Bílasalan næmari fyrir umræðunni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 24. janúar 2019 07:00 Fjöldi nýskráðra bíla dróst saman um 18 prósent milli ára. Fréttablaðið/Eyþór Bílasala er orðin næmari fyrir umræðunni í þjóðfélaginu en áður að sögn forstöðumanns útlánasviðs Ergo. Á móti hefur uppgangur ferðaþjónustunnar myndað sveiflujöfnun inn í efnahagslífið sem gerir það að verkum að aukin eftirspurn er eftir bílaleigubílum. Markaðurinn greindi nýlega frá samantekt Ergo sem sýndi að fjöldi nýskráðra bíla dróst saman um 18 prósent á milli ára. Árið 2018 fór vel af stað en það fór að hægja á sölunni á seinni hlutanum. „Við þurfum að hafa í huga að við erum að bera 2018 saman við stærsta bílaárið í sögu Íslands. Bílasalan í ár mun verða á bilinu 15 þúsund til 17 þúsund bílar sem er mjög ásættanlegt,“ segir Haraldur Ólafsson, forstöðumaður útlánasviðs Ergo. Fram kom í samantekt Ergo að bílasalar reki dræmari sölu á seinni hluta ársins til óvissu varðandi kjarasamninga. Haraldur segir að umræðan í þjóðfélaginu sé farin að hafa meiri áhrif á bílasölu en áður. „Við erum að upplifa að bílasala er orðin viðkvæmari fyrir umræðunni í þjóðfélaginu og væntingum. Það er ný þróun,“ segir Haraldur og rifjar upp stöðuna síðasta haust. „Salan fer niður um miðjan september og það er á þeim tíma þegar umræðan um Icelandair og WOW air fer á flug. Á sama tíma eru aðilar í verkalýðshreyfingunni að tjá sig um þá erfiðu stöðu sem kann að koma upp á vinnumarkaði. Ætla má að veiking krónunnar í vetur hafi einnig haft neikvæð áhrif á bílasölu en aftur á móti hefur uppgangur ferðaþjónustunnar byggt sveiflujöfnun inn í bílamarkaðinn. „Ferðaþjónusta er mjög verðteygin vara þannig að veiking krónunnar skilar sér í aukinni eftirspurn eftir landinu sem aftur skilar sér í eftirspurn eftir bílaleigu. Við erum að sjá fram að það að bílaleigurnar kaupi allt að sjö til átta þúsund bíla á þessu ári og þær bílaleigur sem ég ræddi við fyrir áramót sögðu að bókanir inn á þetta ár hefðu aukist verulega miðað við sama tíma árið áður. Vissulega eru fáir dagar bókaðir þannig að hver dagur hefur mikil áhrif en engu að síður eykst eftirspurnin þegar krónan gefur eftir.“ Verð notaðra bíla er að miklu leyti háð verði nýrra bíla. Verð notaðra bíla lækkaði töluvert árið 2017 og fyrri hluta 2018 en gengisveiking krónunnar í vetur sneri þróuninni við. „Notaði markaðurinn er ekki lengur í lækkunarfasa. Nýir bílar urðu dýrari og sú verðhækkun kvíslaðist inn á notaða markaðinn að einhverju leyti. Það er ekkert launungarmál að það eru margir notaðir bílar til sölu en við sjáum það í okkar tölum að það hefur gengið ágætlega að selja þá.“ Aðspurður segir Haraldur að ekki séu merki um að lánshlutföll bílalána hafi aukist en það er ein vísbending um þenslu á markaðinum. „Það virðist vera þannig að fólk sem kaupir bíla sé með töluvert eigið fé á milli handanna. Lánshlutföllin hjá okkur hafa ekki hækkað sem er jákvætt enda viljum við hafa markaðinn heilbrigðan.“ Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Sjá meira
Bílasala er orðin næmari fyrir umræðunni í þjóðfélaginu en áður að sögn forstöðumanns útlánasviðs Ergo. Á móti hefur uppgangur ferðaþjónustunnar myndað sveiflujöfnun inn í efnahagslífið sem gerir það að verkum að aukin eftirspurn er eftir bílaleigubílum. Markaðurinn greindi nýlega frá samantekt Ergo sem sýndi að fjöldi nýskráðra bíla dróst saman um 18 prósent á milli ára. Árið 2018 fór vel af stað en það fór að hægja á sölunni á seinni hlutanum. „Við þurfum að hafa í huga að við erum að bera 2018 saman við stærsta bílaárið í sögu Íslands. Bílasalan í ár mun verða á bilinu 15 þúsund til 17 þúsund bílar sem er mjög ásættanlegt,“ segir Haraldur Ólafsson, forstöðumaður útlánasviðs Ergo. Fram kom í samantekt Ergo að bílasalar reki dræmari sölu á seinni hluta ársins til óvissu varðandi kjarasamninga. Haraldur segir að umræðan í þjóðfélaginu sé farin að hafa meiri áhrif á bílasölu en áður. „Við erum að upplifa að bílasala er orðin viðkvæmari fyrir umræðunni í þjóðfélaginu og væntingum. Það er ný þróun,“ segir Haraldur og rifjar upp stöðuna síðasta haust. „Salan fer niður um miðjan september og það er á þeim tíma þegar umræðan um Icelandair og WOW air fer á flug. Á sama tíma eru aðilar í verkalýðshreyfingunni að tjá sig um þá erfiðu stöðu sem kann að koma upp á vinnumarkaði. Ætla má að veiking krónunnar í vetur hafi einnig haft neikvæð áhrif á bílasölu en aftur á móti hefur uppgangur ferðaþjónustunnar byggt sveiflujöfnun inn í bílamarkaðinn. „Ferðaþjónusta er mjög verðteygin vara þannig að veiking krónunnar skilar sér í aukinni eftirspurn eftir landinu sem aftur skilar sér í eftirspurn eftir bílaleigu. Við erum að sjá fram að það að bílaleigurnar kaupi allt að sjö til átta þúsund bíla á þessu ári og þær bílaleigur sem ég ræddi við fyrir áramót sögðu að bókanir inn á þetta ár hefðu aukist verulega miðað við sama tíma árið áður. Vissulega eru fáir dagar bókaðir þannig að hver dagur hefur mikil áhrif en engu að síður eykst eftirspurnin þegar krónan gefur eftir.“ Verð notaðra bíla er að miklu leyti háð verði nýrra bíla. Verð notaðra bíla lækkaði töluvert árið 2017 og fyrri hluta 2018 en gengisveiking krónunnar í vetur sneri þróuninni við. „Notaði markaðurinn er ekki lengur í lækkunarfasa. Nýir bílar urðu dýrari og sú verðhækkun kvíslaðist inn á notaða markaðinn að einhverju leyti. Það er ekkert launungarmál að það eru margir notaðir bílar til sölu en við sjáum það í okkar tölum að það hefur gengið ágætlega að selja þá.“ Aðspurður segir Haraldur að ekki séu merki um að lánshlutföll bílalána hafi aukist en það er ein vísbending um þenslu á markaðinum. „Það virðist vera þannig að fólk sem kaupir bíla sé með töluvert eigið fé á milli handanna. Lánshlutföllin hjá okkur hafa ekki hækkað sem er jákvætt enda viljum við hafa markaðinn heilbrigðan.“
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Sjá meira