Slæmur jarðvegur hefur tafið fyrir björgunaraðgerðum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. janúar 2019 19:00 Mikill viðbúnaður er á vettvangi. EPA/Daniel Perez Tíu dagar eru síðan hinn tveggja ára gamli Julen Rosello féll ofan í borholu rétt hjá bænum Totalán nærri Malaga á suðurhluta Spánar. Klukkan sex í morgun að spænskum tíma kláruðu björgunaraðilar að bora lóðrétt göng samhliða borholunni sem Julen féll í. Nú mun hópur fjögurra sérfræðinga í námugreftri fara niður í 60 metra djúpa holuna í lyftu. Þar munu þeir grafa sér leið yfir á staðinn þar sem jarðvegur hefur lokað borholunni á um 73 metra dýpi. Þannig vonast þeir til að geta losað jarðveginn sem lokar holunni og þannig náð til Julen.Jarðvegur lokar borholunni á 73 metra dýpi. 4 manna teymi fer niður í holu sem hefur verið boruð samsíða og reyndir að grafa sér leið yfir.Mynd/SkjáskotHingað til hefur verið notast við bora og vinnuvélar en þessi hluti verksins verður gerður handvirkt og mun reynast erfiðisverk. Tveggja manna teymi grafa á 40 til 60 mínútna vöktum og talið er að verkið muni taka 24 klukkustundir og klárast seint í nótt eða í fyrramálið. Lélegur jarðvegur og slæm veðurskilyrði hafa ítrekað sett strik í reikninginn. Jarðvegurinn er harður og mikið er um stóra grjóthnullunga. Borholan sem Julen féll í er einungis um 25 til 30 sentímetrar í þvermál og um hundrað metra djúp. Á um 73 metra dýpi hefur jarðvegur færst til og lokar hann holunni. Þar hefur fundist hár af drengnum ásamt sælgæti og plastbolla sem hann var með þegar hann féll ofan í. Hinsvegar hafa myndavélar ekki komið auga á drenginn sjálfan og engar vísbendingar hafa fengist um hvort hann sé á lífi. Um er að ræða mikinn fjölskylduharmleik en foreldrar Julen misstu annan son, eins og hálfs árs gamlan, af slysförum fyrir tveimur árum síðan. Spænsk yfirvöld rannsaka nú slysið en borholan sem um ræðir var boruð ólöglega og ekki innsigluð líkt og reglur kveða á um. Spánn Tengdar fréttir Tveggja ára drengur féll ofan í brunn nærri Malaga Spænskar björgunarsveitir reyna nú að bjarga tveggja ára dreng sem féll ofan í brunn nærri Malaga í dag. 13. janúar 2019 21:29 Vonast til að ná til Julen á morgun Björgunaraðilar berjast við að bora holu niður til drengsins. 22. janúar 2019 19:00 Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48 Reyna að grafa göng til drengsins í borholunni Björgunaraðilar leita frumlegra leiða til að ná til drengsins. 15. janúar 2019 20:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Sjá meira
Tíu dagar eru síðan hinn tveggja ára gamli Julen Rosello féll ofan í borholu rétt hjá bænum Totalán nærri Malaga á suðurhluta Spánar. Klukkan sex í morgun að spænskum tíma kláruðu björgunaraðilar að bora lóðrétt göng samhliða borholunni sem Julen féll í. Nú mun hópur fjögurra sérfræðinga í námugreftri fara niður í 60 metra djúpa holuna í lyftu. Þar munu þeir grafa sér leið yfir á staðinn þar sem jarðvegur hefur lokað borholunni á um 73 metra dýpi. Þannig vonast þeir til að geta losað jarðveginn sem lokar holunni og þannig náð til Julen.Jarðvegur lokar borholunni á 73 metra dýpi. 4 manna teymi fer niður í holu sem hefur verið boruð samsíða og reyndir að grafa sér leið yfir.Mynd/SkjáskotHingað til hefur verið notast við bora og vinnuvélar en þessi hluti verksins verður gerður handvirkt og mun reynast erfiðisverk. Tveggja manna teymi grafa á 40 til 60 mínútna vöktum og talið er að verkið muni taka 24 klukkustundir og klárast seint í nótt eða í fyrramálið. Lélegur jarðvegur og slæm veðurskilyrði hafa ítrekað sett strik í reikninginn. Jarðvegurinn er harður og mikið er um stóra grjóthnullunga. Borholan sem Julen féll í er einungis um 25 til 30 sentímetrar í þvermál og um hundrað metra djúp. Á um 73 metra dýpi hefur jarðvegur færst til og lokar hann holunni. Þar hefur fundist hár af drengnum ásamt sælgæti og plastbolla sem hann var með þegar hann féll ofan í. Hinsvegar hafa myndavélar ekki komið auga á drenginn sjálfan og engar vísbendingar hafa fengist um hvort hann sé á lífi. Um er að ræða mikinn fjölskylduharmleik en foreldrar Julen misstu annan son, eins og hálfs árs gamlan, af slysförum fyrir tveimur árum síðan. Spænsk yfirvöld rannsaka nú slysið en borholan sem um ræðir var boruð ólöglega og ekki innsigluð líkt og reglur kveða á um.
Spánn Tengdar fréttir Tveggja ára drengur féll ofan í brunn nærri Malaga Spænskar björgunarsveitir reyna nú að bjarga tveggja ára dreng sem féll ofan í brunn nærri Malaga í dag. 13. janúar 2019 21:29 Vonast til að ná til Julen á morgun Björgunaraðilar berjast við að bora holu niður til drengsins. 22. janúar 2019 19:00 Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48 Reyna að grafa göng til drengsins í borholunni Björgunaraðilar leita frumlegra leiða til að ná til drengsins. 15. janúar 2019 20:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Sjá meira
Tveggja ára drengur féll ofan í brunn nærri Malaga Spænskar björgunarsveitir reyna nú að bjarga tveggja ára dreng sem féll ofan í brunn nærri Malaga í dag. 13. janúar 2019 21:29
Vonast til að ná til Julen á morgun Björgunaraðilar berjast við að bora holu niður til drengsins. 22. janúar 2019 19:00
Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48
Reyna að grafa göng til drengsins í borholunni Björgunaraðilar leita frumlegra leiða til að ná til drengsins. 15. janúar 2019 20:00