Landsliðskonan Freydís Halla Einarsdóttir var að gera fína hluti á svigmótum í Bandaríkjunum í gær.
Freydís Halla stundar nám við Plymouth State háskólann og er á fjórða og síðasta ári. Hún keppti á tveimur svigmótum í New Hampshire fylki í Bandaríkjunum þar sem 130 skíðakonur voru skráðar til leiks í bæði mót.
Freydís Halla náði bronsverðlaunum á báðum mótunum og var önnur tveggja sem náði á pall á þeim báðum. Hún kláraði fyrra mótið á 1:29.14 mín. en það síðara á 1:36.76 mín.
Hin bandaríska Zoe Zimmerman vann fyrra mótið og landa hennar Cecily Decker var þar í öðru sæti. Decker vann hinsvegar seinna mótið þar sem Mardene Haskell frá Bandaríkjunum var önnur.
Fyrir mótin fékk Freydís halla 43.37 og 43.70 FIS stig sem er þó aðeins frá hennar punktastöðu á heimslista.
Bronsdagurinn mikli hjá Freydísi í New Hampshire
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn


Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn


