Svekktir eftir töpin en hungrið mikið að klára HM með sigri Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 23. janúar 2019 11:00 Bjarki Már Elísson er klár í slaginn í dag. vísir/getty Strákarnir okkar mæta Brasilíu klukkan 14.30 á HM 2019 í handbolta í dag sem er síðasti leikur liðsins á mótinu. Okkar menn þurfa að vinna Brasilíu til að komast upp fyrir það í milliriðlinum. „Það er ekkert annað í stöðunni en að vinna. Við fengum hvíld í gær sem var kærkomin og síðan æfum við í dag. Við ætlum okkur sigur, það er klárt,“ segir Bjarki Már Elísson, hornamaður Íslands. Brasilía bauð upp á ein óvæntustu úrslitin í sögu HM um síðustu helgi þegar að liðið gerði sér lítið fyrir og vann Króatíu. Þetta verður því sýnd veiði en ekki gefin í dag. „Þeir eru komnir mjög langt. Það hefur verið sagt að að þeir séu firmalið en þeir eru ekki meira firmalið en það, að þeir unnu Króata,“ segir Bjarki Már. „Við þurfum að vera klárir. Brassarnir eru með fína leikmenn. Þeir eru með góða markverði og spila mikið af innleysingum. Þeir gerðu það mikið á móti okkur í Noregi og hengu lengi í okkur þá. Við þurfum bara að vera klárir en þetta er alveg gerlegt verkefni og ég hef trú á að við vinnum þá.“Guðmundur og strákarnir ætla að vinna í dag.vísr/gettyStrákarnir okkar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum í milliriðlinum á móti Þýskalandi og Frakklandi og vilja kveðja mótið með sigri í dag. „Við vorum svekktir eftir þessi töp en við gerum okkur grein fyrir því að við vorum að spila við mjög sterk lið. Maður þarf að ná rosalega góðum leik til að vinna þessi lið. Menn voru líka orðnir þreyttir en það er mikið hungur að enda þetta á góðum nótum og fara þannig í næsta verkefni,“ segir Bjarki. Hornamaðurinn rétthenti hefur deilt stöðunni bróðurlega með Stefáni Rafni Sigurmannssyni á mótinu í Þýskalandi en hvernig er að spila oftast bara hálfleik og hálfleik. „Það er oft þannig en ég er mikið að spila 60 mínútur núna hjá Füchse. Ég hef verið í þessari stöðu áður. Stundum er þetta gaman og stundum ekki. Þegar að maður fær eina sendingu í heilum hálfleik er þetta ekkert sérstaklega gaman,“ segir hann. „Maður bara tekur þessu og reynir að gera vel á þeim mínútum sem að maður fær. Þetta er náttúrlega styttri tími og getur verið misgaman,“ segir Bjarki Már Elísson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta þarf að gerast í dag svo Ísland eigi mann í undanúrslitunum á HM í handbolta Lokaumferð milliriðlanna á heimsmeistaramótinu í handbolta fer fram í dag og það er mikil spenna í öðrum riðlinum. Í okkar riðli eru undanúrslitaliðin aftur á móti klár. 23. janúar 2019 10:30 Teitur: Man eftir þegar að ég hitti Karabatic Teitur Örn Einarsson lýkur leik á HM 2019 í dag með strákunum okkar. 23. janúar 2019 10:00 Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Strákarnir okkar mæta Brasilíu klukkan 14.30 á HM 2019 í handbolta í dag sem er síðasti leikur liðsins á mótinu. Okkar menn þurfa að vinna Brasilíu til að komast upp fyrir það í milliriðlinum. „Það er ekkert annað í stöðunni en að vinna. Við fengum hvíld í gær sem var kærkomin og síðan æfum við í dag. Við ætlum okkur sigur, það er klárt,“ segir Bjarki Már Elísson, hornamaður Íslands. Brasilía bauð upp á ein óvæntustu úrslitin í sögu HM um síðustu helgi þegar að liðið gerði sér lítið fyrir og vann Króatíu. Þetta verður því sýnd veiði en ekki gefin í dag. „Þeir eru komnir mjög langt. Það hefur verið sagt að að þeir séu firmalið en þeir eru ekki meira firmalið en það, að þeir unnu Króata,“ segir Bjarki Már. „Við þurfum að vera klárir. Brassarnir eru með fína leikmenn. Þeir eru með góða markverði og spila mikið af innleysingum. Þeir gerðu það mikið á móti okkur í Noregi og hengu lengi í okkur þá. Við þurfum bara að vera klárir en þetta er alveg gerlegt verkefni og ég hef trú á að við vinnum þá.“Guðmundur og strákarnir ætla að vinna í dag.vísr/gettyStrákarnir okkar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum í milliriðlinum á móti Þýskalandi og Frakklandi og vilja kveðja mótið með sigri í dag. „Við vorum svekktir eftir þessi töp en við gerum okkur grein fyrir því að við vorum að spila við mjög sterk lið. Maður þarf að ná rosalega góðum leik til að vinna þessi lið. Menn voru líka orðnir þreyttir en það er mikið hungur að enda þetta á góðum nótum og fara þannig í næsta verkefni,“ segir Bjarki. Hornamaðurinn rétthenti hefur deilt stöðunni bróðurlega með Stefáni Rafni Sigurmannssyni á mótinu í Þýskalandi en hvernig er að spila oftast bara hálfleik og hálfleik. „Það er oft þannig en ég er mikið að spila 60 mínútur núna hjá Füchse. Ég hef verið í þessari stöðu áður. Stundum er þetta gaman og stundum ekki. Þegar að maður fær eina sendingu í heilum hálfleik er þetta ekkert sérstaklega gaman,“ segir hann. „Maður bara tekur þessu og reynir að gera vel á þeim mínútum sem að maður fær. Þetta er náttúrlega styttri tími og getur verið misgaman,“ segir Bjarki Már Elísson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta þarf að gerast í dag svo Ísland eigi mann í undanúrslitunum á HM í handbolta Lokaumferð milliriðlanna á heimsmeistaramótinu í handbolta fer fram í dag og það er mikil spenna í öðrum riðlinum. Í okkar riðli eru undanúrslitaliðin aftur á móti klár. 23. janúar 2019 10:30 Teitur: Man eftir þegar að ég hitti Karabatic Teitur Örn Einarsson lýkur leik á HM 2019 í dag með strákunum okkar. 23. janúar 2019 10:00 Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Þetta þarf að gerast í dag svo Ísland eigi mann í undanúrslitunum á HM í handbolta Lokaumferð milliriðlanna á heimsmeistaramótinu í handbolta fer fram í dag og það er mikil spenna í öðrum riðlinum. Í okkar riðli eru undanúrslitaliðin aftur á móti klár. 23. janúar 2019 10:30
Teitur: Man eftir þegar að ég hitti Karabatic Teitur Örn Einarsson lýkur leik á HM 2019 í dag með strákunum okkar. 23. janúar 2019 10:00
Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00