Kallar dómarana áhugamenn og segir Króata hafa verið rænda um hábjartan dag Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 22. janúar 2019 13:00 Lino Cervar var verulega ósáttur. vísir/getty Þýskaland vann Króatíu, 22-21, í spennuleik í milliriðli Íslands á HM 2019 í handbolta í gærkvöldi en sigurinn tryggði gestgjöfum Þýskalands sæti í undanúrslitum mótsins og gerði að sama skapi út um vonir Króatíu að komast sömu leið. Lino Cervar, þjálfari króatíska landsliðsins brjálaðist undir lok leiks þegar að honum fannst dómararnir fara illa með sig og sína menn. Hann tók leikhlé þegar lítið var eftir og eyddi því í að stara illilega á umsjónarmenn leiksins. Eftir leik lét hann svo dómarana heyra það á blaðamannafundi. Hann byrjaði á því að tala ensku og óska þýska liðinu til hamingju með sigurinn en skipti svo yfir á króatísku. Hann sagði það mikilvægt því margir króatískir blaðamenn voru í salnum. „Það er mikilvægt að segja nokkra hluti um dómarana og réttlæti leiksins,“ sagði Cervar en orð hans voru svo túlkuð af konu í fjölmiðlateymi króatíska liðsins. „Þetta heimsmeistaramót ræður því hvaða lið komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í Tokýó árið 2020. Á mínum 45 ár sem þjálfari hef ég aldrei séð annað eins.“Króatía getur í besta falli náð fimmta sæti en líka endað í 9. sæti.vísir/getty„Dómararnir sinntu ekki starfi sínu í dag. Ólympíunefndin segir að allir eigi að spila á sama réttlætisgrundvelli en okkar lið spilaði ekki við sömu aðstæður og andstæðingurinn í dag.“ „Handboltinn verður að breytast. Það þýðir ekki að áhugamenn ákveði hvar mitt lið spilar næst. Ég vil hrósa mínu liði fyrir hvernig það tók á óréttlætinu en þetta er í þriðja sinn á HM sem við erum rændir.“ „Á endanum vil ég óska þýska liðinu til hamingju þýska liðinu til hamingju þannig að enginn haldi að ég virði það ekki. Christian [Prokop, þjálfari Þýskalands] og leikmennirnir eru toppmenn og þeir spiluðu mjög vel,“ sagði Lino Cervar. Króatía er í fjórða sæti milliriðilsins en það tryggir því leik um sjöunda sætið en það sæti gefur þátttökurétt í umspilinu um Ólympíuleikina. Króatar geta aftur á móti misst sætið ef þeir tapa fyrir Frökkum og Brasilía vinnur Ísland á morgun því Brassar eru yfir gegn Króatíu í innbyrðis viðureignum eftir ein sögulegustu úrslit HM frá upphafi þegar að Brasilía vann Króatíu á sunnudaginn. Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn en Lino Cervar fer af stað eftir 3:28. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Elvar Örn bestur af nýliðunum á HM Selfyssingurinn er með hæstu einkunn stórmótanýliðanna á HB Statz eftir sjö leiki. 22. janúar 2019 12:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Þýskaland vann Króatíu, 22-21, í spennuleik í milliriðli Íslands á HM 2019 í handbolta í gærkvöldi en sigurinn tryggði gestgjöfum Þýskalands sæti í undanúrslitum mótsins og gerði að sama skapi út um vonir Króatíu að komast sömu leið. Lino Cervar, þjálfari króatíska landsliðsins brjálaðist undir lok leiks þegar að honum fannst dómararnir fara illa með sig og sína menn. Hann tók leikhlé þegar lítið var eftir og eyddi því í að stara illilega á umsjónarmenn leiksins. Eftir leik lét hann svo dómarana heyra það á blaðamannafundi. Hann byrjaði á því að tala ensku og óska þýska liðinu til hamingju með sigurinn en skipti svo yfir á króatísku. Hann sagði það mikilvægt því margir króatískir blaðamenn voru í salnum. „Það er mikilvægt að segja nokkra hluti um dómarana og réttlæti leiksins,“ sagði Cervar en orð hans voru svo túlkuð af konu í fjölmiðlateymi króatíska liðsins. „Þetta heimsmeistaramót ræður því hvaða lið komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í Tokýó árið 2020. Á mínum 45 ár sem þjálfari hef ég aldrei séð annað eins.“Króatía getur í besta falli náð fimmta sæti en líka endað í 9. sæti.vísir/getty„Dómararnir sinntu ekki starfi sínu í dag. Ólympíunefndin segir að allir eigi að spila á sama réttlætisgrundvelli en okkar lið spilaði ekki við sömu aðstæður og andstæðingurinn í dag.“ „Handboltinn verður að breytast. Það þýðir ekki að áhugamenn ákveði hvar mitt lið spilar næst. Ég vil hrósa mínu liði fyrir hvernig það tók á óréttlætinu en þetta er í þriðja sinn á HM sem við erum rændir.“ „Á endanum vil ég óska þýska liðinu til hamingju þýska liðinu til hamingju þannig að enginn haldi að ég virði það ekki. Christian [Prokop, þjálfari Þýskalands] og leikmennirnir eru toppmenn og þeir spiluðu mjög vel,“ sagði Lino Cervar. Króatía er í fjórða sæti milliriðilsins en það tryggir því leik um sjöunda sætið en það sæti gefur þátttökurétt í umspilinu um Ólympíuleikina. Króatar geta aftur á móti misst sætið ef þeir tapa fyrir Frökkum og Brasilía vinnur Ísland á morgun því Brassar eru yfir gegn Króatíu í innbyrðis viðureignum eftir ein sögulegustu úrslit HM frá upphafi þegar að Brasilía vann Króatíu á sunnudaginn. Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn en Lino Cervar fer af stað eftir 3:28.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Elvar Örn bestur af nýliðunum á HM Selfyssingurinn er með hæstu einkunn stórmótanýliðanna á HB Statz eftir sjö leiki. 22. janúar 2019 12:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00
Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00
Elvar Örn bestur af nýliðunum á HM Selfyssingurinn er með hæstu einkunn stórmótanýliðanna á HB Statz eftir sjö leiki. 22. janúar 2019 12:00