Áhorf á Ófærð 2 með því hæsta sem mælst hefur Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2019 15:02 Fimmti þáttur Ófærðar var sýndur á sunnudag. Lilja Jóns Heildaráhorf á nýjustu seríu Ófærðar er nú í kringum 60 prósent og hlutdeildin, það er hlutfall þeirra sem horfðu á sjónvarp þegar Ófærð var á dagskrá, um og yfir 90 prósent. Sýningar á annarri þáttaröðinni hófust á öðrum degi jóla en í tilkynningunni kemur fram að hliðrað áhorf þáttanna, það er áhorf utan línulegrar dagskrár, meðal annars í spilara RÚV á netinu og efnisveitum á borð við Frelsisþjónustu fjarskiptafyrirtækja, hefur mælst liðlega helmingur af heildaráhorfi og aldrei mælst hærra, að því er fram kemur í tilkynningu um áhorf þáttanna frá RVK Studios og Ríkisútvarpinu. Í tilkynningunni segir að heildaráhorfið á þættina til þessa sé með því hæsta sem mælst hefur á leikið efni í íslensku sjónvarpi. Sýning seríunnar er hálfnuð, búið að sýna fimm þætti af tíu, en í tilkynningunni segir að búast megi við að aðrir þættir í seríunni nái samskonar áhorfi eða meiru, eins og raunin varð með fyrstu þáttaröðina þar sem áhorfið jókst eftir því sem nær dró endalokum. Í tilkynningunni kemur fram að áhorfið á aðra seríu Ófærðar sé met og að áhorfið muni halda áfram að aukast þar sem mælingar sýna að hliðaráhorf sé enn all nokkurt á þá þætti sem sýndir hafa verið til þessa. Sigurjón Kjartansson handritshöfundur Ófærðar birti skýringarmynd á Twitter um helgina til að hjálpa áhorfendum að skilja tengslin á milli persóna í þáttaröðinni. Virðist skýringarmyndin hafa mælst vel fyrir en á annað þúsund manns hafa líkað við myndina.Gjöriði svo vel! #ofaerð pic.twitter.com/RBsr5a1d3z— Sigurjón Kjartansson (@Skjartansson) January 20, 2019 Tengdar fréttir Twitter brást vel við Ófærð Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld. 26. desember 2018 23:42 Telur Íslendinga óvana því að horfa á leikið íslenskt efni án texta Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps hjá RÚV, segir að ekkert athugavert hafi fundist við athugun á hljóðinu í annarri þáttaröð af Ófærð í leikstjórn Baltasars Kormáks. 28. desember 2018 13:06 Mæður Downs-barna gagnrýna orðfæri í Ófærð Handritshöfundur segir orðfærið sagt af illra innrættri persónu í þáttunum og notað til að lýsa því hversu ógeðfelld hún er. 14. janúar 2019 15:50 Birta blóði drifna stiklu úr Ófærð RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Ófærðar birtu stiklu úr annari þáttaröðinni í dag. 23. nóvember 2018 17:33 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Heildaráhorf á nýjustu seríu Ófærðar er nú í kringum 60 prósent og hlutdeildin, það er hlutfall þeirra sem horfðu á sjónvarp þegar Ófærð var á dagskrá, um og yfir 90 prósent. Sýningar á annarri þáttaröðinni hófust á öðrum degi jóla en í tilkynningunni kemur fram að hliðrað áhorf þáttanna, það er áhorf utan línulegrar dagskrár, meðal annars í spilara RÚV á netinu og efnisveitum á borð við Frelsisþjónustu fjarskiptafyrirtækja, hefur mælst liðlega helmingur af heildaráhorfi og aldrei mælst hærra, að því er fram kemur í tilkynningu um áhorf þáttanna frá RVK Studios og Ríkisútvarpinu. Í tilkynningunni segir að heildaráhorfið á þættina til þessa sé með því hæsta sem mælst hefur á leikið efni í íslensku sjónvarpi. Sýning seríunnar er hálfnuð, búið að sýna fimm þætti af tíu, en í tilkynningunni segir að búast megi við að aðrir þættir í seríunni nái samskonar áhorfi eða meiru, eins og raunin varð með fyrstu þáttaröðina þar sem áhorfið jókst eftir því sem nær dró endalokum. Í tilkynningunni kemur fram að áhorfið á aðra seríu Ófærðar sé met og að áhorfið muni halda áfram að aukast þar sem mælingar sýna að hliðaráhorf sé enn all nokkurt á þá þætti sem sýndir hafa verið til þessa. Sigurjón Kjartansson handritshöfundur Ófærðar birti skýringarmynd á Twitter um helgina til að hjálpa áhorfendum að skilja tengslin á milli persóna í þáttaröðinni. Virðist skýringarmyndin hafa mælst vel fyrir en á annað þúsund manns hafa líkað við myndina.Gjöriði svo vel! #ofaerð pic.twitter.com/RBsr5a1d3z— Sigurjón Kjartansson (@Skjartansson) January 20, 2019
Tengdar fréttir Twitter brást vel við Ófærð Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld. 26. desember 2018 23:42 Telur Íslendinga óvana því að horfa á leikið íslenskt efni án texta Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps hjá RÚV, segir að ekkert athugavert hafi fundist við athugun á hljóðinu í annarri þáttaröð af Ófærð í leikstjórn Baltasars Kormáks. 28. desember 2018 13:06 Mæður Downs-barna gagnrýna orðfæri í Ófærð Handritshöfundur segir orðfærið sagt af illra innrættri persónu í þáttunum og notað til að lýsa því hversu ógeðfelld hún er. 14. janúar 2019 15:50 Birta blóði drifna stiklu úr Ófærð RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Ófærðar birtu stiklu úr annari þáttaröðinni í dag. 23. nóvember 2018 17:33 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Twitter brást vel við Ófærð Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld. 26. desember 2018 23:42
Telur Íslendinga óvana því að horfa á leikið íslenskt efni án texta Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps hjá RÚV, segir að ekkert athugavert hafi fundist við athugun á hljóðinu í annarri þáttaröð af Ófærð í leikstjórn Baltasars Kormáks. 28. desember 2018 13:06
Mæður Downs-barna gagnrýna orðfæri í Ófærð Handritshöfundur segir orðfærið sagt af illra innrættri persónu í þáttunum og notað til að lýsa því hversu ógeðfelld hún er. 14. janúar 2019 15:50
Birta blóði drifna stiklu úr Ófærð RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Ófærðar birtu stiklu úr annari þáttaröðinni í dag. 23. nóvember 2018 17:33