Bílasalan næmari fyrir umræðunni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 24. janúar 2019 07:00 Fjöldi nýskráðra bíla dróst saman um 18 prósent milli ára. Fréttablaðið/Eyþór Bílasala er orðin næmari fyrir umræðunni í þjóðfélaginu en áður að sögn forstöðumanns útlánasviðs Ergo. Á móti hefur uppgangur ferðaþjónustunnar myndað sveiflujöfnun inn í efnahagslífið sem gerir það að verkum að aukin eftirspurn er eftir bílaleigubílum. Markaðurinn greindi nýlega frá samantekt Ergo sem sýndi að fjöldi nýskráðra bíla dróst saman um 18 prósent á milli ára. Árið 2018 fór vel af stað en það fór að hægja á sölunni á seinni hlutanum. „Við þurfum að hafa í huga að við erum að bera 2018 saman við stærsta bílaárið í sögu Íslands. Bílasalan í ár mun verða á bilinu 15 þúsund til 17 þúsund bílar sem er mjög ásættanlegt,“ segir Haraldur Ólafsson, forstöðumaður útlánasviðs Ergo. Fram kom í samantekt Ergo að bílasalar reki dræmari sölu á seinni hluta ársins til óvissu varðandi kjarasamninga. Haraldur segir að umræðan í þjóðfélaginu sé farin að hafa meiri áhrif á bílasölu en áður. „Við erum að upplifa að bílasala er orðin viðkvæmari fyrir umræðunni í þjóðfélaginu og væntingum. Það er ný þróun,“ segir Haraldur og rifjar upp stöðuna síðasta haust. „Salan fer niður um miðjan september og það er á þeim tíma þegar umræðan um Icelandair og WOW air fer á flug. Á sama tíma eru aðilar í verkalýðshreyfingunni að tjá sig um þá erfiðu stöðu sem kann að koma upp á vinnumarkaði. Ætla má að veiking krónunnar í vetur hafi einnig haft neikvæð áhrif á bílasölu en aftur á móti hefur uppgangur ferðaþjónustunnar byggt sveiflujöfnun inn í bílamarkaðinn. „Ferðaþjónusta er mjög verðteygin vara þannig að veiking krónunnar skilar sér í aukinni eftirspurn eftir landinu sem aftur skilar sér í eftirspurn eftir bílaleigu. Við erum að sjá fram að það að bílaleigurnar kaupi allt að sjö til átta þúsund bíla á þessu ári og þær bílaleigur sem ég ræddi við fyrir áramót sögðu að bókanir inn á þetta ár hefðu aukist verulega miðað við sama tíma árið áður. Vissulega eru fáir dagar bókaðir þannig að hver dagur hefur mikil áhrif en engu að síður eykst eftirspurnin þegar krónan gefur eftir.“ Verð notaðra bíla er að miklu leyti háð verði nýrra bíla. Verð notaðra bíla lækkaði töluvert árið 2017 og fyrri hluta 2018 en gengisveiking krónunnar í vetur sneri þróuninni við. „Notaði markaðurinn er ekki lengur í lækkunarfasa. Nýir bílar urðu dýrari og sú verðhækkun kvíslaðist inn á notaða markaðinn að einhverju leyti. Það er ekkert launungarmál að það eru margir notaðir bílar til sölu en við sjáum það í okkar tölum að það hefur gengið ágætlega að selja þá.“ Aðspurður segir Haraldur að ekki séu merki um að lánshlutföll bílalána hafi aukist en það er ein vísbending um þenslu á markaðinum. „Það virðist vera þannig að fólk sem kaupir bíla sé með töluvert eigið fé á milli handanna. Lánshlutföllin hjá okkur hafa ekki hækkað sem er jákvætt enda viljum við hafa markaðinn heilbrigðan.“ Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Sjá meira
Bílasala er orðin næmari fyrir umræðunni í þjóðfélaginu en áður að sögn forstöðumanns útlánasviðs Ergo. Á móti hefur uppgangur ferðaþjónustunnar myndað sveiflujöfnun inn í efnahagslífið sem gerir það að verkum að aukin eftirspurn er eftir bílaleigubílum. Markaðurinn greindi nýlega frá samantekt Ergo sem sýndi að fjöldi nýskráðra bíla dróst saman um 18 prósent á milli ára. Árið 2018 fór vel af stað en það fór að hægja á sölunni á seinni hlutanum. „Við þurfum að hafa í huga að við erum að bera 2018 saman við stærsta bílaárið í sögu Íslands. Bílasalan í ár mun verða á bilinu 15 þúsund til 17 þúsund bílar sem er mjög ásættanlegt,“ segir Haraldur Ólafsson, forstöðumaður útlánasviðs Ergo. Fram kom í samantekt Ergo að bílasalar reki dræmari sölu á seinni hluta ársins til óvissu varðandi kjarasamninga. Haraldur segir að umræðan í þjóðfélaginu sé farin að hafa meiri áhrif á bílasölu en áður. „Við erum að upplifa að bílasala er orðin viðkvæmari fyrir umræðunni í þjóðfélaginu og væntingum. Það er ný þróun,“ segir Haraldur og rifjar upp stöðuna síðasta haust. „Salan fer niður um miðjan september og það er á þeim tíma þegar umræðan um Icelandair og WOW air fer á flug. Á sama tíma eru aðilar í verkalýðshreyfingunni að tjá sig um þá erfiðu stöðu sem kann að koma upp á vinnumarkaði. Ætla má að veiking krónunnar í vetur hafi einnig haft neikvæð áhrif á bílasölu en aftur á móti hefur uppgangur ferðaþjónustunnar byggt sveiflujöfnun inn í bílamarkaðinn. „Ferðaþjónusta er mjög verðteygin vara þannig að veiking krónunnar skilar sér í aukinni eftirspurn eftir landinu sem aftur skilar sér í eftirspurn eftir bílaleigu. Við erum að sjá fram að það að bílaleigurnar kaupi allt að sjö til átta þúsund bíla á þessu ári og þær bílaleigur sem ég ræddi við fyrir áramót sögðu að bókanir inn á þetta ár hefðu aukist verulega miðað við sama tíma árið áður. Vissulega eru fáir dagar bókaðir þannig að hver dagur hefur mikil áhrif en engu að síður eykst eftirspurnin þegar krónan gefur eftir.“ Verð notaðra bíla er að miklu leyti háð verði nýrra bíla. Verð notaðra bíla lækkaði töluvert árið 2017 og fyrri hluta 2018 en gengisveiking krónunnar í vetur sneri þróuninni við. „Notaði markaðurinn er ekki lengur í lækkunarfasa. Nýir bílar urðu dýrari og sú verðhækkun kvíslaðist inn á notaða markaðinn að einhverju leyti. Það er ekkert launungarmál að það eru margir notaðir bílar til sölu en við sjáum það í okkar tölum að það hefur gengið ágætlega að selja þá.“ Aðspurður segir Haraldur að ekki séu merki um að lánshlutföll bílalána hafi aukist en það er ein vísbending um þenslu á markaðinum. „Það virðist vera þannig að fólk sem kaupir bíla sé með töluvert eigið fé á milli handanna. Lánshlutföllin hjá okkur hafa ekki hækkað sem er jákvætt enda viljum við hafa markaðinn heilbrigðan.“
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Laun og barnabætur berast seint Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Laun og barnabætur berast seint Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Sjá meira