Svekkjandi leiðarlok á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2019 07:45 Gísli Þorgeir Kristjánsson fær óblíðar móttökur frá José Toledo í leik Íslands og Brasilíu í Köln í gær. Hafnfirðingurinn skoraði tvö mörk. NORDICPHOTOS/GETTY Byrjunin á lokaleik Íslands á HM var eins og endursýning á fyrstu mínútunum gegn Frökkum á sunnudaginn. Íslendingar voru heillum horfnir, Brasilíumenn gengu á lagið og skoruðu fimm fyrstu mörkin. Það birti til eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og íslenska liðið jafnaði metin fyrir hálfleik, 15-15. Ísland byrjaði seinni hálfleikinn á því að færa Brasilíu boltann tvívegis á silfurfati og það gaf tóninn. Íslendingar áttu ágætis kafla en voru alltaf í eltingarleik. Á endanum munaði þremur mörkum á liðunum, 29-32. Ísland tapaði því öllum þremur leikjum sínum í milliriðli og endaði í 11. sæti. Brasilía endaði hins vegar í 9. sæti sem er besti árangur þjóðarinnar á heimsmeistaramóti. Vörn og markvarsla Íslands var slök. Uppstilltur sóknarleikur var misjafn en hraðaupphlaupin gengu vel. Elvar Örn Jónsson var öflugur í seinni bylgjunni og var besti sóknarmaður Íslands líkt og gegn Frökkum. Hann var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. „Það vantaði þónokkuð upp á. Það sást í byrjun leiks í hvað stefndi. Þótt við næðum að jafna fyrir hálfleik voru Brassarnir miklu sprækari og okkar menn gerðu mjög einföld mistök,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari KA og sérfræðingur Fréttablaðsins um HM, um leikinn. „Við náðum aldrei að spila eins og við viljum. Vörnin komst aldrei í gang og við vorum alltaf 1-2 skrefum á eftir. Það var líka þannig í sókninni. Allt frumkvæði í leiknum var Brasilíumegin. Svo var markvarslan engan veginn nægilega góð.“ Framliggjandi vörn Íslands var oftsinnis leikin grátt í leiknum í gær. „Vörnin okkar krefst þess að allir séu klárir og fótavinnan sé upp á tíu. Þegar við höfum náð því á HM hefur varnarleikurinn gengið mjög vel á köflum,“ sagði Stefán. „Guðmundur hefur unnið lengi með þessa vörn og hefur trú á henni. Ég held að hann meti það þannig að Ísland eigi ekki möguleika gegn þessum allra bestu skyttum nema að spila þessa tegund af vörn.“ Uppstilltur sóknarleikur Íslands gekk brösuglega á HM. „Þetta varð svolítið stirt eftir að Aron Pálmarsson datt út og líka á köflum meðan hans naut við. Þetta snerist mikið um hann og eðlilega var okkar besti maður í stóru hlutverki. Þegar Aron er ekki með vantar okkur leiðtoga, einhverja sem stilla upp og taka af skarið. Þessir strákar eru kannski ekki enn komnir þangað. Það er talsvert um óðagot og árásir.“ Stefán segir að heilt yfir geti Íslendingar gengið nokkuð sáttir frá HM. „Það sjá allir á hvaða vegferð við erum en það var svekkjandi að ná ekki að enda mótið með sigri. Það hefði verið skemmtilegra en þessir leikir í milliriðlinum muni gefa okkar mjög mikið í framtíðinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Fleiri fréttir Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ Sjá meira
Byrjunin á lokaleik Íslands á HM var eins og endursýning á fyrstu mínútunum gegn Frökkum á sunnudaginn. Íslendingar voru heillum horfnir, Brasilíumenn gengu á lagið og skoruðu fimm fyrstu mörkin. Það birti til eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og íslenska liðið jafnaði metin fyrir hálfleik, 15-15. Ísland byrjaði seinni hálfleikinn á því að færa Brasilíu boltann tvívegis á silfurfati og það gaf tóninn. Íslendingar áttu ágætis kafla en voru alltaf í eltingarleik. Á endanum munaði þremur mörkum á liðunum, 29-32. Ísland tapaði því öllum þremur leikjum sínum í milliriðli og endaði í 11. sæti. Brasilía endaði hins vegar í 9. sæti sem er besti árangur þjóðarinnar á heimsmeistaramóti. Vörn og markvarsla Íslands var slök. Uppstilltur sóknarleikur var misjafn en hraðaupphlaupin gengu vel. Elvar Örn Jónsson var öflugur í seinni bylgjunni og var besti sóknarmaður Íslands líkt og gegn Frökkum. Hann var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. „Það vantaði þónokkuð upp á. Það sást í byrjun leiks í hvað stefndi. Þótt við næðum að jafna fyrir hálfleik voru Brassarnir miklu sprækari og okkar menn gerðu mjög einföld mistök,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari KA og sérfræðingur Fréttablaðsins um HM, um leikinn. „Við náðum aldrei að spila eins og við viljum. Vörnin komst aldrei í gang og við vorum alltaf 1-2 skrefum á eftir. Það var líka þannig í sókninni. Allt frumkvæði í leiknum var Brasilíumegin. Svo var markvarslan engan veginn nægilega góð.“ Framliggjandi vörn Íslands var oftsinnis leikin grátt í leiknum í gær. „Vörnin okkar krefst þess að allir séu klárir og fótavinnan sé upp á tíu. Þegar við höfum náð því á HM hefur varnarleikurinn gengið mjög vel á köflum,“ sagði Stefán. „Guðmundur hefur unnið lengi með þessa vörn og hefur trú á henni. Ég held að hann meti það þannig að Ísland eigi ekki möguleika gegn þessum allra bestu skyttum nema að spila þessa tegund af vörn.“ Uppstilltur sóknarleikur Íslands gekk brösuglega á HM. „Þetta varð svolítið stirt eftir að Aron Pálmarsson datt út og líka á köflum meðan hans naut við. Þetta snerist mikið um hann og eðlilega var okkar besti maður í stóru hlutverki. Þegar Aron er ekki með vantar okkur leiðtoga, einhverja sem stilla upp og taka af skarið. Þessir strákar eru kannski ekki enn komnir þangað. Það er talsvert um óðagot og árásir.“ Stefán segir að heilt yfir geti Íslendingar gengið nokkuð sáttir frá HM. „Það sjá allir á hvaða vegferð við erum en það var svekkjandi að ná ekki að enda mótið með sigri. Það hefði verið skemmtilegra en þessir leikir í milliriðlinum muni gefa okkar mjög mikið í framtíðinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Fleiri fréttir Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ Sjá meira