Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2019 14:36 Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. Lögregla hóf leit að vísbendingum í og við vatnið í dag. Nágranninn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir frá ferðum mannanna tveggja í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Hann segist hafa séð þá tvisvar við veiðar á bryggju við Langavatn, um hundrað metrum frá heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Eitthvað í fari mannanna hafi verið einkennilegt. „Ég hef aldrei séð neinn veiða á bryggjunni áður en það gæti vel verið algengt. Það var aðallega heildarmyndin sem mér fannst skrýtin. Það var sláandi hvað þeir létu sig annað fólk litlu skipta og þeir höfðu með sér stóra myndavél með stórri aðdráttarlinsu,“ hefur VG eftir manninum.Heyrðist þeir tala austurevrópskt tungumál Hann segist hafa farið niður að bryggjunni með börn sín næstum hverja helgi síðustu tvö ár til að gefa öndunum brauð. Hann hafi séð mennina tvisvar, í september eða október, og tilkynnt ferðir þeirra til lögreglu um leið og fyrst var greint frá hvarfi Anne-Elisabeth. Maðurinn telur þá hafa verið svartklædda, um 35-45 ára gamla og þá heyrðist honum þeir tala austurevrópskt tungumál, þó ekki pólsku.Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Langavatn er um hundrað metra aftan við húsið.EPA/Vidar RuudLögregla í Noregi hefur ekki útilokað að ræningjarnir hafi fylgst náið með Anne-Elisabeth og eiginmanni hennar, Tom Hagen, í aðdraganda hvarfs hennar. Þá sagði fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni í samtali við norska ríkisútvarpið NRK á dögunum að hann teldi líklegt að mannræningjarnir tengdust glæpagengjum af Balkanskaganum. Þó er tekið sérstaklega fram í frétt VG að vatnið sé vinsæll fuglaskoðunarstaður og því alls ekki óvanalegt að þar sé fólk á ferli með myndavélar.Leita ekki að Anne-Elisabeth í vatninu Í morgun hóf norska lögreglan leit við Langavatn og hafa kafarar verið sendir ofan í vatnið það sem af er degi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé leitað að Anne-Elisabeth sjálfri í vatninu heldur vísbendingum sem gætu komið að notum við rannsókn málsins. Gert er ráð fyrir að leitað verði áfram við vatnið næstu tvo daga. Lögregla hyggst ekki tjá sig um það sem kafarar og rannsóknarlögreglumenn kunni að finna við leitina. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október síðastliðinn og hefur lögregla engar vísbendingar um það hvort hún sé lífs eða liðin. Gengið er út frá því að henni hafi verið rænt en mannræningjar hafa krafist milljónalausnargjalds í órekjanlegri rafmynt. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. Lögregla hóf leit að vísbendingum í og við vatnið í dag. Nágranninn, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir frá ferðum mannanna tveggja í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Hann segist hafa séð þá tvisvar við veiðar á bryggju við Langavatn, um hundrað metrum frá heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Eitthvað í fari mannanna hafi verið einkennilegt. „Ég hef aldrei séð neinn veiða á bryggjunni áður en það gæti vel verið algengt. Það var aðallega heildarmyndin sem mér fannst skrýtin. Það var sláandi hvað þeir létu sig annað fólk litlu skipta og þeir höfðu með sér stóra myndavél með stórri aðdráttarlinsu,“ hefur VG eftir manninum.Heyrðist þeir tala austurevrópskt tungumál Hann segist hafa farið niður að bryggjunni með börn sín næstum hverja helgi síðustu tvö ár til að gefa öndunum brauð. Hann hafi séð mennina tvisvar, í september eða október, og tilkynnt ferðir þeirra til lögreglu um leið og fyrst var greint frá hvarfi Anne-Elisabeth. Maðurinn telur þá hafa verið svartklædda, um 35-45 ára gamla og þá heyrðist honum þeir tala austurevrópskt tungumál, þó ekki pólsku.Heimili Hagen-hjónanna í Lørenskógi. Langavatn er um hundrað metra aftan við húsið.EPA/Vidar RuudLögregla í Noregi hefur ekki útilokað að ræningjarnir hafi fylgst náið með Anne-Elisabeth og eiginmanni hennar, Tom Hagen, í aðdraganda hvarfs hennar. Þá sagði fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni í samtali við norska ríkisútvarpið NRK á dögunum að hann teldi líklegt að mannræningjarnir tengdust glæpagengjum af Balkanskaganum. Þó er tekið sérstaklega fram í frétt VG að vatnið sé vinsæll fuglaskoðunarstaður og því alls ekki óvanalegt að þar sé fólk á ferli með myndavélar.Leita ekki að Anne-Elisabeth í vatninu Í morgun hóf norska lögreglan leit við Langavatn og hafa kafarar verið sendir ofan í vatnið það sem af er degi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé leitað að Anne-Elisabeth sjálfri í vatninu heldur vísbendingum sem gætu komið að notum við rannsókn málsins. Gert er ráð fyrir að leitað verði áfram við vatnið næstu tvo daga. Lögregla hyggst ekki tjá sig um það sem kafarar og rannsóknarlögreglumenn kunni að finna við leitina. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október síðastliðinn og hefur lögregla engar vísbendingar um það hvort hún sé lífs eða liðin. Gengið er út frá því að henni hafi verið rænt en mannræningjar hafa krafist milljónalausnargjalds í órekjanlegri rafmynt.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09
Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05
Hafa fengið ábendingar um mögulega felustaði mannræningjanna Á þeim fimm dögum sem liðnir eru síðan norskir fjölmiðlar greindu frá því að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hefði að öllum líkindum verið rænt hefur lögreglan fengið alls um 620 ábendingar frá almenningi vegna málsins. 14. janúar 2019 07:54