Þetta þarf að gerast í dag svo Ísland eigi mann í undanúrslitunum á HM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2019 10:30 Kristján Andrésson, Sander Sagosen og Mikkel Hansen. Samsett mynd/Getty og EPA Lokaumferð milliriðlanna á heimsmeistaramótinu í handbolta fer fram í dag og það er mikil spenna í öðrum riðlinum. Í okkar riðli eru undanúrslitaliðin aftur á móti klár. Þýskaland og Frakkland hafa þegar tryggt sig inn í undanúrslitin úr okkar riðli en í hinum riðlinum berjast þrjár Norðurlandaþjóðir um tvö laus sæti. Ísland getur átt góðan fulltrúa í undanúrslitunum á HM takist Svíum að tryggja sig inn í undanúrslitin í dag. Verkefnið er þó eins krefjandi og þau gerast því sænska liðsins bíður leikur á móti heimamönnum í danska landsliðinu. Danmörk er líka í bestu stöðunni fyrir lokaleikina enda með átta stig eða tveimur stigum meira en Svíþjóð og Noregur. Norðmenn spila við Ungverjaland í dag og sá leikur fer fram á undan leik Danmerkur og Svíþjóðar. Vinni Norðmenn Ungverja verða þeir líka í mjög góðri stöðu. En þeir þurfa samt að treysta á ákveðin úrslit verði ekki í leik Dana og Svía.Mikkel Hansen fagnar einu marka sinn á HM.Getty/Jan ChristensenDanir tryggja sér sæti í undanúrslitunum með því að ná í stig á móti Svíum og ef að Norðmenn vinna sinn leik á móti Ungverjalandi þá mega Danir tapa með þremur mörkum eða minna. Verði öll liðin jöfn að stigum með átta stig þá munu úrslit úr innbyrðisleikjum ráða röð liðanna. Danir unnu fjögurra marka sigur á Norðmönnum og búa því vel í þeim útreikningum. Norðmenn unnu Svía með þremur mörkum og eru því í -1 í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Svíar eru -3 og þurfa því þriggja marka sigur á Dönum til að komast upp fyrir Norðmenn. Tveggja marka sigur Svía gæti dugað vinni Norðmenn ekki upp forskot Svía í heildarmarkamun en Svíar eiga tvö mörk á Norðmenn fyrir lokaumferðina. Svíar eru +15 en Norðmenn +13. Danir gætu setið eftir en þá aðeins ef þeir tapa með meira en fimm mörkum á móti Svíum og Norðmenn verða jafnir þeim og Svíum að stigum. Öll liðin væru þá með átta stig en í innbyrðisleikjum væri Svíar +3, Norðmenn -1 og Danir -2. Það er hinsvegar afar ólíklegt að Svíar náði að vinna sex marka sigur á Dönum í Jyske Bank Boxen í Herning. Allt getur samt gerst. Danir og Norðmenn eru vissulega í betri stöðu en Svíar. Leikur Noregs og Ungverjalands hefst klukkan 17.00 en leikur Danmerkur og Svíþjóðar hefst klukkan 19.30. Þegar Danmörk og Svíþjóð hefja leik þá vita þau bæði nákvæmlega stöðuna og leikurinn gæti því orðið mjög taktískur.EPA/SRDJAN SUKIDanir fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef þeir vinna Svía - Ef þeir gera jafntefli við Svía - Ef Norðmenn vinna ekki UngverjaSvíar fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef þeir vinna Dani og Norðmenn vinna ekki Ungverja - Ef þeir gera jafntefli við Dani og Norðmenn tapa fyrir Ungverjum - Ef þeir vinna Dani með 3 mörkum eða meira og Norðmenn vinna UngverjaNorðmenn fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef Svíar tapa fyrir Dönum - Ef þeir vinna Ungverja og Svíar vinna ekki Dani - Ef þeir vinna Ungverja og Svíar vinna Dani með 1 marki - Ef þeir gera jafntefli við Ungverja og Svíar vinna ekki DaniNorðmaðurinn Sander Sagosen fagnar marki á HM.EPA/Henning BaggerInnbyrðisstaðan verði Danmörk, Noregur og Svíþjóð jöfn að stigum:Danmörk +4 mörk 30-26 sigur á NoregiMæta Svíum í kvöld.Noregur -1 mark 26-30 tap fyrir Danmörku 30-27 sigur á SvíþjóðSvíþjóð -3 mörk 27-30 tap fyrir NoregiMæta Dönum í kvöld HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Lokaumferð milliriðlanna á heimsmeistaramótinu í handbolta fer fram í dag og það er mikil spenna í öðrum riðlinum. Í okkar riðli eru undanúrslitaliðin aftur á móti klár. Þýskaland og Frakkland hafa þegar tryggt sig inn í undanúrslitin úr okkar riðli en í hinum riðlinum berjast þrjár Norðurlandaþjóðir um tvö laus sæti. Ísland getur átt góðan fulltrúa í undanúrslitunum á HM takist Svíum að tryggja sig inn í undanúrslitin í dag. Verkefnið er þó eins krefjandi og þau gerast því sænska liðsins bíður leikur á móti heimamönnum í danska landsliðinu. Danmörk er líka í bestu stöðunni fyrir lokaleikina enda með átta stig eða tveimur stigum meira en Svíþjóð og Noregur. Norðmenn spila við Ungverjaland í dag og sá leikur fer fram á undan leik Danmerkur og Svíþjóðar. Vinni Norðmenn Ungverja verða þeir líka í mjög góðri stöðu. En þeir þurfa samt að treysta á ákveðin úrslit verði ekki í leik Dana og Svía.Mikkel Hansen fagnar einu marka sinn á HM.Getty/Jan ChristensenDanir tryggja sér sæti í undanúrslitunum með því að ná í stig á móti Svíum og ef að Norðmenn vinna sinn leik á móti Ungverjalandi þá mega Danir tapa með þremur mörkum eða minna. Verði öll liðin jöfn að stigum með átta stig þá munu úrslit úr innbyrðisleikjum ráða röð liðanna. Danir unnu fjögurra marka sigur á Norðmönnum og búa því vel í þeim útreikningum. Norðmenn unnu Svía með þremur mörkum og eru því í -1 í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Svíar eru -3 og þurfa því þriggja marka sigur á Dönum til að komast upp fyrir Norðmenn. Tveggja marka sigur Svía gæti dugað vinni Norðmenn ekki upp forskot Svía í heildarmarkamun en Svíar eiga tvö mörk á Norðmenn fyrir lokaumferðina. Svíar eru +15 en Norðmenn +13. Danir gætu setið eftir en þá aðeins ef þeir tapa með meira en fimm mörkum á móti Svíum og Norðmenn verða jafnir þeim og Svíum að stigum. Öll liðin væru þá með átta stig en í innbyrðisleikjum væri Svíar +3, Norðmenn -1 og Danir -2. Það er hinsvegar afar ólíklegt að Svíar náði að vinna sex marka sigur á Dönum í Jyske Bank Boxen í Herning. Allt getur samt gerst. Danir og Norðmenn eru vissulega í betri stöðu en Svíar. Leikur Noregs og Ungverjalands hefst klukkan 17.00 en leikur Danmerkur og Svíþjóðar hefst klukkan 19.30. Þegar Danmörk og Svíþjóð hefja leik þá vita þau bæði nákvæmlega stöðuna og leikurinn gæti því orðið mjög taktískur.EPA/SRDJAN SUKIDanir fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef þeir vinna Svía - Ef þeir gera jafntefli við Svía - Ef Norðmenn vinna ekki UngverjaSvíar fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef þeir vinna Dani og Norðmenn vinna ekki Ungverja - Ef þeir gera jafntefli við Dani og Norðmenn tapa fyrir Ungverjum - Ef þeir vinna Dani með 3 mörkum eða meira og Norðmenn vinna UngverjaNorðmenn fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef Svíar tapa fyrir Dönum - Ef þeir vinna Ungverja og Svíar vinna ekki Dani - Ef þeir vinna Ungverja og Svíar vinna Dani með 1 marki - Ef þeir gera jafntefli við Ungverja og Svíar vinna ekki DaniNorðmaðurinn Sander Sagosen fagnar marki á HM.EPA/Henning BaggerInnbyrðisstaðan verði Danmörk, Noregur og Svíþjóð jöfn að stigum:Danmörk +4 mörk 30-26 sigur á NoregiMæta Svíum í kvöld.Noregur -1 mark 26-30 tap fyrir Danmörku 30-27 sigur á SvíþjóðSvíþjóð -3 mörk 27-30 tap fyrir NoregiMæta Dönum í kvöld
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira