af Sameinuðu íslensku verslununum 1922-23. Það hýsir þrjú söfn, Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar, Sjóminja- og smiðjusafn Jósafats Hinrikssonar og Náttúrugripasafn Neskaupstaðar. Skjala- og myndasafnið er annars staðar. „En við erum að stefna að því að koma því í næsta hús við Minjasafnið,“ segir Guðmundur. „Það eru draumar safnamanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira